Framlengir gildistíma reglna vegna kórónuveiru út apríl Atli Ísleifsson skrifar 30. mars 2020 06:46 Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði áður sagt að mögulega væri hægt að losa um reglur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar um páska. Vísir/Vilhelm Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að framlengja gildistíma aðgerða og reglna, sem ætlaðar eru til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, út apríl. Trump hafði áður gefið í skyn að hægt yrði að losa um reglurnar um páska, það er um miðjan apríl. Trump sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi að faraldurinn myndi líklega ná hámarki í landinu eftir tvær vikur, eða um miðjan apríl. Sagði forsetinn að því betur sem Bandaríkjamenn stæðu sig að fylgja reglum, því fyrr myndi þeirri martröð sem faraldurinn er, ljúka. Tóku fram úr Kína og Ítalíu Læknirinn Anthony Fauci, sem hefur verið Trump og stjórn hans innan handar í glímunni við faraldurinn, hafði áður varað við að veiran gæti orðið allt að 200 þúsund Bandaríkjamönnum að aldurtila. Ekki væri óhugsandi að milljónir Bandaríkjamenn myndi smitast. Alls hafa nú um 140 þúsund smit greinst í Bandaríkjunum. Hafa nú um 2.500 manns látist af völdum veirunnar samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskóla. Bandaríkin tóku í síðustu viku fram úr bæði Kína og Ítalíu þegar kemur að fjölda smita. Slæmt ástand í New York Trump sagðist hafa orðið vitni af skelfilegum hlutum síðustu dagana og vísaði þar til ástandsins í Queens, einu hverfa New York, þar sem ástandið er sérstaklega slæmt. Alls eru rúmlega þúsund dauðsföll rakin til veirunnar í New York. „Það eru líkpokar út um allt, á göngunum. Ég hef séð þá nota vöruflutningabíla, frystibíla. Það eru frystibílar þar sem þeir geta ekki sinnt öllum líkum, þau eru svo mörg. Ég hef séð hluti sem ég hef aldrei áður orðið vitni af,“ sagði forsetinn. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Trump hættur við að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“ 29. mars 2020 07:30 112.000 smitaðir í Bandaríkjunum Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir. 28. mars 2020 18:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að framlengja gildistíma aðgerða og reglna, sem ætlaðar eru til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, út apríl. Trump hafði áður gefið í skyn að hægt yrði að losa um reglurnar um páska, það er um miðjan apríl. Trump sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi að faraldurinn myndi líklega ná hámarki í landinu eftir tvær vikur, eða um miðjan apríl. Sagði forsetinn að því betur sem Bandaríkjamenn stæðu sig að fylgja reglum, því fyrr myndi þeirri martröð sem faraldurinn er, ljúka. Tóku fram úr Kína og Ítalíu Læknirinn Anthony Fauci, sem hefur verið Trump og stjórn hans innan handar í glímunni við faraldurinn, hafði áður varað við að veiran gæti orðið allt að 200 þúsund Bandaríkjamönnum að aldurtila. Ekki væri óhugsandi að milljónir Bandaríkjamenn myndi smitast. Alls hafa nú um 140 þúsund smit greinst í Bandaríkjunum. Hafa nú um 2.500 manns látist af völdum veirunnar samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskóla. Bandaríkin tóku í síðustu viku fram úr bæði Kína og Ítalíu þegar kemur að fjölda smita. Slæmt ástand í New York Trump sagðist hafa orðið vitni af skelfilegum hlutum síðustu dagana og vísaði þar til ástandsins í Queens, einu hverfa New York, þar sem ástandið er sérstaklega slæmt. Alls eru rúmlega þúsund dauðsföll rakin til veirunnar í New York. „Það eru líkpokar út um allt, á göngunum. Ég hef séð þá nota vöruflutningabíla, frystibíla. Það eru frystibílar þar sem þeir geta ekki sinnt öllum líkum, þau eru svo mörg. Ég hef séð hluti sem ég hef aldrei áður orðið vitni af,“ sagði forsetinn.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Trump hættur við að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“ 29. mars 2020 07:30 112.000 smitaðir í Bandaríkjunum Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir. 28. mars 2020 18:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Trump hættur við að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“ 29. mars 2020 07:30
112.000 smitaðir í Bandaríkjunum Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir. 28. mars 2020 18:45