Vill endurskoða lögin og hafa eldri en sjötíu ára með Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. apríl 2020 11:04 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar, vill endurskoða lögin svo þau nái til eldra fólks. Vísir/Vilhelm Formaður Velferðarnefndar hefur gert að tillögu sinni að lögum um hlutabætur verði breytt svo þau nái líka til fólks eldra en sjötíu ára. Hún vonast eftir stuðningi annarra nefndarmanna og að hægt verði að breyta lögunum strax á morgun. Lögin snúa að því að þeir sem fari á skert starfshlutfall hjá vinnuveitendum sínum geta sótt um hlutabætur sem koma úr vasa ríkisins. Fólk á aldrinum 18-70 ára getur sótt um atvinnuleysisbætur fyrir þremur fjórðu hluta launa sinna að ákveðnu hámarki. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, segir að vakin hafi verið athygli hennar á því að galli væri á nýsamþykktum lögum. „Þannig er að í lögum um atvinnuleysistryggingar er eitt skilyrða fyrir atvinnuleysisbætur þær að umsækjendur verða að vera á aldrinum 18-70 ára. Þannig geta þeir sem eldri eru en 70 ára og fara núna á skert starfshlutfall ekki sótt um hlutabætur. Það er einfaldlega ekki lagaheimild fyrir því,“ segir Helga Vala. Í meðferð nefndarinnar hafi verið aftengd ákvæði varðandi námsmenn, sem alla jafna geta ekki sótt um atvinnuleysisbætur, en geta nú sótt um hlutabætur. „Ég tel rétt að við tökum einnig tillit til þessa hóps eldri en 70 ára sem enn eru á vinnumarkaði og hef því sent póst á Velferðarnefnd og óskað eftir stuðningi við tillögu mína um breytingu á þessu ákvæði er varðar hlutabæturnar. Vonandi fæst samþykki meirihluta nefndarinnar fyrir þessu, enda skýrt réttlætismál að mínu mati. Við ættum þá að geta lagfært þetta á þeim þingfundum sem fyrirhugaðir eru á morgun og mánudag.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Formaður Velferðarnefndar hefur gert að tillögu sinni að lögum um hlutabætur verði breytt svo þau nái líka til fólks eldra en sjötíu ára. Hún vonast eftir stuðningi annarra nefndarmanna og að hægt verði að breyta lögunum strax á morgun. Lögin snúa að því að þeir sem fari á skert starfshlutfall hjá vinnuveitendum sínum geta sótt um hlutabætur sem koma úr vasa ríkisins. Fólk á aldrinum 18-70 ára getur sótt um atvinnuleysisbætur fyrir þremur fjórðu hluta launa sinna að ákveðnu hámarki. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, segir að vakin hafi verið athygli hennar á því að galli væri á nýsamþykktum lögum. „Þannig er að í lögum um atvinnuleysistryggingar er eitt skilyrða fyrir atvinnuleysisbætur þær að umsækjendur verða að vera á aldrinum 18-70 ára. Þannig geta þeir sem eldri eru en 70 ára og fara núna á skert starfshlutfall ekki sótt um hlutabætur. Það er einfaldlega ekki lagaheimild fyrir því,“ segir Helga Vala. Í meðferð nefndarinnar hafi verið aftengd ákvæði varðandi námsmenn, sem alla jafna geta ekki sótt um atvinnuleysisbætur, en geta nú sótt um hlutabætur. „Ég tel rétt að við tökum einnig tillit til þessa hóps eldri en 70 ára sem enn eru á vinnumarkaði og hef því sent póst á Velferðarnefnd og óskað eftir stuðningi við tillögu mína um breytingu á þessu ákvæði er varðar hlutabæturnar. Vonandi fæst samþykki meirihluta nefndarinnar fyrir þessu, enda skýrt réttlætismál að mínu mati. Við ættum þá að geta lagfært þetta á þeim þingfundum sem fyrirhugaðir eru á morgun og mánudag.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira