Ferðaþjónustan æf út í ASÍ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. apríl 2020 14:35 Jóhannes Þ. Skúlason, framkvæmdastjóri SAF og Bjarnheiður Hallsdóttur, formaður SAF, undirrita harðorða ályktun. Samtök ferðaþjónustunnar skora á Alþýðusamband Íslands að breyta afstöðu sinni til þeirra hugmynda sem viðraðar hafa verið, sem draga myndu úr launakostnaði fyrirtækja. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa tekið fálega í tillögur Samtaka atvinnulífsins um að fresta launahækkunum og lækka mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð nú þegar hagkerfið er í lamasessi vegna kórónuveirunnar. Sjá einnig: Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja SAF segist fordæma þessa tregðu ASÍ - „enda verður neitun ASÍ ekki skilin á annan hátt en að verkalýðshreyfingin skorist undan ábyrgð sinni og hyggist ekki leggjast á árarnar með stjórnvöldum og atvinnulífinu á neinn hátt í þeirri lífsbaráttu sem íslensk ferðaþjónusta og efnahagslíf í heild stendur frammi fyrir næstu mánuði og ár,“ segja samtökin í harðorðri yfirlýsingu. Þau bæta um betur; segja að ekki sé lengur hægt að treysta ASÍ í þeim aðstæðum sem upp eru komnar, afstaða ASÍ sýni „fullkomið tómlæti“ gagnvart ábyrgðarhlutverki Alþýðusambandsins á vinnumarkaði og að með óbilgirni sinni muni ASÍ verða valdur að enn verri fjárhagsstöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Það eru fáir á ferli í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana. Engir ferðamenn þar sem nánast allt flug í heiminum hefur lagst af og fáir Íslendingar vegna samkomubannsins.Vísir/Vilhelm Það sé þannig „óskiljanlegt með öllu“ að ASÍ vilji halda launahækkunum til streitu, þegar fjöldi fyrirtækja er nú tekjulaus í þessu árferði. „SAF benda á að mjög stór hluti þeirra umsókna um 25 þúsund umsóknir um hlutaatvinnuleysisbætur sem borist höfðu vinnumálastofunun í gær voru frá ferðaþjónustufyrirtækjum og starfsfólki þeirra, sem sýnir svart á hvítu hve alvarleg staðan er í greininni.“ Ljóst er að SAF eru ekki þau einu ósáttu. Samtök atvinnulífsins hafa lýst miklum vonbrigðum með ákvörðun ASÍ, auk þess sem Vilhjálmur Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson hafa báðir sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir ASÍ í dag. „Ákvörðun ASÍ vinnur beinlínis gegn markmiðum aðgerða stjórnvalda um að styðja við atvinnulíf og að gera fyrirtækjum eins og kostur er kleift að halda ráðningarsambandi við starfsfólks,“ skrifa ferðaþjónustusamtökin og bæta við: „SAF telja því augljóst að afstaða ASÍ muni því miður koma niður á félagsmönnum sambandsins þar sem óhugsandi er að ferðaþjónustufyrirtæki geti nú uppfyllt launahækkanir nema með frekari niðurskurði á launakostnaði, m.a. með enn frekari uppsögnum. Samtök ferðaþjónustunnar skora á Alþýðusamband Íslands að breyta afstöðu sinni.“ Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Vinnumarkaður Tengdar fréttir Villi Birgis hættir sem varaforseti ASÍ 1. apríl 2020 13:41 Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48 Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar skora á Alþýðusamband Íslands að breyta afstöðu sinni til þeirra hugmynda sem viðraðar hafa verið, sem draga myndu úr launakostnaði fyrirtækja. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa tekið fálega í tillögur Samtaka atvinnulífsins um að fresta launahækkunum og lækka mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð nú þegar hagkerfið er í lamasessi vegna kórónuveirunnar. Sjá einnig: Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja SAF segist fordæma þessa tregðu ASÍ - „enda verður neitun ASÍ ekki skilin á annan hátt en að verkalýðshreyfingin skorist undan ábyrgð sinni og hyggist ekki leggjast á árarnar með stjórnvöldum og atvinnulífinu á neinn hátt í þeirri lífsbaráttu sem íslensk ferðaþjónusta og efnahagslíf í heild stendur frammi fyrir næstu mánuði og ár,“ segja samtökin í harðorðri yfirlýsingu. Þau bæta um betur; segja að ekki sé lengur hægt að treysta ASÍ í þeim aðstæðum sem upp eru komnar, afstaða ASÍ sýni „fullkomið tómlæti“ gagnvart ábyrgðarhlutverki Alþýðusambandsins á vinnumarkaði og að með óbilgirni sinni muni ASÍ verða valdur að enn verri fjárhagsstöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Það eru fáir á ferli í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana. Engir ferðamenn þar sem nánast allt flug í heiminum hefur lagst af og fáir Íslendingar vegna samkomubannsins.Vísir/Vilhelm Það sé þannig „óskiljanlegt með öllu“ að ASÍ vilji halda launahækkunum til streitu, þegar fjöldi fyrirtækja er nú tekjulaus í þessu árferði. „SAF benda á að mjög stór hluti þeirra umsókna um 25 þúsund umsóknir um hlutaatvinnuleysisbætur sem borist höfðu vinnumálastofunun í gær voru frá ferðaþjónustufyrirtækjum og starfsfólki þeirra, sem sýnir svart á hvítu hve alvarleg staðan er í greininni.“ Ljóst er að SAF eru ekki þau einu ósáttu. Samtök atvinnulífsins hafa lýst miklum vonbrigðum með ákvörðun ASÍ, auk þess sem Vilhjálmur Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson hafa báðir sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir ASÍ í dag. „Ákvörðun ASÍ vinnur beinlínis gegn markmiðum aðgerða stjórnvalda um að styðja við atvinnulíf og að gera fyrirtækjum eins og kostur er kleift að halda ráðningarsambandi við starfsfólks,“ skrifa ferðaþjónustusamtökin og bæta við: „SAF telja því augljóst að afstaða ASÍ muni því miður koma niður á félagsmönnum sambandsins þar sem óhugsandi er að ferðaþjónustufyrirtæki geti nú uppfyllt launahækkanir nema með frekari niðurskurði á launakostnaði, m.a. með enn frekari uppsögnum. Samtök ferðaþjónustunnar skora á Alþýðusamband Íslands að breyta afstöðu sinni.“
Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Vinnumarkaður Tengdar fréttir Villi Birgis hættir sem varaforseti ASÍ 1. apríl 2020 13:41 Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48 Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39
Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48