Di María fékk bréf frá Real fyrir úrslitaleik HM 2014 sem hann reif í tætlur Anton Ingi Leifsson skrifar 30. mars 2020 16:00 Létt yfir Di Maria í upphitun fyrir leik hjá PSG. Hann fékk óvænt bréf sumarið 2014 er hann var staddur á HM. vísir/getty Angel Di Maria, leikmaður PSG og argentínska landsliðsins, greinir frá því í samtali við fjölmiðilinn Telefe í heimalandinu að Real Madrid hafi sent honum skilaboð fyrir úrslitaleikinn á HM 2014 gegn Þýskalandi og reynt að fá hann til þess að sleppa að spila leikinn. Di Maria átti góðu gengi að fagna hjá Real frá því að hann kom til félagsins frá 2014 en í miðju HM fór að anda köldu á milli Argentínumannsins og Real sem endaði með áðurnefndu bréfi. „Ég meiddist gegn Belgíu og ég var einungis 90%. Lappirnar voru ekki klárar í leikinn en ég vildi gjarnan spila. Mér var alveg sama um hvort að ég myndi aldrei spila aftur. Ég fékk að vita að meiðslin gætu versnað en þetta var úrslitaleikur HM,“ sagði Di Maria og aðspurður út í bréfið svaraði hann: „Ég vissi að þeir vildu selja mig. Og svo kom bréfið. Daniel Martinez, framkvæmdarstjóri landsliðsins, sagði að þetta var frá Real en ég vildi ekki einu sinni kíkja á það. Ég reif það í tætlur. Ég ákvað að fá sprautu og vildi reyna en eftir fund þá ákvað Alejandro Sabella, landsliðsþjálfari, að spila Enzo Perez í staðinn.“ Di Maria kom ekki inn á í leiknum sem endaði með 1-0 sigri Þýskalands. Síðar um sumarið var hann svo seldur til Manchester United þar sem hann náði ekki að sýna sitt rétta andlit og er nú kominn í frönsku höfuðborgina. Angel Di Maria on receiving a letter from Real Madrid telling him to miss the 2014 World Cup final."My leg wasn't right but I wanted to play, I didn't care if I never played football again. Real wanted to sell me. I didn't even want to look at the letter, I tore it up." pic.twitter.com/fSfG1OF0UW— Goal India (@Goal_India) March 30, 2020 Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira
Angel Di Maria, leikmaður PSG og argentínska landsliðsins, greinir frá því í samtali við fjölmiðilinn Telefe í heimalandinu að Real Madrid hafi sent honum skilaboð fyrir úrslitaleikinn á HM 2014 gegn Þýskalandi og reynt að fá hann til þess að sleppa að spila leikinn. Di Maria átti góðu gengi að fagna hjá Real frá því að hann kom til félagsins frá 2014 en í miðju HM fór að anda köldu á milli Argentínumannsins og Real sem endaði með áðurnefndu bréfi. „Ég meiddist gegn Belgíu og ég var einungis 90%. Lappirnar voru ekki klárar í leikinn en ég vildi gjarnan spila. Mér var alveg sama um hvort að ég myndi aldrei spila aftur. Ég fékk að vita að meiðslin gætu versnað en þetta var úrslitaleikur HM,“ sagði Di Maria og aðspurður út í bréfið svaraði hann: „Ég vissi að þeir vildu selja mig. Og svo kom bréfið. Daniel Martinez, framkvæmdarstjóri landsliðsins, sagði að þetta var frá Real en ég vildi ekki einu sinni kíkja á það. Ég reif það í tætlur. Ég ákvað að fá sprautu og vildi reyna en eftir fund þá ákvað Alejandro Sabella, landsliðsþjálfari, að spila Enzo Perez í staðinn.“ Di Maria kom ekki inn á í leiknum sem endaði með 1-0 sigri Þýskalands. Síðar um sumarið var hann svo seldur til Manchester United þar sem hann náði ekki að sýna sitt rétta andlit og er nú kominn í frönsku höfuðborgina. Angel Di Maria on receiving a letter from Real Madrid telling him to miss the 2014 World Cup final."My leg wasn't right but I wanted to play, I didn't care if I never played football again. Real wanted to sell me. I didn't even want to look at the letter, I tore it up." pic.twitter.com/fSfG1OF0UW— Goal India (@Goal_India) March 30, 2020
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira