Hreinsa hálfs tonns nammibar og bjóða heimsendingu ef keypt er kíló Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. apríl 2020 10:07 Nammibarinn hjá Iceland nýtur mikilla vinsælda. Þess vegna urðu margir svekktir þegar honum var lokað á dögunum vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Uppfært klukkan 18: Um aprílgabb var að ræða eins og má lesa nánar um hér. Upprunalega frétt má sjá að neðan. Verslunarkeðjan Iceland hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á heimsent sælgæti úr nammibarnum. Sökum kórónuveirufaraldursins þurfti Iceland líkt og fleiri verslanir að loka öllum nammibörum í forvarnarskyni. Hafa þó nokkrir viðskiptavinir lýst yfir vonbrigðum með lokun nammibaranna. „Við eigum dygga viðskiptavini sem hafa um árabil getað gengið að nammibarnum vísum og okkur þykir mjög leitt að hafa þurft að grípa til þessara aðgerða,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa Iceland býður viðskiptavinum upp á heimsendingu á vörum í versluninni. Hingað til hefur þó ekki verið boðið upp á heimsendingu úr nammibarnum. Það hefur ekki staðið til að sögn Ingibjargar en í ljósi þess að um hálft tonn af sælgæti úr nammibarnum situr á lager var ákveðið að bjóða viðskiptavinum upp á einstakt tilboð. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir er markaðsstjóri Samkaupa. „Við ætlum að bjóða viðskiptavinum sælgætið í heimsendingu. Við bjóðum kíló af nammi úr nammibarnum á þúsund krónur í heimsendingu,“ segir Ingibjörg. Hún viðurkennir að það sé auðvitað hagur verslunarinnar að selja sælgætið áður en síðasti neysludagur rennur upp. Engin leið sé að spá fyrir um hvenær nammibarinn verði opnaður aftur enda miklir óvissutímar. Hægt er að panta af nammibarnum á þessum frábæru kjörum, sem svarar til 80% afsláttar, með því að fara inn á heimsíðu Iceland, www.icelandbudir.is. Boðið er upp á brjóstsykur, karamellur, ávaxtahlaup, lakkrís og súkkulaði og þarf að taka fram hverjar þeirra nammitegunda eiga að rata í pokann. Þjónustan er eingöngu í boði á höfuðborgarsvæðinu. „Við ætlum að klára lagerinn í dag og höfum þetta þess vegna ódýrt. Vonandi kemur þetta að einhverju leyti til móts við viðskiptavini okkar. Við vonumst til að létta lund einhverra á þessum víðsjárverðu tímum,“ segir Ingibjörg. Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sælgæti Tengdar fréttir Nammilandsfarar brjáluðust þegar ódýra nammið var tekið fyrr úr sölu Sælgætisbörum í verslunum Hagkaups var lokað fyrr en áætlað var í kjölfar umfjöllunar um að verslanirnar væru að selja nammið þar á sérstökum afslætti rétt fyrir lokun. 30. mars 2020 16:31 Hagkaup lokar Nammilandi en býður fyrst 70 prósenta afslátt Heilbrigðisstarfsmann og lesanda Vísis rak í rogarstans þegar hann brá sér í Hagkaup í Skeifunni í kvöld. 29. mars 2020 00:16 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Sjá meira
Uppfært klukkan 18: Um aprílgabb var að ræða eins og má lesa nánar um hér. Upprunalega frétt má sjá að neðan. Verslunarkeðjan Iceland hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á heimsent sælgæti úr nammibarnum. Sökum kórónuveirufaraldursins þurfti Iceland líkt og fleiri verslanir að loka öllum nammibörum í forvarnarskyni. Hafa þó nokkrir viðskiptavinir lýst yfir vonbrigðum með lokun nammibaranna. „Við eigum dygga viðskiptavini sem hafa um árabil getað gengið að nammibarnum vísum og okkur þykir mjög leitt að hafa þurft að grípa til þessara aðgerða,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa Iceland býður viðskiptavinum upp á heimsendingu á vörum í versluninni. Hingað til hefur þó ekki verið boðið upp á heimsendingu úr nammibarnum. Það hefur ekki staðið til að sögn Ingibjargar en í ljósi þess að um hálft tonn af sælgæti úr nammibarnum situr á lager var ákveðið að bjóða viðskiptavinum upp á einstakt tilboð. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir er markaðsstjóri Samkaupa. „Við ætlum að bjóða viðskiptavinum sælgætið í heimsendingu. Við bjóðum kíló af nammi úr nammibarnum á þúsund krónur í heimsendingu,“ segir Ingibjörg. Hún viðurkennir að það sé auðvitað hagur verslunarinnar að selja sælgætið áður en síðasti neysludagur rennur upp. Engin leið sé að spá fyrir um hvenær nammibarinn verði opnaður aftur enda miklir óvissutímar. Hægt er að panta af nammibarnum á þessum frábæru kjörum, sem svarar til 80% afsláttar, með því að fara inn á heimsíðu Iceland, www.icelandbudir.is. Boðið er upp á brjóstsykur, karamellur, ávaxtahlaup, lakkrís og súkkulaði og þarf að taka fram hverjar þeirra nammitegunda eiga að rata í pokann. Þjónustan er eingöngu í boði á höfuðborgarsvæðinu. „Við ætlum að klára lagerinn í dag og höfum þetta þess vegna ódýrt. Vonandi kemur þetta að einhverju leyti til móts við viðskiptavini okkar. Við vonumst til að létta lund einhverra á þessum víðsjárverðu tímum,“ segir Ingibjörg.
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sælgæti Tengdar fréttir Nammilandsfarar brjáluðust þegar ódýra nammið var tekið fyrr úr sölu Sælgætisbörum í verslunum Hagkaups var lokað fyrr en áætlað var í kjölfar umfjöllunar um að verslanirnar væru að selja nammið þar á sérstökum afslætti rétt fyrir lokun. 30. mars 2020 16:31 Hagkaup lokar Nammilandi en býður fyrst 70 prósenta afslátt Heilbrigðisstarfsmann og lesanda Vísis rak í rogarstans þegar hann brá sér í Hagkaup í Skeifunni í kvöld. 29. mars 2020 00:16 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Sjá meira
Nammilandsfarar brjáluðust þegar ódýra nammið var tekið fyrr úr sölu Sælgætisbörum í verslunum Hagkaups var lokað fyrr en áætlað var í kjölfar umfjöllunar um að verslanirnar væru að selja nammið þar á sérstökum afslætti rétt fyrir lokun. 30. mars 2020 16:31
Hagkaup lokar Nammilandi en býður fyrst 70 prósenta afslátt Heilbrigðisstarfsmann og lesanda Vísis rak í rogarstans þegar hann brá sér í Hagkaup í Skeifunni í kvöld. 29. mars 2020 00:16