Dagur 8: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. apríl 2020 12:30 Garpur Elísabetarson er einn á einstöku ferðalagi um Ísland á tímum kórónuveiru. Vísir/Garpur Elísabetarson Dagurinn hófst á Akureyri á Hotel Kea. Planið var að keyra í átt að Vestfjörðum og gista einhversstaðar á leiðinni. Veðrið var vont. Það blés. Það rigndi. Ég keyrði og batt vonir við að það myndi birta til. Þegar ég var að skríða upp Öxnadalsheiðina þá varð ég var við eyðibýli. Ég ákvað að svona dagur, blautur og hvass, væri góður dagur til brjóta aðeins upp með smá eyðibýlastússi. Klippa: Dagur 8 - Ferðalangur í eigin landi Ég klæddi mig upp og gekk í gegnum veðrið í átt að býlinu. Gangurinn var aðeins lengri en ég hafði gert mér grein fyrir. Vísir/Garpur Elísabetarson Kaldur og hrakinn komst ég og opnaði varlega dyrnar. Ég gekk um húsið, sem var í rústum. Ég hafði heyrt að þetta hús væri reimt og þó ég sé ekki hjátrúafullur að eðlisfari, þá stóð mér ekki á sama þegar ég gekk á mill tómra herbergja. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Ég yfirgaf húsið með hroll, hvort það hafi verið kuldahrollur eða drauga, skal ég ekki segja. Ég keyrði áfram, enn í þeirri von að það myndi sjást í bláan himinn. Svo fór að það gerðist. Allt í einu, sá ég fjöllin, hestanna, himininn. Ég elti sólina og endaði út í fjöru hjá Hvítserki, risastórt steinatröll sem stendur út í sjó. Fuglarnir flugu í kring og fjöldinn allur af selum lék sér undir honum. Ég stóð um stund og horfði á lífið í kringum tröllið áður en ég hélt aftur til baka. Það voru fleiri staðir sem mig langaði að skoða. Risastórt steinatröll Vísir/Garpur Elísabetarson Þegar ég hafði keyrt í smástund sprakk á bílnum. Þvílíkt vonleysi. Úti barði vindurinn hliðarnar á bílnum og ég neyddist til að fara út og vesenast í því. Ég barðist við að losa varadekkið undan jeppanum og á endanum gafst ég upp og leitaði á bónda í grenndinni. Hann opnaði varlega hurðina, ég hélt mig í fjarlægð. Hann bauðst til að koma og aðstoða mig, og sat ég á pallinum á bílnum hans, Það er ekki hægt að fara of varlega. En með hjálp bóndans tókst þetta og nýtt dekk komið undir. Klukkan hins vegar orðin of margt fyrir frekari könnunarleiðangra og leiðin lá á næsta gististað á Syðri Skörðugili. Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur 6 og 7: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. 31. mars 2020 12:00 Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Dagurinn hófst á Akureyri á Hotel Kea. Planið var að keyra í átt að Vestfjörðum og gista einhversstaðar á leiðinni. Veðrið var vont. Það blés. Það rigndi. Ég keyrði og batt vonir við að það myndi birta til. Þegar ég var að skríða upp Öxnadalsheiðina þá varð ég var við eyðibýli. Ég ákvað að svona dagur, blautur og hvass, væri góður dagur til brjóta aðeins upp með smá eyðibýlastússi. Klippa: Dagur 8 - Ferðalangur í eigin landi Ég klæddi mig upp og gekk í gegnum veðrið í átt að býlinu. Gangurinn var aðeins lengri en ég hafði gert mér grein fyrir. Vísir/Garpur Elísabetarson Kaldur og hrakinn komst ég og opnaði varlega dyrnar. Ég gekk um húsið, sem var í rústum. Ég hafði heyrt að þetta hús væri reimt og þó ég sé ekki hjátrúafullur að eðlisfari, þá stóð mér ekki á sama þegar ég gekk á mill tómra herbergja. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Ég yfirgaf húsið með hroll, hvort það hafi verið kuldahrollur eða drauga, skal ég ekki segja. Ég keyrði áfram, enn í þeirri von að það myndi sjást í bláan himinn. Svo fór að það gerðist. Allt í einu, sá ég fjöllin, hestanna, himininn. Ég elti sólina og endaði út í fjöru hjá Hvítserki, risastórt steinatröll sem stendur út í sjó. Fuglarnir flugu í kring og fjöldinn allur af selum lék sér undir honum. Ég stóð um stund og horfði á lífið í kringum tröllið áður en ég hélt aftur til baka. Það voru fleiri staðir sem mig langaði að skoða. Risastórt steinatröll Vísir/Garpur Elísabetarson Þegar ég hafði keyrt í smástund sprakk á bílnum. Þvílíkt vonleysi. Úti barði vindurinn hliðarnar á bílnum og ég neyddist til að fara út og vesenast í því. Ég barðist við að losa varadekkið undan jeppanum og á endanum gafst ég upp og leitaði á bónda í grenndinni. Hann opnaði varlega hurðina, ég hélt mig í fjarlægð. Hann bauðst til að koma og aðstoða mig, og sat ég á pallinum á bílnum hans, Það er ekki hægt að fara of varlega. En með hjálp bóndans tókst þetta og nýtt dekk komið undir. Klukkan hins vegar orðin of margt fyrir frekari könnunarleiðangra og leiðin lá á næsta gististað á Syðri Skörðugili. Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur 6 og 7: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. 31. mars 2020 12:00 Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Dagur 6 og 7: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. 31. mars 2020 12:00
Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00