Minnir landsmenn á að sjá hið jákvæða í hversdagsleikanum: „Ef við stöndum saman getum við gert allt“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. mars 2020 21:08 Ellefu ára strákur minnir fólk á að sjá jákvæða hluti í hversdagsleikanum á þessum erfiðu tímum. Hann tók myndir af Lóunni, sem nú er komin, og vonar að fólk geti gleymt vandamálunum í smá stund með því að horfa á myndir af þessum fallega fugli sem er kominn að kveða burt snjóinn - og kannski leiðindin líka. „Hæ kæra ritstjórn, ég heiti Hjörtur Hlynsson og er 11, ég bý í Kópavogi og er í 5. bekk í Snælandsskóla.“ Svona byrjaði tölvupóstur sem Hjörtur sendi á fréttastofuna á dögunum. Tilefni bréfsins var ástandið sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Hann er aðeins í skólanum í tvo tíma á dag þessa dagana og hefur því meiri frítíma. Það var eftir fjöruferð með fjölskyldunni sem hann ákvað að skrifa póstinn. Tölvupósturinn sem Hjörtur sendi fréttastofu á dögunum.Vísir „Eftir skóla fórum við í fjöruferð á Álftanesi og þegar við ætluðum að labba í bílinn þá sá ég einhvern fugl og fannst hann frekar fallegur og þá sá ég að hann væri hvítur og svartur á maganum og þá fattaði ég að þetta væri Lóan,“ segir Hjörtur. Það var á þeirri stundu sem Hjörtur áttaði sig á því að það væri margt jákvætt í hversdagsleikanum. „Því fuglinn er svo fallegur og hann kemur hingað bara á vorin,“ segir Hjörtur. Það séu því alls ekki bara neikvæðir hlutir í gangi, eins og verkföll, kórónuveiran og að mega ekki hitta vini sína. Hjörtur fylgist þó með fréttum, enda mikilvægt að vera vel upplýstur. „Ég horfi stundum hjá afa, hann horfir alltaf á fréttirnar,“ segir Hjörtur. Ertu eitthvað hræddur? „Nei ég er ekkert hræddur um að ég fái hana, en kannski um ömmu og afa og langömmu og langafa,“ segir Hjörtur og bætir við að fólk eigi því að fara varlega. Hann segir að tilgangurinn með því að senda tölvupóst á fjölmiðil hafi verið að reyna gleðja landsmenn með fréttum og myndum af því að Lóan væri komin. „Hún er einn elskaðist fuglinn á Íslandi, eða mamma segir það,“ segir Hjörtur. Þannig gæti fólk kannski gleymt vandamálum sínum í nokkrar mínútur. „Skilaboðin mín með þessu bréfi voru eiginlega bara að standa saman og trúa, þá getum við gert allt,“ segir Hjörtur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Kópavogur Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira
Ellefu ára strákur minnir fólk á að sjá jákvæða hluti í hversdagsleikanum á þessum erfiðu tímum. Hann tók myndir af Lóunni, sem nú er komin, og vonar að fólk geti gleymt vandamálunum í smá stund með því að horfa á myndir af þessum fallega fugli sem er kominn að kveða burt snjóinn - og kannski leiðindin líka. „Hæ kæra ritstjórn, ég heiti Hjörtur Hlynsson og er 11, ég bý í Kópavogi og er í 5. bekk í Snælandsskóla.“ Svona byrjaði tölvupóstur sem Hjörtur sendi á fréttastofuna á dögunum. Tilefni bréfsins var ástandið sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Hann er aðeins í skólanum í tvo tíma á dag þessa dagana og hefur því meiri frítíma. Það var eftir fjöruferð með fjölskyldunni sem hann ákvað að skrifa póstinn. Tölvupósturinn sem Hjörtur sendi fréttastofu á dögunum.Vísir „Eftir skóla fórum við í fjöruferð á Álftanesi og þegar við ætluðum að labba í bílinn þá sá ég einhvern fugl og fannst hann frekar fallegur og þá sá ég að hann væri hvítur og svartur á maganum og þá fattaði ég að þetta væri Lóan,“ segir Hjörtur. Það var á þeirri stundu sem Hjörtur áttaði sig á því að það væri margt jákvætt í hversdagsleikanum. „Því fuglinn er svo fallegur og hann kemur hingað bara á vorin,“ segir Hjörtur. Það séu því alls ekki bara neikvæðir hlutir í gangi, eins og verkföll, kórónuveiran og að mega ekki hitta vini sína. Hjörtur fylgist þó með fréttum, enda mikilvægt að vera vel upplýstur. „Ég horfi stundum hjá afa, hann horfir alltaf á fréttirnar,“ segir Hjörtur. Ertu eitthvað hræddur? „Nei ég er ekkert hræddur um að ég fái hana, en kannski um ömmu og afa og langömmu og langafa,“ segir Hjörtur og bætir við að fólk eigi því að fara varlega. Hann segir að tilgangurinn með því að senda tölvupóst á fjölmiðil hafi verið að reyna gleðja landsmenn með fréttum og myndum af því að Lóan væri komin. „Hún er einn elskaðist fuglinn á Íslandi, eða mamma segir það,“ segir Hjörtur. Þannig gæti fólk kannski gleymt vandamálum sínum í nokkrar mínútur. „Skilaboðin mín með þessu bréfi voru eiginlega bara að standa saman og trúa, þá getum við gert allt,“ segir Hjörtur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Kópavogur Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira