Forgangsröðun í þágu fólks Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 21. apríl 2020 11:00 Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar ætlar sér nú stærri hluti en nokkru sinni fyrr í uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk. Meirihlutinn hefur löngum verið gagnrýndur fyrir hægagang og jafnvel sinnuleysi þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks, svo þessi umskipti eru sannarlega ánægjuleg. Stóru tíðindin eru þau að nú skal lagt upp með að fara í framkvæmdir á tveimur íbúðakjörnum í einu. Við í Garðabæjarlistanum fögnum því mjög að nú skuli gefið í, enda núverandi staða ekki forsvaranleg og brýnt að leysa úr hratt og vel. Sambýli af gamla skólanum eru því miður enn við lýði þrátt fyrir að sá kostur sé algjörlega óviðunandi. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er að það verði ekki tekið mið af reynslu til að mynda af búsetu í nýlegum búsetukjarna. Það blasir við að sama lausn hentar ekki öllum og mikilvægt að huga að þörfum þeirra einstaklinga sem á að byggja fyrir og bera virðingu fyrir þeim réttindum fatlaðra sjálfra að hafa skoðun á því hvernig hámarka megi lífsgæði þeirra. Fjölbreytileikinn í þessari atrennu snýr hins vegar fyrst og síðast að því hvað henti Garðabæ rekstrarlega. Meirihlutinn telur rétt að Garðabær reki annan búsetukjarnann, sem við fögnum mjög, því það að efla og styrkja inniviði sveitarfélagsins er fjárfesting til framtíðar og mikilvæg fjárfesting þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk. Á þessu kjörtímabili hefur minnihlutinn oftar en einu sinni setið undir ræðum bæjarstjóra um að sama lausnin henti alls ekki öllum, þegar talið berst að búsetukostum fyrir fatlaða. Þess vegna skyti það skökku við ef ráðast á í framkvæmdir, þar sem beinlínis er gert ráð fyrir að allir passi í sama mót. Það færi betur á því að líta til þess sem best hefur heppnast hjá öðrum sveitarfélögum þar sem reynsluna er að finna, þar sem búsetukjarnar eru t.d. hluti af fjölbýli, þar sem fólk óttast ekki að hugsa út fyrir boxið og þar sem væntanlegir íbúa eru hafðir með í ráðum. Fyrir hönd Garðabæjarlistans hvet ég meirihlutann, með bæjarstjórann í broddi fylkingar, til þess að taka mið af ráðleggingum sérfræðinga, hagsmunaaðila og notenda þessa búsetukosts. Hlutverk sveitarstjórna er að þjóna íbúum, öllu sveitarfélaginu til hagsbóta og framfara. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Félagsmál Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar ætlar sér nú stærri hluti en nokkru sinni fyrr í uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk. Meirihlutinn hefur löngum verið gagnrýndur fyrir hægagang og jafnvel sinnuleysi þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks, svo þessi umskipti eru sannarlega ánægjuleg. Stóru tíðindin eru þau að nú skal lagt upp með að fara í framkvæmdir á tveimur íbúðakjörnum í einu. Við í Garðabæjarlistanum fögnum því mjög að nú skuli gefið í, enda núverandi staða ekki forsvaranleg og brýnt að leysa úr hratt og vel. Sambýli af gamla skólanum eru því miður enn við lýði þrátt fyrir að sá kostur sé algjörlega óviðunandi. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er að það verði ekki tekið mið af reynslu til að mynda af búsetu í nýlegum búsetukjarna. Það blasir við að sama lausn hentar ekki öllum og mikilvægt að huga að þörfum þeirra einstaklinga sem á að byggja fyrir og bera virðingu fyrir þeim réttindum fatlaðra sjálfra að hafa skoðun á því hvernig hámarka megi lífsgæði þeirra. Fjölbreytileikinn í þessari atrennu snýr hins vegar fyrst og síðast að því hvað henti Garðabæ rekstrarlega. Meirihlutinn telur rétt að Garðabær reki annan búsetukjarnann, sem við fögnum mjög, því það að efla og styrkja inniviði sveitarfélagsins er fjárfesting til framtíðar og mikilvæg fjárfesting þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk. Á þessu kjörtímabili hefur minnihlutinn oftar en einu sinni setið undir ræðum bæjarstjóra um að sama lausnin henti alls ekki öllum, þegar talið berst að búsetukostum fyrir fatlaða. Þess vegna skyti það skökku við ef ráðast á í framkvæmdir, þar sem beinlínis er gert ráð fyrir að allir passi í sama mót. Það færi betur á því að líta til þess sem best hefur heppnast hjá öðrum sveitarfélögum þar sem reynsluna er að finna, þar sem búsetukjarnar eru t.d. hluti af fjölbýli, þar sem fólk óttast ekki að hugsa út fyrir boxið og þar sem væntanlegir íbúa eru hafðir með í ráðum. Fyrir hönd Garðabæjarlistans hvet ég meirihlutann, með bæjarstjórann í broddi fylkingar, til þess að taka mið af ráðleggingum sérfræðinga, hagsmunaaðila og notenda þessa búsetukosts. Hlutverk sveitarstjórna er að þjóna íbúum, öllu sveitarfélaginu til hagsbóta og framfara. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun