Umfangsmiklar aðgerðir og frekari uppsagnir hjá Icelandair Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2020 17:00 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Icelandair Group mun nú í aprílmánuði grípa til yfirgripsmikilla aðgerða sem fela bæði í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins til Kauphallar og fjölmiðla sem send var út nú á fimmta tímanum. Þar segir jafnframt að á sama tíma verði „lögð áhersla á að halda uppi grunnstarfsemi á öllum sviðum til þess að tryggja þann sveigjanleika sem þarf til að félagið geti brugðist hratt við um leið og markaðir opnast á ný.“ Verður umfang aðgerðanna kynnt nánar fyrir mánaðamót: „Mjög mikil óvissa ríkir varðandi flug og ferðaþjónustu næstu misserin, hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og hvenær eftirspurn muni taka við sér á ný. Til að bregðast við áframhaldandi óvissu, búa stjórnendur Icelandair Group félagið undir órætt tímabil þar sem starfsemi þess verður í lágmarki en sem stendur eru einungis örfá flug í viku í áætlun félagsins,“ segir í tilkynningu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að aðlaga þurfi starfsemi félagsins að þeim veruleika sem blasir við. „Það er gríðarleg óvissa framundan og því miður eru uppsagnir starfsfólks óumflýjanlegar til að komast í gegnum þetta krefjandi tímabil. Við leggjum áherslu á að tryggja grunnstarfsemi félagsins til að geta komist hratt af stað aftur og vonumst auðvitað til að geta boðið stærstum hluta þeirra starfsmanna sem um ræðir vinnu aftur um leið og aðstæður batna. Einn af helstu styrkleikum félagsins er sveigjanleiki til að bregðast hratt við breytingum á markaði og við ætlum okkur að vera tilbúin til að sækja fram af miklum krafti þegar tækifærin gefast á ný,“ er haft eftir Boga í tilkynningu félagsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira
Icelandair Group mun nú í aprílmánuði grípa til yfirgripsmikilla aðgerða sem fela bæði í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins til Kauphallar og fjölmiðla sem send var út nú á fimmta tímanum. Þar segir jafnframt að á sama tíma verði „lögð áhersla á að halda uppi grunnstarfsemi á öllum sviðum til þess að tryggja þann sveigjanleika sem þarf til að félagið geti brugðist hratt við um leið og markaðir opnast á ný.“ Verður umfang aðgerðanna kynnt nánar fyrir mánaðamót: „Mjög mikil óvissa ríkir varðandi flug og ferðaþjónustu næstu misserin, hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og hvenær eftirspurn muni taka við sér á ný. Til að bregðast við áframhaldandi óvissu, búa stjórnendur Icelandair Group félagið undir órætt tímabil þar sem starfsemi þess verður í lágmarki en sem stendur eru einungis örfá flug í viku í áætlun félagsins,“ segir í tilkynningu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að aðlaga þurfi starfsemi félagsins að þeim veruleika sem blasir við. „Það er gríðarleg óvissa framundan og því miður eru uppsagnir starfsfólks óumflýjanlegar til að komast í gegnum þetta krefjandi tímabil. Við leggjum áherslu á að tryggja grunnstarfsemi félagsins til að geta komist hratt af stað aftur og vonumst auðvitað til að geta boðið stærstum hluta þeirra starfsmanna sem um ræðir vinnu aftur um leið og aðstæður batna. Einn af helstu styrkleikum félagsins er sveigjanleiki til að bregðast hratt við breytingum á markaði og við ætlum okkur að vera tilbúin til að sækja fram af miklum krafti þegar tækifærin gefast á ný,“ er haft eftir Boga í tilkynningu félagsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira