Víðir útskýrði mistökin sín: Hið besta fólk sem ég þekki fékk mikinn skít yfir sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2020 10:00 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, viðurkennir að hann hafi verið kannski svolítið neikvæður á síðustu fundum. vísir/vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, er búinn að viðurkenna mistök í gær þegar hann sakaði íþróttafélög um að vera með skipulagðar æfingar í samkomubanni. Hann útskýrði þetta frekar „Í Bítinu“ á Stöð 2 Sport, Bylgjunni og Vísi í morgun. Heimir Karlsson og Gunnlaugur Helgason fengu Víðir Reynisson í heimsókn til sín en fram undan er enn einn krefjandi vika hjá honum. Víðir byrjaði á því að útskýra misskilning sinn frá því í gærdag. Hann fékk þá myndir þar sem mátti sjá fjölda krakka vera í fótbolta á gervigrasvelli síns félags. „Við fengum tilkynningar eins og við fáum á hverjum einasta degi í gegn Facebook síðuna okkar. Við fengum með því myndir sem maður greip eiginlega á hlaupum fyrir blaðamannafundinn í gær. Ég verð að viðurkenna, eins og ég sagði í gærkvöldi, að það fauk aðeins í mig að horfa á þetta,“ sagði Víðir Reynisson. „Við höfum verið í góðum samskiptum við íþróttafélögin og ég bara skildi það ekki hvernig þetta ætti sér stað og það væri með þessar æfingar. Við fengum myndir frá æfingasvæðunum hjá fjórum félögum,“ sagði Víðir og hann skammaði félögin á blaðamannfundinum. Frá fótboltaæfingu.Vísir/Hanna „Ég segi þetta á blaðamannafundinum en síðan förum við að skoða þetta betur eftir fundinn og ég fer líka að fá símhringingar frá félögunum sem eru miður sín og að sjá þessar myndir sjálf,“ sagði Víðir. „Það kemur bara í ljós þegar við skoðum þetta að þetta eru þessir gervigrasvellir sem eru opnir. Þeir eru bara ólæstir eins og þeir hafa alltaf verið. Þarna eru bara krakkar sem vilja leika sér og líka mikið af krökkum sem eru metnaðarfull í sinni íþrótt og vilja æfa,“ sagði Víðir. „Ég var í samskiptum við fólk í gær sem fékk miklar ákúrur og besta fólk sem ég þekki sem fékk mikinn skít yfir sig á samfélagsmiðlum í gær. Það kemur svo í ljós að þetta er ekkert skipulagt og félögin eru að standa sig og þau vilja standa sig,“ sagði Víðir. Hvernig koma menn í veg fyrir svona ástand? „Ég held að við gerum það ekki nema með því að halda áfram að tala við krakkana og íþróttafélögin ætla koma í það með okkur að senda skilaboð til sinna iðkenda um að passa þetta og vera ekki að hópast of mörg saman,“ sagði Víðir. Víður Reynisson leikur sér með boltann á æfingu hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í Gelendzik á HM í Rússlandi í júní 2018.Vísir/Vilhelm „Fótboltavellir eru stórir og það er ekkert mál að koma sér fyrir tveir, þrír, fjórir saman og gera æfingar án þess að vera í kös. Eins og var í Fagralundi í gær þar sem var verið að ásaka Breiðablik um að vera með 50 krakka á æfingu þá var þetta ekki tengt Breiðablik nema því að krakkarnir mæta stolt í sínum íþróttafatnaði merktum sínu félagi,“ sagði Víðir. „Svona verða sögurnar til og við verðum, eða ég, því það eru ekkert við í þessu. Ég gerði þessi mistök að taka þetta upp. Við lærum af þessu. Við þurfum að fá krakkana til að skilja þetta betur,“ sagði Víðir en það má heyra allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Bítið - Víðir Reynisson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Heimir Hallgríms: Farið vel með Víði því það er bara til eitt svona eintak í heiminum Heimir Hallgrímsson þekkir vel til Víðis Reynissonar síðan að þeir unnu mikið saman með íslenska landsliðinu í fótbolta. Þeir koma líka báðir úr sama árang í Vestmannaeyjum. 30. mars 2020 09:00 Víðir biðst afsökunar: „Í dag gerði ég mistök“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi gert mistök á blaðamannafundi dagsins þar sem hann greindi frá því að fjögur íþróttafélög hafi stundað æfingar í æfingabanninu sem nú stendur yfir. 29. mars 2020 20:11 Framkvæmdarstjóri Breiðabliks blæs á sögusagnir um æfingar innan félagsins Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að það sé ekki rétt að innan veggja félagsins fari fram skipulagðar æfingar. Þetta segir hann í samtali við Fótbolti.net 29. mars 2020 18:01 Dæmi um að íþróttafélög virði ekki samkomubann - 50 manna æfing Dæmi eru um að íslensk íþróttafélög virði ekki samkomubann sem er í gildi hér á landi. 29. mars 2020 14:45 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, er búinn að viðurkenna mistök í gær þegar hann sakaði íþróttafélög um að vera með skipulagðar æfingar í samkomubanni. Hann útskýrði þetta frekar „Í Bítinu“ á Stöð 2 Sport, Bylgjunni og Vísi í morgun. Heimir Karlsson og Gunnlaugur Helgason fengu Víðir Reynisson í heimsókn til sín en fram undan er enn einn krefjandi vika hjá honum. Víðir byrjaði á því að útskýra misskilning sinn frá því í gærdag. Hann fékk þá myndir þar sem mátti sjá fjölda krakka vera í fótbolta á gervigrasvelli síns félags. „Við fengum tilkynningar eins og við fáum á hverjum einasta degi í gegn Facebook síðuna okkar. Við fengum með því myndir sem maður greip eiginlega á hlaupum fyrir blaðamannafundinn í gær. Ég verð að viðurkenna, eins og ég sagði í gærkvöldi, að það fauk aðeins í mig að horfa á þetta,“ sagði Víðir Reynisson. „Við höfum verið í góðum samskiptum við íþróttafélögin og ég bara skildi það ekki hvernig þetta ætti sér stað og það væri með þessar æfingar. Við fengum myndir frá æfingasvæðunum hjá fjórum félögum,“ sagði Víðir og hann skammaði félögin á blaðamannfundinum. Frá fótboltaæfingu.Vísir/Hanna „Ég segi þetta á blaðamannafundinum en síðan förum við að skoða þetta betur eftir fundinn og ég fer líka að fá símhringingar frá félögunum sem eru miður sín og að sjá þessar myndir sjálf,“ sagði Víðir. „Það kemur bara í ljós þegar við skoðum þetta að þetta eru þessir gervigrasvellir sem eru opnir. Þeir eru bara ólæstir eins og þeir hafa alltaf verið. Þarna eru bara krakkar sem vilja leika sér og líka mikið af krökkum sem eru metnaðarfull í sinni íþrótt og vilja æfa,“ sagði Víðir. „Ég var í samskiptum við fólk í gær sem fékk miklar ákúrur og besta fólk sem ég þekki sem fékk mikinn skít yfir sig á samfélagsmiðlum í gær. Það kemur svo í ljós að þetta er ekkert skipulagt og félögin eru að standa sig og þau vilja standa sig,“ sagði Víðir. Hvernig koma menn í veg fyrir svona ástand? „Ég held að við gerum það ekki nema með því að halda áfram að tala við krakkana og íþróttafélögin ætla koma í það með okkur að senda skilaboð til sinna iðkenda um að passa þetta og vera ekki að hópast of mörg saman,“ sagði Víðir. Víður Reynisson leikur sér með boltann á æfingu hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í Gelendzik á HM í Rússlandi í júní 2018.Vísir/Vilhelm „Fótboltavellir eru stórir og það er ekkert mál að koma sér fyrir tveir, þrír, fjórir saman og gera æfingar án þess að vera í kös. Eins og var í Fagralundi í gær þar sem var verið að ásaka Breiðablik um að vera með 50 krakka á æfingu þá var þetta ekki tengt Breiðablik nema því að krakkarnir mæta stolt í sínum íþróttafatnaði merktum sínu félagi,“ sagði Víðir. „Svona verða sögurnar til og við verðum, eða ég, því það eru ekkert við í þessu. Ég gerði þessi mistök að taka þetta upp. Við lærum af þessu. Við þurfum að fá krakkana til að skilja þetta betur,“ sagði Víðir en það má heyra allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Bítið - Víðir Reynisson
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Heimir Hallgríms: Farið vel með Víði því það er bara til eitt svona eintak í heiminum Heimir Hallgrímsson þekkir vel til Víðis Reynissonar síðan að þeir unnu mikið saman með íslenska landsliðinu í fótbolta. Þeir koma líka báðir úr sama árang í Vestmannaeyjum. 30. mars 2020 09:00 Víðir biðst afsökunar: „Í dag gerði ég mistök“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi gert mistök á blaðamannafundi dagsins þar sem hann greindi frá því að fjögur íþróttafélög hafi stundað æfingar í æfingabanninu sem nú stendur yfir. 29. mars 2020 20:11 Framkvæmdarstjóri Breiðabliks blæs á sögusagnir um æfingar innan félagsins Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að það sé ekki rétt að innan veggja félagsins fari fram skipulagðar æfingar. Þetta segir hann í samtali við Fótbolti.net 29. mars 2020 18:01 Dæmi um að íþróttafélög virði ekki samkomubann - 50 manna æfing Dæmi eru um að íslensk íþróttafélög virði ekki samkomubann sem er í gildi hér á landi. 29. mars 2020 14:45 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Heimir Hallgríms: Farið vel með Víði því það er bara til eitt svona eintak í heiminum Heimir Hallgrímsson þekkir vel til Víðis Reynissonar síðan að þeir unnu mikið saman með íslenska landsliðinu í fótbolta. Þeir koma líka báðir úr sama árang í Vestmannaeyjum. 30. mars 2020 09:00
Víðir biðst afsökunar: „Í dag gerði ég mistök“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi gert mistök á blaðamannafundi dagsins þar sem hann greindi frá því að fjögur íþróttafélög hafi stundað æfingar í æfingabanninu sem nú stendur yfir. 29. mars 2020 20:11
Framkvæmdarstjóri Breiðabliks blæs á sögusagnir um æfingar innan félagsins Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að það sé ekki rétt að innan veggja félagsins fari fram skipulagðar æfingar. Þetta segir hann í samtali við Fótbolti.net 29. mars 2020 18:01
Dæmi um að íþróttafélög virði ekki samkomubann - 50 manna æfing Dæmi eru um að íslensk íþróttafélög virði ekki samkomubann sem er í gildi hér á landi. 29. mars 2020 14:45