Fyrirtæki Trump biður ríkisstjórn hans um neyðaraðstoð Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2020 23:21 Hótel Donald Trump í Washington DC. Getty/Mark Wilson Fyrirtæki Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, leitar nú eftir aðstoð frá ríkisstjórn hans vegna hótels sem fyrirtækið leigir af ríkinu í Washington DC. Hótelið sem er skammt frá Hvíta húsinu stendur nú tómt, eins og flest öll hótel í heiminum, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Á undanförnum vikum hafa forsvarsmenn fyrirtækisins, synir forsetans, kannað hvort þeir getu endursamið við ríkið um leigu hússins sem hótelið er í, samkvæmt heimildum New York Times. Fyrirtækið er í eigu Donald Trump en synir hans reka það. Leigan er um 268 þúsund dalir á mánuði eða um 39 milljónir króna. Eric Trump, forstjóri fyrirtækisins, staðfesti heimildir NYT og segist vera að leita eftir sambærilegri aðstoð og hið opinbera veitir öðrum fyrirtækjum sem leigja húsnæði af ríkinu. Eric Trump, forstjóri Trump fyrirtækisins.EPA/Albin Lohr-Jones Forsvarsmenn þeirrar stofnunar sem sjá um eigur ríkisins standa nú frammi fyrir ákveðnum vandræðum. Neiti þeir beiðni sona forsetans gæti hann brugðist reiður við. Verði þeir við beiðninni mun stofnunin væntanlega verða fyrir mikilli gagnrýni. Ólíkt fyrri forsetum neitaði Trump að rjúfa tengsl sín við viðskiptaveldi sitt þegar hann tók við embætti. Hann segir að synir hans tveir hafi tekið við rekstri fyrirtækisins en hann nýtur enn fjárhagslegs ávinnings af rekstrinum. Sjá einnig: Trump talar um að slaka á takmörkunum eftir að mjólkurkúm hans var lokað Trump hótelið í Washington DC hefur þótt til marks um það hvernig forsetinn hefur hagnast á embætti sínu. Erlendir erindrekar sækja hótelið ítrekað og málafylgjumenn sömuleiðis. Þannig segja gagnrýnendur forsetans að færa megi rök fyrir því að Trump taki í raun við beinum greiðslum frá öðrum ríkjum og hagsmunaaðilum. Vilja einnig aðstoð í Flórída Synir forsetans hafa einnig átt í viðræðum við Deutsche Bank um frestun lánagreiðslna en forsetinn skuldar bankanum rúmar 300 milljónir dala. Eric Trump staðfesti einnig að fyrirtæki forsetans væri að leitast eftir aðstoð varðandi leigu golfvallar í Palm Beach í Flórída. Golfvöllurinn væri lokaður vegna skipanna frá yfirvöldum þar og aftur sagði Eric Trump að hann væri bara að sækjast eftir sömu aðstoð og önnur fyrirtæki. Bæjarfulltrúi í Palm Beach, sagði aðra í bæjarstjórn óttast að ef þeir verði ekki við ósk Eric Trump, muni forsetinn reiðast þeim. Hann gæti komið í veg fyrir að Palm Beach fengi aðstoð alríkisins vegna kórónuveirunnar. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Fyrirtæki Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, leitar nú eftir aðstoð frá ríkisstjórn hans vegna hótels sem fyrirtækið leigir af ríkinu í Washington DC. Hótelið sem er skammt frá Hvíta húsinu stendur nú tómt, eins og flest öll hótel í heiminum, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Á undanförnum vikum hafa forsvarsmenn fyrirtækisins, synir forsetans, kannað hvort þeir getu endursamið við ríkið um leigu hússins sem hótelið er í, samkvæmt heimildum New York Times. Fyrirtækið er í eigu Donald Trump en synir hans reka það. Leigan er um 268 þúsund dalir á mánuði eða um 39 milljónir króna. Eric Trump, forstjóri fyrirtækisins, staðfesti heimildir NYT og segist vera að leita eftir sambærilegri aðstoð og hið opinbera veitir öðrum fyrirtækjum sem leigja húsnæði af ríkinu. Eric Trump, forstjóri Trump fyrirtækisins.EPA/Albin Lohr-Jones Forsvarsmenn þeirrar stofnunar sem sjá um eigur ríkisins standa nú frammi fyrir ákveðnum vandræðum. Neiti þeir beiðni sona forsetans gæti hann brugðist reiður við. Verði þeir við beiðninni mun stofnunin væntanlega verða fyrir mikilli gagnrýni. Ólíkt fyrri forsetum neitaði Trump að rjúfa tengsl sín við viðskiptaveldi sitt þegar hann tók við embætti. Hann segir að synir hans tveir hafi tekið við rekstri fyrirtækisins en hann nýtur enn fjárhagslegs ávinnings af rekstrinum. Sjá einnig: Trump talar um að slaka á takmörkunum eftir að mjólkurkúm hans var lokað Trump hótelið í Washington DC hefur þótt til marks um það hvernig forsetinn hefur hagnast á embætti sínu. Erlendir erindrekar sækja hótelið ítrekað og málafylgjumenn sömuleiðis. Þannig segja gagnrýnendur forsetans að færa megi rök fyrir því að Trump taki í raun við beinum greiðslum frá öðrum ríkjum og hagsmunaaðilum. Vilja einnig aðstoð í Flórída Synir forsetans hafa einnig átt í viðræðum við Deutsche Bank um frestun lánagreiðslna en forsetinn skuldar bankanum rúmar 300 milljónir dala. Eric Trump staðfesti einnig að fyrirtæki forsetans væri að leitast eftir aðstoð varðandi leigu golfvallar í Palm Beach í Flórída. Golfvöllurinn væri lokaður vegna skipanna frá yfirvöldum þar og aftur sagði Eric Trump að hann væri bara að sækjast eftir sömu aðstoð og önnur fyrirtæki. Bæjarfulltrúi í Palm Beach, sagði aðra í bæjarstjórn óttast að ef þeir verði ekki við ósk Eric Trump, muni forsetinn reiðast þeim. Hann gæti komið í veg fyrir að Palm Beach fengi aðstoð alríkisins vegna kórónuveirunnar.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira