Víðtæk jafnréttissjónarmið Sævar Þór Jónsson skrifar 30. mars 2020 16:30 Eitt af stærstu framfarasporum sem við höfum tekið á undanförnum áratugum er að reyna að tryggja jöfn hlutföll kynjanna við opinberar ráðningar og á fleiri sviðum. Við höfum séð það undanfarin ár að litið er í ríkari mæli til kynjahlutfalla þegar kemur að ráðningum og skipunum í mikilvæg störf og stöður í þjóðfélaginu. Þegar hæfi og færni viðkomandi sleppir, sem er alltaf grundvallar útgangspunkturinn við ráðningar, þá koma önnur veigamikil viðmið, eins og kynjahlutföll og jafnrétti, til skoðunar. Í öðrum lýðræðisríkjum sem vilja kenna sig við mannréttindi hafa þessi sjónarmið verið tekin í víðara samhengi, sérstaklega þegar kemur að skipunum í opinberar stöður. Í einhverjum mæli hefur það aukist að litið sé til jafnréttis í víðtækum skilningi. Í þessu samhengi er mikilvægt að skilja hvaða tilgangi reglur um kynjakvóta þjóna og mikilvægi þess að fjölbreytt sjónarmið komist að. Einsleitni innan starfsstétta hefur verið talinn líklegri til að ala af sér ógagnsæi, óheilbrigða starfshætti og jafnvel spillingu. Ef við lítum til jafnréttis í víðtækjum skilningi þá er ekki bara hlutfall kynja sem getur haft áhrif heldur einnig aðrir þættir eins og t.d. kynhneigð. Hér horfi ég eingöngu til kynja og kynhneigðar sem ég tel geta skipta máli þegar kemur að öðrum veigamiklum viðmiðum við opinberar ráðningar og skipanir, öðrum en hæfi og færni þeirra sem í hlut eiga. Í þessu samhengi er kynjakvótinn útilokandi og getur í raun gefið ranga mynd af umsækjendum. Ímynda má sér dæmi þar sem tveir umsækjendur koma til greina að sitthvoru kyni og bæði eru metin jafnhæf. Þá ber að ráða umsækjandann af því kyni sem hallar á í viðkomandi starfsstétt. En hvað ef hinn umsækjandinn er t.d. samkynhneigður, tilheyrir sá umsækjandi þá ekki minnihlutahóp umfram hefðbundin kynjasjónarmið sem skv. jafnréttissjónarmiðum nútímans ætti að taka tillit til. Ég tel rétt að árétta að undir þetta falla ekki skoðanir, eins og trúar-, lífs- og stjórnmálaskoðanir, heldur er hér verið að ræða málefni tengd viðtæku janfrétti. Með því þrönga sjónarhorni sem við búum við í þessum efnum í dag er verið að útiloka ákveðna breidd í ráðningaferlinu og ekki litið til sjónarmiða sem eiga rétt á sér og falla undir jafnrétti í víðtækum skilningi. Í lýðræðis samfélögum skiptir máli að minnihlutinn hafi rödd og að við séum með sem mestu breidd í ábyrgðarstöðum fyrir hið opinbera enda getur það skipt máli við úrlausn og framvindu ýmissa mála sem þarf að leysa úr. Þetta skilja allir sem vilja enda ljóst að einsleitni er samfélaginu ekki til góðs. Líkt og það skiptir okkur máli að hafa jöfn hlutföll kynja á flestum sviðum þá þarf líka að horfa til annarra þátta eins til að tryggja að sú breidd nái út á öll svið samfélags okkar og að fjölbreytni ríki við stjórnun samfélags okkar. Hugmyndafræði þessi er ekki ný og hafa stofnanir t.d. í Bandaríkjunum tekið mun víðari nálgun í viðmiðum við ákvörðun um stöðuveitingar, þ.m.t. kynhneigð og kynþáttar svo dæmi sé tekið. Stjórnmálaflokkar mættu einnig taka þetta til sin og sýna gott fordæmi, of mikil einsleitni innan stjórnmálaflokka getur líka haft neikvæð áhrif og jafnvel staðið því í vegi að málefni fái réttmæta umræðu. Það er staðreynd að hefðbundin kynjaviðmið eru ekki nóg til að tryggja réttindi allra að jöfnum möguleikum þegar kemur að stöðuveitingum. Hér er undirritaður eingöngu að vekja athygli á umræðu um að útvíkka nálgun við mat á ráðningum í opinbera stöður enda þarf hið opinbera að sýna gott fordæmi þegar kemur að gefa flestum tækifæri og tryggja jafnrétti í víðum skilningi. Höfundur er lögmaður/MBA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Sævar Þór Jónsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af stærstu framfarasporum sem við höfum tekið á undanförnum áratugum er að reyna að tryggja jöfn hlutföll kynjanna við opinberar ráðningar og á fleiri sviðum. Við höfum séð það undanfarin ár að litið er í ríkari mæli til kynjahlutfalla þegar kemur að ráðningum og skipunum í mikilvæg störf og stöður í þjóðfélaginu. Þegar hæfi og færni viðkomandi sleppir, sem er alltaf grundvallar útgangspunkturinn við ráðningar, þá koma önnur veigamikil viðmið, eins og kynjahlutföll og jafnrétti, til skoðunar. Í öðrum lýðræðisríkjum sem vilja kenna sig við mannréttindi hafa þessi sjónarmið verið tekin í víðara samhengi, sérstaklega þegar kemur að skipunum í opinberar stöður. Í einhverjum mæli hefur það aukist að litið sé til jafnréttis í víðtækum skilningi. Í þessu samhengi er mikilvægt að skilja hvaða tilgangi reglur um kynjakvóta þjóna og mikilvægi þess að fjölbreytt sjónarmið komist að. Einsleitni innan starfsstétta hefur verið talinn líklegri til að ala af sér ógagnsæi, óheilbrigða starfshætti og jafnvel spillingu. Ef við lítum til jafnréttis í víðtækjum skilningi þá er ekki bara hlutfall kynja sem getur haft áhrif heldur einnig aðrir þættir eins og t.d. kynhneigð. Hér horfi ég eingöngu til kynja og kynhneigðar sem ég tel geta skipta máli þegar kemur að öðrum veigamiklum viðmiðum við opinberar ráðningar og skipanir, öðrum en hæfi og færni þeirra sem í hlut eiga. Í þessu samhengi er kynjakvótinn útilokandi og getur í raun gefið ranga mynd af umsækjendum. Ímynda má sér dæmi þar sem tveir umsækjendur koma til greina að sitthvoru kyni og bæði eru metin jafnhæf. Þá ber að ráða umsækjandann af því kyni sem hallar á í viðkomandi starfsstétt. En hvað ef hinn umsækjandinn er t.d. samkynhneigður, tilheyrir sá umsækjandi þá ekki minnihlutahóp umfram hefðbundin kynjasjónarmið sem skv. jafnréttissjónarmiðum nútímans ætti að taka tillit til. Ég tel rétt að árétta að undir þetta falla ekki skoðanir, eins og trúar-, lífs- og stjórnmálaskoðanir, heldur er hér verið að ræða málefni tengd viðtæku janfrétti. Með því þrönga sjónarhorni sem við búum við í þessum efnum í dag er verið að útiloka ákveðna breidd í ráðningaferlinu og ekki litið til sjónarmiða sem eiga rétt á sér og falla undir jafnrétti í víðtækum skilningi. Í lýðræðis samfélögum skiptir máli að minnihlutinn hafi rödd og að við séum með sem mestu breidd í ábyrgðarstöðum fyrir hið opinbera enda getur það skipt máli við úrlausn og framvindu ýmissa mála sem þarf að leysa úr. Þetta skilja allir sem vilja enda ljóst að einsleitni er samfélaginu ekki til góðs. Líkt og það skiptir okkur máli að hafa jöfn hlutföll kynja á flestum sviðum þá þarf líka að horfa til annarra þátta eins til að tryggja að sú breidd nái út á öll svið samfélags okkar og að fjölbreytni ríki við stjórnun samfélags okkar. Hugmyndafræði þessi er ekki ný og hafa stofnanir t.d. í Bandaríkjunum tekið mun víðari nálgun í viðmiðum við ákvörðun um stöðuveitingar, þ.m.t. kynhneigð og kynþáttar svo dæmi sé tekið. Stjórnmálaflokkar mættu einnig taka þetta til sin og sýna gott fordæmi, of mikil einsleitni innan stjórnmálaflokka getur líka haft neikvæð áhrif og jafnvel staðið því í vegi að málefni fái réttmæta umræðu. Það er staðreynd að hefðbundin kynjaviðmið eru ekki nóg til að tryggja réttindi allra að jöfnum möguleikum þegar kemur að stöðuveitingum. Hér er undirritaður eingöngu að vekja athygli á umræðu um að útvíkka nálgun við mat á ráðningum í opinbera stöður enda þarf hið opinbera að sýna gott fordæmi þegar kemur að gefa flestum tækifæri og tryggja jafnrétti í víðum skilningi. Höfundur er lögmaður/MBA
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar