Þremur fjórðu Bandaríkjamanna skipað að halda sig heima Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. mars 2020 22:56 Ástandið er einna verst í New York-ríki. Vísir/Getty Um það bil þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum lúta nú, eða þurfa á næstu dögum að lúta, einhvers konar formi af samkomubanni. Ríki Bandaríkjanna eru nú flest hver farin að grípa til aðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. Þetta kemur fram í frétt BBC. Þar segir að Maryland, Virginia, Airzona og Tennessee hafi nýverið bæst í hóp þeirra ríkja sem skipað hafa íbúum sínum að halda sig heima fyrir. Alls hafa nú 32 af 50 ríkjum Bandaríkjanna gripið til svipaðra ráðstafana. Yfir 180 þúsund tilfelli veirunnar hafa nú greinst og yfir 3700 látið lífið. Hvergi hafa fleiri tilfelli greinst en í Bandaríkjunum. Faraldurinn hefur farið verst með New York-ríki, en þar hafa 1550 manns látið lífið. Um 245 milljónum Bandaríkjamanna hefur nú verið skipað að halda sig heima, eða eru í þann mund að fara að fá tilmæli um slíkt frá yfirvöldum í sínu ríki. Almennt er fólki þannig bannað að fara út, nema það sé til þess að sækja sér nauðsynjar, lyf og mögulega til hreyfingar. Þá hafa efnahagsáhrif faraldursins í Bandaríkjunum verið gríðarleg og milljónir manna þegar misst vinnuna. Seðlabanki Bandaríkjanna gerir þá ráð fyrir því að allt að 47 milljónir Bandaríkjamanna verði af störfum sínum á næstu mánuðum. Þá er ekki gert ráð fyrir að faraldurinn nái hámarki í Bandaríkjunum fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkrar vikur. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Vísir/Getty Ríkisstjórar undrandi á fullyrðingum forsetans Samkvæmt umfjöllun fréttastofu CBS átti Donald Trump Bandaríkjaforseti fjarfund með ríkisstjórum ríkjanna 50 í gær. Þar er hann sagður hafa fullyrt að ekki væri lengur skortur á prófum fyrir kórónuveirunni. CBS segjast hafa undir höndum hljóðupptöku frá fundinum. „Við höfum prófað fleiri en nokkuð annað ríki í heiminum. Við erum með frábær próf og erum að fá enn hraðvirkara próf í vikunni. Ég hef ekki heyrt af því að prófanir hafi verið vandamál,“ er haft eftir forsetanum. Þetta samrýmist þó ekki upplifun nokkurra ríkisstjóra sem BBC vitnar í. Einn þeirra er Steve Bullock, ríkisstjóri Montana. Hann segir að sá fjöldi prófa sem til eru í ríkinu sé ekki fullnægjandi. „Við erum bókstaflega einum degi frá því, ef við fáum ekki próf frá Sóttvarnanefnd Bandaríkjanna, að geta ekki prófað meira í Montana.“ Ríkisstjóri Washington, Jay Inslee, furðar sig á fullyrðingum Trump um fjölda prófa sem fyrir hendi eru. Jay Inslee, ríkisstjóri Washington, trúir því ekki að Trump viti ekki af skorti á prófum.Vísir/Getty „Það kemur mér verulega á óvart að einhver sem hefur aðgang að hvaða dagblaði sem er, útvarpi, samfélagsmiðlum eða öðru formi samskipta skuli ekki vita af þessum skorti á prófum. Ég er handviss um að Hvíta húsið veit fullvel af þessari brýnu þörf fyrir fleiri próf,“ segir Inslee. Segir minnst tíu fyrirtæki nú framleiða öndunarvélar Trump sagði í gær að Bandaríkin væru í góðri stöðu til að takast á við faraldurinn, og átti þá við þann fjölda öndunarvéla sem til eru í landinu til þess að taka á móti þeim COVID-19 sjúklingum sem mesta umönnun þurfa. Hann sagði að minnst tíu bandarísk fyrirtæki ynnu nú að framleiðslu á öndunarvélum, og að sumar þessara véla kynnu jafnvel að vera seldar úr landi. Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna víðs vegar um Bandaríkin hefur kvartað undan skorti á mikilvægum heilbrigðisvörum á borð við grímur og hanska, sem nota þarf til þess að draga úr smithættu þegar COVID-sjúklingar eru meðhöndlaðir. Sjálfur hefur Trump sakað einhverja ríkisstjóra um að hamstra slíkar vörur. Hann hefur þó ekki fært fram nein sönnunargögn fyrir þeirri ásökun. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira
Um það bil þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum lúta nú, eða þurfa á næstu dögum að lúta, einhvers konar formi af samkomubanni. Ríki Bandaríkjanna eru nú flest hver farin að grípa til aðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. Þetta kemur fram í frétt BBC. Þar segir að Maryland, Virginia, Airzona og Tennessee hafi nýverið bæst í hóp þeirra ríkja sem skipað hafa íbúum sínum að halda sig heima fyrir. Alls hafa nú 32 af 50 ríkjum Bandaríkjanna gripið til svipaðra ráðstafana. Yfir 180 þúsund tilfelli veirunnar hafa nú greinst og yfir 3700 látið lífið. Hvergi hafa fleiri tilfelli greinst en í Bandaríkjunum. Faraldurinn hefur farið verst með New York-ríki, en þar hafa 1550 manns látið lífið. Um 245 milljónum Bandaríkjamanna hefur nú verið skipað að halda sig heima, eða eru í þann mund að fara að fá tilmæli um slíkt frá yfirvöldum í sínu ríki. Almennt er fólki þannig bannað að fara út, nema það sé til þess að sækja sér nauðsynjar, lyf og mögulega til hreyfingar. Þá hafa efnahagsáhrif faraldursins í Bandaríkjunum verið gríðarleg og milljónir manna þegar misst vinnuna. Seðlabanki Bandaríkjanna gerir þá ráð fyrir því að allt að 47 milljónir Bandaríkjamanna verði af störfum sínum á næstu mánuðum. Þá er ekki gert ráð fyrir að faraldurinn nái hámarki í Bandaríkjunum fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkrar vikur. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Vísir/Getty Ríkisstjórar undrandi á fullyrðingum forsetans Samkvæmt umfjöllun fréttastofu CBS átti Donald Trump Bandaríkjaforseti fjarfund með ríkisstjórum ríkjanna 50 í gær. Þar er hann sagður hafa fullyrt að ekki væri lengur skortur á prófum fyrir kórónuveirunni. CBS segjast hafa undir höndum hljóðupptöku frá fundinum. „Við höfum prófað fleiri en nokkuð annað ríki í heiminum. Við erum með frábær próf og erum að fá enn hraðvirkara próf í vikunni. Ég hef ekki heyrt af því að prófanir hafi verið vandamál,“ er haft eftir forsetanum. Þetta samrýmist þó ekki upplifun nokkurra ríkisstjóra sem BBC vitnar í. Einn þeirra er Steve Bullock, ríkisstjóri Montana. Hann segir að sá fjöldi prófa sem til eru í ríkinu sé ekki fullnægjandi. „Við erum bókstaflega einum degi frá því, ef við fáum ekki próf frá Sóttvarnanefnd Bandaríkjanna, að geta ekki prófað meira í Montana.“ Ríkisstjóri Washington, Jay Inslee, furðar sig á fullyrðingum Trump um fjölda prófa sem fyrir hendi eru. Jay Inslee, ríkisstjóri Washington, trúir því ekki að Trump viti ekki af skorti á prófum.Vísir/Getty „Það kemur mér verulega á óvart að einhver sem hefur aðgang að hvaða dagblaði sem er, útvarpi, samfélagsmiðlum eða öðru formi samskipta skuli ekki vita af þessum skorti á prófum. Ég er handviss um að Hvíta húsið veit fullvel af þessari brýnu þörf fyrir fleiri próf,“ segir Inslee. Segir minnst tíu fyrirtæki nú framleiða öndunarvélar Trump sagði í gær að Bandaríkin væru í góðri stöðu til að takast á við faraldurinn, og átti þá við þann fjölda öndunarvéla sem til eru í landinu til þess að taka á móti þeim COVID-19 sjúklingum sem mesta umönnun þurfa. Hann sagði að minnst tíu bandarísk fyrirtæki ynnu nú að framleiðslu á öndunarvélum, og að sumar þessara véla kynnu jafnvel að vera seldar úr landi. Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna víðs vegar um Bandaríkin hefur kvartað undan skorti á mikilvægum heilbrigðisvörum á borð við grímur og hanska, sem nota þarf til þess að draga úr smithættu þegar COVID-sjúklingar eru meðhöndlaðir. Sjálfur hefur Trump sakað einhverja ríkisstjóra um að hamstra slíkar vörur. Hann hefur þó ekki fært fram nein sönnunargögn fyrir þeirri ásökun.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira