Kórónuveirufaraldurinn fækkaði valmöguleikunum hjá Grétari sem leist best á Nice Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 22:00 Grétar Ari í leik í vetur. vísir/bára Grétar Ari Guðjónsson er á leið til Frakklands en hann hefur samið við franska B-deildarliðið Nice eins og kom fram á Vísi í gær. Grétar er spenntur fyrir tímanum í Frakklandi. Grétar hefur verið einn albesti markvörður Olís-deildarinnar undanfarin ár en hann hefur verið aðalmarkvörður Hauka undanfarin tvö ár. „Það var frekar stuttur aðdragandi að þessu. Þetta kom dálítið upp úr engu og það var ekki úr miklu að moða svo ég var mjög ánægður að þetta hafi gerst,“ sagði Grétar er Henry Birgir Gunnarsson ræddi við hann í dag. „Þetta er klúbbur sem hefur verið að taka sig í gegn. Þeir eru mikið að vinna með unga leikmenn og ætla að byggja upp unga leikmenn og selja þá upp í efstu deild í Frakklandi eða annars staðar,“ sagði Grétar. Hann vonast til þess að taka næsta skref eftir tímann hjá Nice. „Ég ætla að vona það. Það er draumurinn. Ég held að fyrir mig sem markvörður að það sé nauðsynlegt að koma í deild sem er kannski ekkert miklu sterkari en sem er meira virt heldur en sú íslenska. Að það sé auðveldara, ef þú stendur þig þarna, þá ferðu lengra. Hér heima þá er það happa glappa.“ Markvörðurinn knái segir að það hafi verið nokkrir valmöguleikar í stöðunni en Frakkarnir hafi heillað. „Það hafa verið nokkrir valmöguleikar hér og þar en eftir að ástandið kom upp þá hefur þeim farið fækkandi. Það var úr einhverju smá að velja en mér fannst þessi kostur töluvert betri en aðrir.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Grétar Ari í viðtali Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Sjá meira
Grétar Ari Guðjónsson er á leið til Frakklands en hann hefur samið við franska B-deildarliðið Nice eins og kom fram á Vísi í gær. Grétar er spenntur fyrir tímanum í Frakklandi. Grétar hefur verið einn albesti markvörður Olís-deildarinnar undanfarin ár en hann hefur verið aðalmarkvörður Hauka undanfarin tvö ár. „Það var frekar stuttur aðdragandi að þessu. Þetta kom dálítið upp úr engu og það var ekki úr miklu að moða svo ég var mjög ánægður að þetta hafi gerst,“ sagði Grétar er Henry Birgir Gunnarsson ræddi við hann í dag. „Þetta er klúbbur sem hefur verið að taka sig í gegn. Þeir eru mikið að vinna með unga leikmenn og ætla að byggja upp unga leikmenn og selja þá upp í efstu deild í Frakklandi eða annars staðar,“ sagði Grétar. Hann vonast til þess að taka næsta skref eftir tímann hjá Nice. „Ég ætla að vona það. Það er draumurinn. Ég held að fyrir mig sem markvörður að það sé nauðsynlegt að koma í deild sem er kannski ekkert miklu sterkari en sem er meira virt heldur en sú íslenska. Að það sé auðveldara, ef þú stendur þig þarna, þá ferðu lengra. Hér heima þá er það happa glappa.“ Markvörðurinn knái segir að það hafi verið nokkrir valmöguleikar í stöðunni en Frakkarnir hafi heillað. „Það hafa verið nokkrir valmöguleikar hér og þar en eftir að ástandið kom upp þá hefur þeim farið fækkandi. Það var úr einhverju smá að velja en mér fannst þessi kostur töluvert betri en aðrir.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Grétar Ari í viðtali Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Sjá meira