Traustið og áhrifin Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 28. mars 2020 17:54 Þetta gengur yfir. Það er það sem við vitum og bíðum öll eftir. Við erum öll að leggja okkar af mörkum. Hvert og eitt okkar. Það er í aðstæðum sem þessum sem við finnum svo áþreifanlega hversu miklu máli skiptir hvernig við sem einstaklingar bregðumst við. Hvaða áhrif við höfum í raun og veru, sem í amstri daganna virðist frekar óljóst og óáþreifanlegt. Það eitt og sér ætti að styrkja okkur, valdefla okkur sem einstaklinga og vera okkur hvatning til þess að láta til okkar taka í þágu samfélagsins. Núna en líka seinna. Mennskan ræður för. Ég trúi því að þessi óumbeðni veruleiki sem reynir á okkur skili okkur einfaldlega sem betri manneskjum aftur út í samfélagið. Þar sem við virkjum mennskuna í okkur öllum og förum að hlúa betur að mjúku málunum. Velferð einstaklinganna í þágu þroskaðra samfélags sem getur haldið áfram að þróast í samvinnu og trausti. Traust er svo ótrúlegt tæki til valdeflingar. Við tökum eftir því hvernig við setjum allt á traust á þær mikilvægu aðgerðir sem við beitum til að vinna gegn ástandinu. Þau sem gefa okkur tilmælin segja okkur hvað er best að gera og þau treysta því að við gerum nákvæmlega það og ekkert annað. Og það er að virka. Magnað. Æfingin skapar meistarann. Nú þegar við æfum okkur í þessu mikilvæga trausti gefur það okkur svo frábært tækifæri til að taka þá lexíu með okkur inn í öll þau verkefni sem bíða okkar í samfélaginu. Til þess að ná alla leið verðum við að vera heiðarleg og einlæg í samskiptum og vinda ofan af öllum snúningum um það sem engu skiptir. Veðjum á mennskuna og mjúku málin. Við getum alltaf bætt okkur sem manneskjur og gert þannig samfélagið okkar betra. Góðar manneskjur láta sig varða um lífsgæði annarra og styðja þá sem á þurfa að halda og efla þannig samfélag allra. Valdefling einstaklingsins er hverju samfélagi dýrmæt. Ég vona að æfingin í traustinu og krafturinn sem við finnum, þegar við tökum því hlutverki okkar af ábyrgð að vera hvert og eitt almannavarnir, leiði okkur á enn betri stað. Til enn meiri samstöðu og kjarks til að takast á við verkefni samfélagsins, öllum til hagsbóta. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta gengur yfir. Það er það sem við vitum og bíðum öll eftir. Við erum öll að leggja okkar af mörkum. Hvert og eitt okkar. Það er í aðstæðum sem þessum sem við finnum svo áþreifanlega hversu miklu máli skiptir hvernig við sem einstaklingar bregðumst við. Hvaða áhrif við höfum í raun og veru, sem í amstri daganna virðist frekar óljóst og óáþreifanlegt. Það eitt og sér ætti að styrkja okkur, valdefla okkur sem einstaklinga og vera okkur hvatning til þess að láta til okkar taka í þágu samfélagsins. Núna en líka seinna. Mennskan ræður för. Ég trúi því að þessi óumbeðni veruleiki sem reynir á okkur skili okkur einfaldlega sem betri manneskjum aftur út í samfélagið. Þar sem við virkjum mennskuna í okkur öllum og förum að hlúa betur að mjúku málunum. Velferð einstaklinganna í þágu þroskaðra samfélags sem getur haldið áfram að þróast í samvinnu og trausti. Traust er svo ótrúlegt tæki til valdeflingar. Við tökum eftir því hvernig við setjum allt á traust á þær mikilvægu aðgerðir sem við beitum til að vinna gegn ástandinu. Þau sem gefa okkur tilmælin segja okkur hvað er best að gera og þau treysta því að við gerum nákvæmlega það og ekkert annað. Og það er að virka. Magnað. Æfingin skapar meistarann. Nú þegar við æfum okkur í þessu mikilvæga trausti gefur það okkur svo frábært tækifæri til að taka þá lexíu með okkur inn í öll þau verkefni sem bíða okkar í samfélaginu. Til þess að ná alla leið verðum við að vera heiðarleg og einlæg í samskiptum og vinda ofan af öllum snúningum um það sem engu skiptir. Veðjum á mennskuna og mjúku málin. Við getum alltaf bætt okkur sem manneskjur og gert þannig samfélagið okkar betra. Góðar manneskjur láta sig varða um lífsgæði annarra og styðja þá sem á þurfa að halda og efla þannig samfélag allra. Valdefling einstaklingsins er hverju samfélagi dýrmæt. Ég vona að æfingin í traustinu og krafturinn sem við finnum, þegar við tökum því hlutverki okkar af ábyrgð að vera hvert og eitt almannavarnir, leiði okkur á enn betri stað. Til enn meiri samstöðu og kjarks til að takast á við verkefni samfélagsins, öllum til hagsbóta. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun