Sjálfbær matvælaframleiðsla í hringrásarhagkerfinu Ólafur Ögmundarson skrifar 1. apríl 2020 11:30 Við erum stödd í byggðakjarna á Íslandi. Affallsvarminn af hitaveitukerfinu er nýttur til upphitunar gróðurhúsa, umframorkan frá fiskvinnslufyrirtækinu (stóriðju staðarins) nýtist til húshitunar og til að kynda gróðurhúsin og mögulega fiskeldi. Frárennslið frá fiskvinnslunni og sláturhúsinu nýtist sem áburður í gróðurhúsinu og minnkar þannig notkun á aðfluttum áburði. Þannig gætum við tryggt aukna matvælaframleiðslu í nærumhverfinu sem um leið yki matvælaöryggi okkar Íslendinga, og minnkaði umhverfisáhrifin af okkar innfluttu neyslu. Nú búum við Íslendingar við annan raunveruleika en við gerðum fyrir ekki svo mörgum vikum síðan. Matvælaöryggi okkar kann að vera ógnað hvað suma fæðuflokka varðar og nú kann því að koma í ljós að ekki hefur verið hugað nægilega vel að innlendri framleiðslu, til dæmis á grænmeti og ávöxtum og mögulega mun fara að bera á skorti á þessum matvörum á næstunni vegna minnkandi framleiðslu erlendis og takmörkunum á flutningi milli landa vegna COVID-19. Höfundur vonar auðvitað að þessi dökka sviðsmynd hans rætist ekki. Innlend framleiðsla, til dæmis á grænmeti og ávöxtum, stendur ekki nema að litlum hluta undir innlendri eftirspurn en við þessu ástandi á að bregðast, samanber nýkynnta aðgerðaáætlun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Júlíussonar. Aðgerðaáætlunin er vonandi ekki einungis hugsuð til að bregðast við núverandi ástandi, heldur líka til að gera matvælaframleiðslu á Íslandi betur undirbúna undir viðlíka framtíðaraðstæður og nú eru ríkjandi. Áhrif af slíkri uppbyggingu væru víðtækari en einungis til að tryggja matvælaöryggi til framtíðar, en af henni myndu skapast aukin atvinnutækifæri, verðmætasköpun innanlands ykist og mögulega myndi uppbygging aukinnar innlendrar matvælaframleiðslu leiða til minnkandi umhverfisáhrifa en af sambærilegum innfluttum vörum ef vandað er til verka. Það sem við þurfum að gæta að við aukna matvælaframleiðslu, er að slík uppbygging sé skipulögð með sjálfbærni að leiðarljósi, í víðtækum skilningi þess orðs. Þar gegnir lykilhlutverki að hugsa framleiðsluna sem hluta af hringrásarhagkerfinu, að nýta til dæmis afgangsvarma til upphitunar gróðurhúsa og frárennsli frá matvælaframleiðslu sem uppsprettu næringar fyrir grænmetið okkar. Þetta þarf þó að gera þannig að það standist ströngustu heilbrigðiskröfur og því þarf að vanda vel til verka og stefna saman sérfræðingum á hinum mismunandi sviðum til að útkoman verði sjálfbær matvælaframleiðsla í hringrásarhagkerfinu, ekki einungis umhverfislega heldur líka efnahags- og samfélagslega. En af hverju skiptir máli að við byggjum upp sjálfbæra matvælaframleiðslu hér á landi? Það er einfaldlega vegna þess að ef við framleiðum matvæli með hefðbundnum hætti þá losum við allt of mikið af gróðurhúsalofttegundum og stuðlum að öðrum neikvæðum umhverfisáhrifum við framleiðsluna. Ef skoðuð eru umhverfisáhrif í formi losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu kemur í ljós að áætlað er að 26% komi frá matvælaframleiðslu miðað við núverandi framleiðsluhætti og veldur matvælaframleiðsla auk þess tæplega 80% ofauðgunar (til dæmis þörungablóma) á heimsvísu bæði í fersk- og saltvatni. Jörðin okkar er að ofhitna og krefst það aðgerða af okkar hálfu. Endurhanna þarf heilstætt hvernig við minnkum umhverfisáhrifin af matvælaframleiðslu til þessa að matvörur framtíðarinnar séu sjálfbærari en þær sem við neytum í dag. Nú er tími til aðgerða og tækifærin eru til staðar til að Ísland marki sér sérstöðu í að taka hringrásarhagkerfið á annað stig, með því að nýta ónýtta affallsstrauma í byggðum landsins til aukinnar matvælaframleiðslu í héraði sem eykur matvælaöryggi, eykur fjölbreytni í atvinnulífinu og minnkar umhverfisáhrif af framleiðslu og neyslu matvæla á landinu, og þannig auka nýsköpun og vöruþróun í dreifðum byggðum landsins. Höfundur er aðjúnkt við Matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matvælaframleiðsla Mest lesið „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Við erum stödd í byggðakjarna á Íslandi. Affallsvarminn af hitaveitukerfinu er nýttur til upphitunar gróðurhúsa, umframorkan frá fiskvinnslufyrirtækinu (stóriðju staðarins) nýtist til húshitunar og til að kynda gróðurhúsin og mögulega fiskeldi. Frárennslið frá fiskvinnslunni og sláturhúsinu nýtist sem áburður í gróðurhúsinu og minnkar þannig notkun á aðfluttum áburði. Þannig gætum við tryggt aukna matvælaframleiðslu í nærumhverfinu sem um leið yki matvælaöryggi okkar Íslendinga, og minnkaði umhverfisáhrifin af okkar innfluttu neyslu. Nú búum við Íslendingar við annan raunveruleika en við gerðum fyrir ekki svo mörgum vikum síðan. Matvælaöryggi okkar kann að vera ógnað hvað suma fæðuflokka varðar og nú kann því að koma í ljós að ekki hefur verið hugað nægilega vel að innlendri framleiðslu, til dæmis á grænmeti og ávöxtum og mögulega mun fara að bera á skorti á þessum matvörum á næstunni vegna minnkandi framleiðslu erlendis og takmörkunum á flutningi milli landa vegna COVID-19. Höfundur vonar auðvitað að þessi dökka sviðsmynd hans rætist ekki. Innlend framleiðsla, til dæmis á grænmeti og ávöxtum, stendur ekki nema að litlum hluta undir innlendri eftirspurn en við þessu ástandi á að bregðast, samanber nýkynnta aðgerðaáætlun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Júlíussonar. Aðgerðaáætlunin er vonandi ekki einungis hugsuð til að bregðast við núverandi ástandi, heldur líka til að gera matvælaframleiðslu á Íslandi betur undirbúna undir viðlíka framtíðaraðstæður og nú eru ríkjandi. Áhrif af slíkri uppbyggingu væru víðtækari en einungis til að tryggja matvælaöryggi til framtíðar, en af henni myndu skapast aukin atvinnutækifæri, verðmætasköpun innanlands ykist og mögulega myndi uppbygging aukinnar innlendrar matvælaframleiðslu leiða til minnkandi umhverfisáhrifa en af sambærilegum innfluttum vörum ef vandað er til verka. Það sem við þurfum að gæta að við aukna matvælaframleiðslu, er að slík uppbygging sé skipulögð með sjálfbærni að leiðarljósi, í víðtækum skilningi þess orðs. Þar gegnir lykilhlutverki að hugsa framleiðsluna sem hluta af hringrásarhagkerfinu, að nýta til dæmis afgangsvarma til upphitunar gróðurhúsa og frárennsli frá matvælaframleiðslu sem uppsprettu næringar fyrir grænmetið okkar. Þetta þarf þó að gera þannig að það standist ströngustu heilbrigðiskröfur og því þarf að vanda vel til verka og stefna saman sérfræðingum á hinum mismunandi sviðum til að útkoman verði sjálfbær matvælaframleiðsla í hringrásarhagkerfinu, ekki einungis umhverfislega heldur líka efnahags- og samfélagslega. En af hverju skiptir máli að við byggjum upp sjálfbæra matvælaframleiðslu hér á landi? Það er einfaldlega vegna þess að ef við framleiðum matvæli með hefðbundnum hætti þá losum við allt of mikið af gróðurhúsalofttegundum og stuðlum að öðrum neikvæðum umhverfisáhrifum við framleiðsluna. Ef skoðuð eru umhverfisáhrif í formi losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu kemur í ljós að áætlað er að 26% komi frá matvælaframleiðslu miðað við núverandi framleiðsluhætti og veldur matvælaframleiðsla auk þess tæplega 80% ofauðgunar (til dæmis þörungablóma) á heimsvísu bæði í fersk- og saltvatni. Jörðin okkar er að ofhitna og krefst það aðgerða af okkar hálfu. Endurhanna þarf heilstætt hvernig við minnkum umhverfisáhrifin af matvælaframleiðslu til þessa að matvörur framtíðarinnar séu sjálfbærari en þær sem við neytum í dag. Nú er tími til aðgerða og tækifærin eru til staðar til að Ísland marki sér sérstöðu í að taka hringrásarhagkerfið á annað stig, með því að nýta ónýtta affallsstrauma í byggðum landsins til aukinnar matvælaframleiðslu í héraði sem eykur matvælaöryggi, eykur fjölbreytni í atvinnulífinu og minnkar umhverfisáhrif af framleiðslu og neyslu matvæla á landinu, og þannig auka nýsköpun og vöruþróun í dreifðum byggðum landsins. Höfundur er aðjúnkt við Matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun