Toyota kynnir Yaris jeppling Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. apríl 2020 07:00 Yaris Cross í öllu sínu veldi. Toyota ætlaði upphaflega að kynna Yaris jepplinginn á bílasýningunni í Genf sem var frekstað vegna COVID-19. Bíllinn er settur á markað til höfuðs Nissan Juke og Ford Puma sem dæmi. Hann á að vera fáanlegur seinna á þessu ári í Japan en á því næsta í Evrópu. Toyota segir í kynningarefni um bílinn að Yaris Cross hafi verið valið til að tryggja sterka tengingu við hin vinsæla smábíl Það sé skynsamlegra en að velja nýtt nafn á bílinn. Auk þess sem nafnarnir deili miklu og því eðlilegt að þeir beri sama nafn. Bíllinn er smíðaður á TNGA-B grindina frá Toyota, sem er sú saman og Yaris byggir á. Bíllinn deilir ansi mörgum íhlutum með Yaris. Bílarnir munu deila verksmiðju í Onnaing í Frakklandi. Toyota áætlar að selja 150.000 eintök af Yaris jepplingnum á næsta ári. Yaris Cross situr fyrir neðan C-HR í framboði Toyota. Mál og vélar Yaris Cross er með sama hjólhaf og Yaris en hefur 240 mm. meiri heildarlengd og því aukið innra rými. Það er 30 mm. hærra undir Yaris Cross en Yaris. Nýr Yaris Cross. Yaris Cross mun vera í boði með sömu 114 hestafla 1,5 lítra tvinnvél og Yaris. Toyota lofar losun undir 120 g/km fyrir framhjóladrifinn bíl og 135 g/km fyrir fjórhjóladrifinn bíl. Þá verður bíllinn í boði með hefðbundinni 1,5 lítra bensínvél í völdum löndum Evrópu. Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent
Toyota ætlaði upphaflega að kynna Yaris jepplinginn á bílasýningunni í Genf sem var frekstað vegna COVID-19. Bíllinn er settur á markað til höfuðs Nissan Juke og Ford Puma sem dæmi. Hann á að vera fáanlegur seinna á þessu ári í Japan en á því næsta í Evrópu. Toyota segir í kynningarefni um bílinn að Yaris Cross hafi verið valið til að tryggja sterka tengingu við hin vinsæla smábíl Það sé skynsamlegra en að velja nýtt nafn á bílinn. Auk þess sem nafnarnir deili miklu og því eðlilegt að þeir beri sama nafn. Bíllinn er smíðaður á TNGA-B grindina frá Toyota, sem er sú saman og Yaris byggir á. Bíllinn deilir ansi mörgum íhlutum með Yaris. Bílarnir munu deila verksmiðju í Onnaing í Frakklandi. Toyota áætlar að selja 150.000 eintök af Yaris jepplingnum á næsta ári. Yaris Cross situr fyrir neðan C-HR í framboði Toyota. Mál og vélar Yaris Cross er með sama hjólhaf og Yaris en hefur 240 mm. meiri heildarlengd og því aukið innra rými. Það er 30 mm. hærra undir Yaris Cross en Yaris. Nýr Yaris Cross. Yaris Cross mun vera í boði með sömu 114 hestafla 1,5 lítra tvinnvél og Yaris. Toyota lofar losun undir 120 g/km fyrir framhjóladrifinn bíl og 135 g/km fyrir fjórhjóladrifinn bíl. Þá verður bíllinn í boði með hefðbundinni 1,5 lítra bensínvél í völdum löndum Evrópu.
Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent