„Hélt að þetta yrði miklu stærra og umfangsmeira“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2020 20:31 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýna aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í dag harðlega. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. Aðgerðapakkinn var kynntur í Safnahúsinu klukkan fjögur í dag og var honum bætt ofan á fyrri aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var fyrir um mánuði síðan sem heyrði upp á 230 milljarða króna. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði að úrræðin hafi reynst vel hingað til en ljóst sé að ekki öllum fyrirtækjum verði bjargað. Síðustu vikur hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar bent á samráðsleysi og síðustu daga hafa margir þeirra lýst yfir vonum að tekin yrðu stór skref með aðgerðapakkanum. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti í dag yfir vonbrigðum en hún telur pakkann ekki nógu yfirgripsmikinn og að stærri skref hefði þurft að taka. „Við höfum smá áhyggjur af því að það er ennþá verið að einblína mikið á fyrirtækin, þó að þau séu auðvitað nauðsynleg og það þurfi að halda uppi atvinnustigi í landinu, þá höfum við óneitanlega áhyggjur af því að það er ekki nóg, að okkar mati, verið að mæta því tekjufalli sem heimilin eru að verða fyrir.“ „Við erum að leggja til hækkun atvinnuleysisbóta og það er mjög mikilvægt,“ bætti hún við. Þá sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, að hann hefði viljað sjá fleiri aðgerðir í þágu heimilanna en einnig hefði hann viljað sjá meira fyrir fyrirtækin í landinu. „Það er eitt og annað gott í þessu, hlutir sem hefur verið beðið eftir undanfarnar vikur, og við munum að sjálfsögðu styðja hvert einasta atriði sem horfir til úrbóta. Ég hélt, satt best að segja, að þetta yrði miklu stærra og umfangsmeira.“ „Það er eins og stjórnvöld séu stöðugt í því að bregðast við orðnum hlut og það komi þeim sífellt á óvart hvað þetta hefur mikil áhrif,“ sagði Sigmundur Davíð. „Mér fannst líka skrítið að sjá fjárhæðina sem er hugsuð fyrir fjölmiðla,“ sagði Helga Vala. „Þingið var jú búið að samþykkja 400 milljónir til fjölmiðla í síðustu fjárlögum og nú tala þau um 350 milljónir. Fjölmiðlar eru gríðarlega mikilvægir núna.“ „Þó að það séu þarna góð atriði eins og með félagsmálin þá eru það atriði sem væri þörf fyrir hvort eð er,“ sagði Sigmundur. „Viðbrögð stjórnvalda þurfa að vera til þess fallin að taka á mestu efnahagskrísu jafnvel aldarinnar og þau þurfa þá að vera umfangsmeiri, almennari og einfaldari en þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Rúmlega 3000 heimili hafa sótt um greiðslufrest hjá fjármálafyrirtækjum Um 3.300 heimili og rúmlega eitt þúsund fyrirtæki hafa fengið greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja segir mikið kapp lagt á að hjálpa fyrirtækjum í gegnum erfiðleika. 21. apríl 2020 20:00 Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56 Framlög til sprotafyrirtækja og nýsköpunar aukin Rúmir tveir milljarðar fara til sköpunar um 3.500 sumarstarfa fyrir námsmenn og smærri fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi verða boðnir styrkir. 21. apríl 2020 19:20 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. Aðgerðapakkinn var kynntur í Safnahúsinu klukkan fjögur í dag og var honum bætt ofan á fyrri aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var fyrir um mánuði síðan sem heyrði upp á 230 milljarða króna. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði að úrræðin hafi reynst vel hingað til en ljóst sé að ekki öllum fyrirtækjum verði bjargað. Síðustu vikur hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar bent á samráðsleysi og síðustu daga hafa margir þeirra lýst yfir vonum að tekin yrðu stór skref með aðgerðapakkanum. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti í dag yfir vonbrigðum en hún telur pakkann ekki nógu yfirgripsmikinn og að stærri skref hefði þurft að taka. „Við höfum smá áhyggjur af því að það er ennþá verið að einblína mikið á fyrirtækin, þó að þau séu auðvitað nauðsynleg og það þurfi að halda uppi atvinnustigi í landinu, þá höfum við óneitanlega áhyggjur af því að það er ekki nóg, að okkar mati, verið að mæta því tekjufalli sem heimilin eru að verða fyrir.“ „Við erum að leggja til hækkun atvinnuleysisbóta og það er mjög mikilvægt,“ bætti hún við. Þá sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, að hann hefði viljað sjá fleiri aðgerðir í þágu heimilanna en einnig hefði hann viljað sjá meira fyrir fyrirtækin í landinu. „Það er eitt og annað gott í þessu, hlutir sem hefur verið beðið eftir undanfarnar vikur, og við munum að sjálfsögðu styðja hvert einasta atriði sem horfir til úrbóta. Ég hélt, satt best að segja, að þetta yrði miklu stærra og umfangsmeira.“ „Það er eins og stjórnvöld séu stöðugt í því að bregðast við orðnum hlut og það komi þeim sífellt á óvart hvað þetta hefur mikil áhrif,“ sagði Sigmundur Davíð. „Mér fannst líka skrítið að sjá fjárhæðina sem er hugsuð fyrir fjölmiðla,“ sagði Helga Vala. „Þingið var jú búið að samþykkja 400 milljónir til fjölmiðla í síðustu fjárlögum og nú tala þau um 350 milljónir. Fjölmiðlar eru gríðarlega mikilvægir núna.“ „Þó að það séu þarna góð atriði eins og með félagsmálin þá eru það atriði sem væri þörf fyrir hvort eð er,“ sagði Sigmundur. „Viðbrögð stjórnvalda þurfa að vera til þess fallin að taka á mestu efnahagskrísu jafnvel aldarinnar og þau þurfa þá að vera umfangsmeiri, almennari og einfaldari en þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Rúmlega 3000 heimili hafa sótt um greiðslufrest hjá fjármálafyrirtækjum Um 3.300 heimili og rúmlega eitt þúsund fyrirtæki hafa fengið greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja segir mikið kapp lagt á að hjálpa fyrirtækjum í gegnum erfiðleika. 21. apríl 2020 20:00 Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56 Framlög til sprotafyrirtækja og nýsköpunar aukin Rúmir tveir milljarðar fara til sköpunar um 3.500 sumarstarfa fyrir námsmenn og smærri fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi verða boðnir styrkir. 21. apríl 2020 19:20 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Rúmlega 3000 heimili hafa sótt um greiðslufrest hjá fjármálafyrirtækjum Um 3.300 heimili og rúmlega eitt þúsund fyrirtæki hafa fengið greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja segir mikið kapp lagt á að hjálpa fyrirtækjum í gegnum erfiðleika. 21. apríl 2020 20:00
Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56
Framlög til sprotafyrirtækja og nýsköpunar aukin Rúmir tveir milljarðar fara til sköpunar um 3.500 sumarstarfa fyrir námsmenn og smærri fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi verða boðnir styrkir. 21. apríl 2020 19:20