Veður

Allt að fimmtán stiga hiti í dag

Andri Eysteinsson skrifar
Spáð er 15 stiga hita á nokkrum stöðum á landinu, þar á meðal á Kirkjubæjarklaustri.
Spáð er 15 stiga hita á nokkrum stöðum á landinu, þar á meðal á Kirkjubæjarklaustri. Vísir/Viilhelm

Spáð er allt að 15 stiga hita á landinu í dag. Suðaustan strekkingur og væta verður ráðandi sunnan- og vestanlands í dag en annars hægur vindur og bjartviðri. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðufræðings á vef Veðurstofunnar.

Í kvöld mun draga úr úrkomu og lægja. Í vikunni verða vindar hægir, bjart með köflum og milt vorveður í öllum landshlutum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Hæg suðlæg eða breytileg átt. Dálítil rigning eða súld suðvestan til í fyrstu en styttir upp fyrir hádegi. Skýjað með köflum og þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 4 til 11 stig að deginum, hlýjast suðaustanlands.

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):

Hæg suðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 3 til 10 stig að deginum, hlýjast sunnan til.

Á föstudag:

Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Rigning með köflum sunnan- og vestan til en annars bjart að mestu. Hiti víða 3 til 8 stig.

Á laugardag:

Fremur hæg vestlæg átt og bjart með köflum en að mestu skýjað um norðanaustanvert landið. Hiti 2 til 7 stig en að 12 stigum syðst.

Á sunnudag:

Stíf suðlæg átt og dálítil rigning vestan til, annars hæg vestlæg átt og bjart með köflum. Hiti 3 til 10 stig.

Á mánudag:

Útlit fyrir sunnanátt, skýjað með köflum, en að mestu þurrt. Hlýtt í veðri.

Hitastig á landinu klukkan 16 í dag.Veðurstofan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×