Fólkið í einna mestri smithættu: Sumir ókurteisir en fá líka þakkir fyrir að standa vaktina Stefán Árni Pálsson skrifar 21. apríl 2020 11:30 Fólk í heilbrigðisgeiranum, læknar, hjúkrunarfræðingar og fleiri hafa staðið sig gríðarlega vel í faraldrinum svo ekki sé talað um þríeykið Ölmu Möller, Þórólf Guðnason og Víði Reynisson. Starfsfólk margra annarra greina hefur einnig staðið vaktina og má þar nefna starfsfólk matvöruverslana sem er í mikilli hættu á að smitast, stendur þó vaktina og sér til þess að við sjáum ekki tómar hillur eins og gerst hefur víða. Í Íslandi í dag hitti Sindri Sindrason þetta fólk, heyrði sögur af viðskiptavinum, í hverju starfsfólk er að lenda, hvernig andrúmsloftið er, hvort viðskiptavinir séu að fara eftir reglum og hvað gerist ef viðskiptavinir neita að fara eftir þeim. „Þetta er ótrúlega skrýtið ástand en ég finn það að fólk er orðið almennt kurteisara,“ segir Tómas Ó. Malmberg, starfsmaður Nettó, og bætir við. „Það kemur alltaf einn og einn sem hefur bara dottið vitlausu megin fram úr rúminu, því miður. Þeir eru alltaf til en almennt hefur fólk verið yfirmátta kurteist.“ „Maður fær jafnvel þakkir fyrir að standa vaktina og mér þykir voðalega vænt um það. Sumir lifa í ótta „Þetta hefur bara gengið þokkalega vel. Þetta og góð verslun alla dagana og fólk er aðallega að kaupa í mat. Einnig spil og leikföng og allir heima að skemmta sér,“ segir Gunnar Steinn Þórsson, verslunarstjóri Hagkaups. „Já og nei. Það eru sumir kannski stressaðri en aðrir og sumir lifa kannski smá í ótta. Við vinnum bara með það. Ég er ekki hræddur við að smitast en þetta er bara upp á öryggis,“ segir Milan Medic, starfsmaður Nettó, sem er ávallt í hönskum. „Við sem erum í búðinni þurfum að passa extra vel upp á fjarlægðina við kúnnann og upp á handþvottinn,“ segir Magnús Gunnarsson, verslunarstjóri hjá Bónus. „Flestir eru kurteisir. Sumum finnst óþægilegt þegar maður labbar inn í búð og víkur svona kannski smá frá þér,“ segir Marín Imma Richards, starfsmaður hjá Hagkaup. „Það er einn og einn sem vill ekki spritta sig og segir kannski ha? Af hverju? Og ég svara þá oftast, horfir þú ekki á fréttir elskan,“ segir Ingibjörg Eir Sigurðardóttir, öryggisvörður í Bónus. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Verslun Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Fólk í heilbrigðisgeiranum, læknar, hjúkrunarfræðingar og fleiri hafa staðið sig gríðarlega vel í faraldrinum svo ekki sé talað um þríeykið Ölmu Möller, Þórólf Guðnason og Víði Reynisson. Starfsfólk margra annarra greina hefur einnig staðið vaktina og má þar nefna starfsfólk matvöruverslana sem er í mikilli hættu á að smitast, stendur þó vaktina og sér til þess að við sjáum ekki tómar hillur eins og gerst hefur víða. Í Íslandi í dag hitti Sindri Sindrason þetta fólk, heyrði sögur af viðskiptavinum, í hverju starfsfólk er að lenda, hvernig andrúmsloftið er, hvort viðskiptavinir séu að fara eftir reglum og hvað gerist ef viðskiptavinir neita að fara eftir þeim. „Þetta er ótrúlega skrýtið ástand en ég finn það að fólk er orðið almennt kurteisara,“ segir Tómas Ó. Malmberg, starfsmaður Nettó, og bætir við. „Það kemur alltaf einn og einn sem hefur bara dottið vitlausu megin fram úr rúminu, því miður. Þeir eru alltaf til en almennt hefur fólk verið yfirmátta kurteist.“ „Maður fær jafnvel þakkir fyrir að standa vaktina og mér þykir voðalega vænt um það. Sumir lifa í ótta „Þetta hefur bara gengið þokkalega vel. Þetta og góð verslun alla dagana og fólk er aðallega að kaupa í mat. Einnig spil og leikföng og allir heima að skemmta sér,“ segir Gunnar Steinn Þórsson, verslunarstjóri Hagkaups. „Já og nei. Það eru sumir kannski stressaðri en aðrir og sumir lifa kannski smá í ótta. Við vinnum bara með það. Ég er ekki hræddur við að smitast en þetta er bara upp á öryggis,“ segir Milan Medic, starfsmaður Nettó, sem er ávallt í hönskum. „Við sem erum í búðinni þurfum að passa extra vel upp á fjarlægðina við kúnnann og upp á handþvottinn,“ segir Magnús Gunnarsson, verslunarstjóri hjá Bónus. „Flestir eru kurteisir. Sumum finnst óþægilegt þegar maður labbar inn í búð og víkur svona kannski smá frá þér,“ segir Marín Imma Richards, starfsmaður hjá Hagkaup. „Það er einn og einn sem vill ekki spritta sig og segir kannski ha? Af hverju? Og ég svara þá oftast, horfir þú ekki á fréttir elskan,“ segir Ingibjörg Eir Sigurðardóttir, öryggisvörður í Bónus. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Verslun Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira