Sálfræðilegar mælingar samhliða líkamlegum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2020 07:00 Frá mælingu KSÍ og HR í Kórnum í Kópavogi. Vísir/KSÍ Knattspyrnusamband Íslands, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, hefur boðið öllum leikmönnum Íslands sem eru á eldra ári í þriðja flokki upp á mælingar á líkamlegu atgervi sem og sálfræðilegar mælingar. „Í samvinnu við HR hefur KSÍ boðið upp á mælingar á líkamlegu atgervi hjá öllum leikmönnum á landinu sem eru á eldra ári í 3. flokki. Lára Hafliðadóttir og Katrín Ýr Friðgeirsdóttir, nemendur í HR vinna þetta viðamikla og áhugaverða verkefni,“ segir á vef KSÍ um mælingarnar. Verkefnið fór fram í janúar og febrúar á þessu ári. Þá verður það endurtekið á næstu ári sem og yngri landslið Íslands gangast undir sömu mælingar tvisvar á ári. Ástæður fyrir mælingar á líkamlegu atgervi Yngri landslið okkar eru oft að spila á móti liðum sem eru sterkari líkamlega og með fljótari leikmenn. Hjálpar félögunum að vinna markvisst með líkamsþjálfun knattspyrnuiðkenda. Með niðurstöðum er hægt að hjálpa félögunum að vinna markvisst í líkamlega þættinum. Býr til gagnagrunn um það hvaða eiginleikum okkar bestu leikmenn búa yfir. Getum borið saman lið, árganga, einstaklinga og í framhaldinu boðið upp á einstaklingsbundnar áætlanir. Getum aðlagað þjálfaramenntun okkar - Hvar erum við á eftir í líkamlega þættinum? KSÍ stefnir á að eiga einstakan gagnagrunn með upplýsingum um íslenska leikmenn eftir nokkur ár. Ljóst er að ekkert knattspyrnusamband í heiminum mun eiga slíkan gagnagrunn en verkefnið er einsdæmi í heiminum. Samhliða líkamlegum mælingum fóru einnig fram sálfræðilegar mælingar á sömu leikmönnum. Grímur Gunnarsson, nemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, framkvæmdi þær mælingar undir handleiðslu íþróttasálfræðinganna Hafrúnar Kristjánsdóttur og Halls Hallssonar. Sálfræðilegar mælingar samhliða líkamlegum https://t.co/uwPqPkIrkF— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 22, 2020 „Ísland er hinn fullkomni rannsóknarvettvangur,“ segir Grímur um rannsóknina. Hann mun jafnframt aðstoða KSÍ í sumar við að bæta afreksstarf yngri landsliðanna hvað varðar sálfræðihlutann. Alls tóku Grímur, Lára og Katrín Ýr mánuð í rannsóknirnar. Fóru þær fram í Kórnum, Grindavík, Akranesi, Vestmannaeyjum, Hveragerði, Akureyri og Reyðarfirði. Fótbolti KSÍ Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, hefur boðið öllum leikmönnum Íslands sem eru á eldra ári í þriðja flokki upp á mælingar á líkamlegu atgervi sem og sálfræðilegar mælingar. „Í samvinnu við HR hefur KSÍ boðið upp á mælingar á líkamlegu atgervi hjá öllum leikmönnum á landinu sem eru á eldra ári í 3. flokki. Lára Hafliðadóttir og Katrín Ýr Friðgeirsdóttir, nemendur í HR vinna þetta viðamikla og áhugaverða verkefni,“ segir á vef KSÍ um mælingarnar. Verkefnið fór fram í janúar og febrúar á þessu ári. Þá verður það endurtekið á næstu ári sem og yngri landslið Íslands gangast undir sömu mælingar tvisvar á ári. Ástæður fyrir mælingar á líkamlegu atgervi Yngri landslið okkar eru oft að spila á móti liðum sem eru sterkari líkamlega og með fljótari leikmenn. Hjálpar félögunum að vinna markvisst með líkamsþjálfun knattspyrnuiðkenda. Með niðurstöðum er hægt að hjálpa félögunum að vinna markvisst í líkamlega þættinum. Býr til gagnagrunn um það hvaða eiginleikum okkar bestu leikmenn búa yfir. Getum borið saman lið, árganga, einstaklinga og í framhaldinu boðið upp á einstaklingsbundnar áætlanir. Getum aðlagað þjálfaramenntun okkar - Hvar erum við á eftir í líkamlega þættinum? KSÍ stefnir á að eiga einstakan gagnagrunn með upplýsingum um íslenska leikmenn eftir nokkur ár. Ljóst er að ekkert knattspyrnusamband í heiminum mun eiga slíkan gagnagrunn en verkefnið er einsdæmi í heiminum. Samhliða líkamlegum mælingum fóru einnig fram sálfræðilegar mælingar á sömu leikmönnum. Grímur Gunnarsson, nemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, framkvæmdi þær mælingar undir handleiðslu íþróttasálfræðinganna Hafrúnar Kristjánsdóttur og Halls Hallssonar. Sálfræðilegar mælingar samhliða líkamlegum https://t.co/uwPqPkIrkF— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 22, 2020 „Ísland er hinn fullkomni rannsóknarvettvangur,“ segir Grímur um rannsóknina. Hann mun jafnframt aðstoða KSÍ í sumar við að bæta afreksstarf yngri landsliðanna hvað varðar sálfræðihlutann. Alls tóku Grímur, Lára og Katrín Ýr mánuð í rannsóknirnar. Fóru þær fram í Kórnum, Grindavík, Akranesi, Vestmannaeyjum, Hveragerði, Akureyri og Reyðarfirði.
Fótbolti KSÍ Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira