Gátu rakið um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2020 17:34 Vaxmynd af Neanderthalsmanni á frönsku safni. Xavier Rossi/Getty Alls er hægt að rekja um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna. Þó bera ekki allir sömu búta erfðamengisins. Púsla má saman um helmingi af erfðamengi Neanderdalsmanna úr þeim forsögulegu erfðabútum sem finnast í núlifandi Íslendingum. Þetta sýnir ný rannsókn vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og starfsmanna þeirra við Háskólann í Árósum. Rannsóknin birtist í vísindaritinu Nature í dag. Samkvæmt tilkynningu á vef Íslenskrar erfðagreiningar leiddi rannsóknin einnig í ljós að helming erfðamengis Neanderdalsmanna væri að finna í erfðamengi núlifandi Evrópubúa. Skoðuðu erfðamengi 28 þúsund Íslendinga Um er að ræða stærstu rannsóknina þar sem raðgreining erfðamengja hefur verið notuð til þess að varpa ljósi á kynblöndun Neanderdalsmanna og Homo sapiens fyrir 50 þúsund árum. Alls voru skoðuð erfðamengi um 28 þúsund Íslendinga, eða um tíu prósenta þjóðarinnar. Notast var við nýlega greiningaraðferð sem ekki var takmörkuð við leit að litningabútum úr þeim þremur fornu mannverum sem hafa verið raðgreindir beint úr tugþúsunda ára gömlum líkamsleifum. Eins leiddi rannsóknin í ljós að hægt er að rekja hluta erfðamengis Íslendinga til Denisovana, annarrar fornrar tegundar manna sem talin er hafa blandast Neanderdalsmönnum áður en þeir svo blönduðust Homo sapiens. Mikilvægt innlegg í leitina að uppruna mannsins Agnar Helgason einn höfunda rannsóknarinnar segir að mikilvægi hennar felist ekki síst í umfanginu, sem gefi miklu betri mynd af þessari forsögulegri blöndun og áhrifum hennar á líffræðilegan fjölbreytileika núlifandi fólks. Rannsóknin leiðir í ljós að erfðaefnið frá þessum forsögulegu frændtegundum hefur sáralítil áhrif á sjúkdóma eða svipgerð núlifandi fólks. „Einungis fundust fimm fornar erfðabreytur sem hafa áhrif á svipgerð, en þær hafa áhrif á hæð okkar, virkni blöðruhálskirtils, stærð og styrk blóðrauða og hraða blóðstorknunar.“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er einn höfunda rannsóknarinnar.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem einnig er á meðal höfunda, að niðurstöður rannsóknarinnar séu mikilvægt innlegg í leitina að uppruna manneskjunnar. Hér sé um að ræða ættarsögu einnar greinar mannkynsins sem segi okkur að við séum ekki einungis Homo sapiens, heldur einnig afkomendur annarra forsögulegra tegunda. Íslensk erfðagreining Vísindi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Alls er hægt að rekja um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna. Þó bera ekki allir sömu búta erfðamengisins. Púsla má saman um helmingi af erfðamengi Neanderdalsmanna úr þeim forsögulegu erfðabútum sem finnast í núlifandi Íslendingum. Þetta sýnir ný rannsókn vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og starfsmanna þeirra við Háskólann í Árósum. Rannsóknin birtist í vísindaritinu Nature í dag. Samkvæmt tilkynningu á vef Íslenskrar erfðagreiningar leiddi rannsóknin einnig í ljós að helming erfðamengis Neanderdalsmanna væri að finna í erfðamengi núlifandi Evrópubúa. Skoðuðu erfðamengi 28 þúsund Íslendinga Um er að ræða stærstu rannsóknina þar sem raðgreining erfðamengja hefur verið notuð til þess að varpa ljósi á kynblöndun Neanderdalsmanna og Homo sapiens fyrir 50 þúsund árum. Alls voru skoðuð erfðamengi um 28 þúsund Íslendinga, eða um tíu prósenta þjóðarinnar. Notast var við nýlega greiningaraðferð sem ekki var takmörkuð við leit að litningabútum úr þeim þremur fornu mannverum sem hafa verið raðgreindir beint úr tugþúsunda ára gömlum líkamsleifum. Eins leiddi rannsóknin í ljós að hægt er að rekja hluta erfðamengis Íslendinga til Denisovana, annarrar fornrar tegundar manna sem talin er hafa blandast Neanderdalsmönnum áður en þeir svo blönduðust Homo sapiens. Mikilvægt innlegg í leitina að uppruna mannsins Agnar Helgason einn höfunda rannsóknarinnar segir að mikilvægi hennar felist ekki síst í umfanginu, sem gefi miklu betri mynd af þessari forsögulegri blöndun og áhrifum hennar á líffræðilegan fjölbreytileika núlifandi fólks. Rannsóknin leiðir í ljós að erfðaefnið frá þessum forsögulegu frændtegundum hefur sáralítil áhrif á sjúkdóma eða svipgerð núlifandi fólks. „Einungis fundust fimm fornar erfðabreytur sem hafa áhrif á svipgerð, en þær hafa áhrif á hæð okkar, virkni blöðruhálskirtils, stærð og styrk blóðrauða og hraða blóðstorknunar.“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er einn höfunda rannsóknarinnar.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem einnig er á meðal höfunda, að niðurstöður rannsóknarinnar séu mikilvægt innlegg í leitina að uppruna manneskjunnar. Hér sé um að ræða ættarsögu einnar greinar mannkynsins sem segi okkur að við séum ekki einungis Homo sapiens, heldur einnig afkomendur annarra forsögulegra tegunda.
Íslensk erfðagreining Vísindi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira