Atvinnuleysi ekki meira síðan í kreppunni miklu Andri Eysteinsson skrifar 23. apríl 2020 17:36 Grímuklædd kona gengur fram hjá einni af þeim fjölmörgu verslunum í Dallas sem hefur verið lokað vegna faraldursins. AP/LM Otero Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur aukist til muna vegna faraldurs kórónuveirunnar. Atvinnuleysi hefur ekki mælst jafnmikið í landinu frá kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. AP greinir frá því að nú sé einn af hverjum sex Bandaríkjamönnum án atvinnu. Yfir 4,4 milljónir manna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku en alls hafa 26 milljónir sótt um bætur á síðustu fimm vikum. Sá fjöldi er meiri en í sex stærstu borgum Bandaríkjanna samanlagt. Atvinnuleysi var mikið um tíu ára skeið eftir hrun í Bandaríkjunum árið 1929 og varð það mest 25%. Yfirvöld vonast eftir því að ástandið núna muni vara skemur en búast þó enn við að bætast muni í þann fjölda sem missa vinnuna á næstu vikum. Vegna samkomu- og útgöngubanna víða um Bandaríkin hafa verksmiðjur og verslanir neyðst til að loka og segja upp starfsfólki sínu. Víða eru borgarar orðnir þreyttir á ástandinu og hefur verið efnt til mótmæla á ýmsum stöðum. Dæmi eru um að ríkisstjórar hafi, þvert á ráðleggingar heilbrigðisyfirvalda, slakað á takmörkunum sem settar hafa verið. Tæplega 850 þúsund manns hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum og eru það um 600 þúsund fleiri tilfelli heldur en á Spáni, þar sem næst flest tilfelli hafa greinst. Alls hafa 46.972 látist af völdum veirunnar og hefur stórborgin New York orðið verst úti en þar hafa 15.074 látist og 263.754 greinst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur aukist til muna vegna faraldurs kórónuveirunnar. Atvinnuleysi hefur ekki mælst jafnmikið í landinu frá kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. AP greinir frá því að nú sé einn af hverjum sex Bandaríkjamönnum án atvinnu. Yfir 4,4 milljónir manna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku en alls hafa 26 milljónir sótt um bætur á síðustu fimm vikum. Sá fjöldi er meiri en í sex stærstu borgum Bandaríkjanna samanlagt. Atvinnuleysi var mikið um tíu ára skeið eftir hrun í Bandaríkjunum árið 1929 og varð það mest 25%. Yfirvöld vonast eftir því að ástandið núna muni vara skemur en búast þó enn við að bætast muni í þann fjölda sem missa vinnuna á næstu vikum. Vegna samkomu- og útgöngubanna víða um Bandaríkin hafa verksmiðjur og verslanir neyðst til að loka og segja upp starfsfólki sínu. Víða eru borgarar orðnir þreyttir á ástandinu og hefur verið efnt til mótmæla á ýmsum stöðum. Dæmi eru um að ríkisstjórar hafi, þvert á ráðleggingar heilbrigðisyfirvalda, slakað á takmörkunum sem settar hafa verið. Tæplega 850 þúsund manns hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum og eru það um 600 þúsund fleiri tilfelli heldur en á Spáni, þar sem næst flest tilfelli hafa greinst. Alls hafa 46.972 látist af völdum veirunnar og hefur stórborgin New York orðið verst úti en þar hafa 15.074 látist og 263.754 greinst.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira