„Frábær tímasetning og tækifæri fyrir félög að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. apríl 2020 15:00 Arnar Þór Viðarsson er landsliðsþjálfari U21. vísir/bára Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, vonast til þess að íslensk félög sjái tækifæri á tímum kórónuveirunnar og láti yngri og efnilegri leikmenn fá enn meiri tækifæri en þeir hafa fengið nú þegar. Arnar Þór, sem einnig stýrir U21-árs landsliði Íslands, var í viðtali við Fótbolti.net í morgun. Í viðtalinu fer Arnar meðal annars yfir það hvort að einhver jákvæð teikn sé á lofti þrátt fyrir veiruna. „Never waste a good crisis” sagði Churchill. Þess vegna held ég að þetta gæti verið frábær tímasetning og tækifæri fyrir félög að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri. Ef að það er ekki til peningur til að ná í erlenda leikmenn þá er um að gera að henda okkar efnilegu leikmönnum út í djúpu laugina.“ „Flestir af þeim kunna að synda. Íslensku deildirnar eru uppeldisdeildir og það að spila við fullorðna leikmenn á unga aldri er það sem við getum átt fram yfir margar aðrar erlendar deildir,“ bætti Arnar við. Í viðtalinu kemur hann einnig inn á það að hann vonist til þess að landsleikir komist í eðlilegt horft í lok ársins. „Ég held að A-liðin okkar munu byrja að spila í september ásamt U21. Ég vona að það sama muni gilda fyrir yngri landsliðin okkar. Þetta kemur allt í ljós á næstu dögum og vikum. Ég er ásamt landsliðsþjálfurum yngri liðanna okkar að skipuleggja okkar starf næstu mánuðina án landsleikja.“ „Það er fullt sem að við getum gert til að bæta afreksstarfið okkar hjá KSÍ og í klúbbunum. Margir spennandi möguleikar sem að við erum að skoða og skipuleggja,“ sagði Arnar en í viðtalinu fer hann um víðan völl og ræðir meðal annars um Lokeren sem varð gjaldþrota í gær. Belgíska félagið hefur átt stóran þátt í lífi Arnars. Íslenski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, vonast til þess að íslensk félög sjái tækifæri á tímum kórónuveirunnar og láti yngri og efnilegri leikmenn fá enn meiri tækifæri en þeir hafa fengið nú þegar. Arnar Þór, sem einnig stýrir U21-árs landsliði Íslands, var í viðtali við Fótbolti.net í morgun. Í viðtalinu fer Arnar meðal annars yfir það hvort að einhver jákvæð teikn sé á lofti þrátt fyrir veiruna. „Never waste a good crisis” sagði Churchill. Þess vegna held ég að þetta gæti verið frábær tímasetning og tækifæri fyrir félög að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri. Ef að það er ekki til peningur til að ná í erlenda leikmenn þá er um að gera að henda okkar efnilegu leikmönnum út í djúpu laugina.“ „Flestir af þeim kunna að synda. Íslensku deildirnar eru uppeldisdeildir og það að spila við fullorðna leikmenn á unga aldri er það sem við getum átt fram yfir margar aðrar erlendar deildir,“ bætti Arnar við. Í viðtalinu kemur hann einnig inn á það að hann vonist til þess að landsleikir komist í eðlilegt horft í lok ársins. „Ég held að A-liðin okkar munu byrja að spila í september ásamt U21. Ég vona að það sama muni gilda fyrir yngri landsliðin okkar. Þetta kemur allt í ljós á næstu dögum og vikum. Ég er ásamt landsliðsþjálfurum yngri liðanna okkar að skipuleggja okkar starf næstu mánuðina án landsleikja.“ „Það er fullt sem að við getum gert til að bæta afreksstarfið okkar hjá KSÍ og í klúbbunum. Margir spennandi möguleikar sem að við erum að skoða og skipuleggja,“ sagði Arnar en í viðtalinu fer hann um víðan völl og ræðir meðal annars um Lokeren sem varð gjaldþrota í gær. Belgíska félagið hefur átt stóran þátt í lífi Arnars.
Íslenski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Sjá meira