Konan með kórónu-húmorinn reynir að fela ógreitt hárið á morgnana Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. mars 2020 10:00 Í kaffispjalli um helgar er talað við fólk í ólíkum störfum. Þessa helgina er rætt við Lóu Hlín Hjálmtýsdóttir, myndasögu- og handritstöfund, teiknara, rithöfund og konuna á bakvið óborganlegan húmor Lóuboratoríum myndasögunnar. Húmorinn í myndum Lóuboratoríum er hreint óborganlegur þessa dagana: Allt það spaugilega og mannlega sem margir samsvara sig við í fjarvinnu, sóttkví eða heimaviðveru. Myndirnar eru snilldar kórónuhúmor og ljóst að höfundur þeirra er að fylgja eftir tilmælum landlæknis: Töpum ekki gleðinni! Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er höfundur Lóuboratoríum. Hún starfar sem myndasögu- og handritshöfundur og teiknari. Lóa hefur líka gefið út fjöldann allan af bókum og stefnir á nýja barnabók í haust. Lóa Hlín situr fyrir svörum í kaffispjalli helgarinnar. Þar spyrjum við fólk alltaf um það hvenær það vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um vinnuna og skipulagið. Ógreitt hárið og snús Hvenær vaknar þú á morgnana? „Á góðum dögum vakna ég í kringum 7:00-7:30, á slæmum 7:45-8:00 og þarf þá að rjúka af stað með son minn í skólann og setja húfu á höfuðið svo enginn taki eftir því að ég hafi ekki náð að greiða mér.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það fyrsta sem ég geri er að ýta á snooze og sofna aftur í 10 mínútur svo fer ég og vek barnið mitt. Svo fer ég heim og greiði mér og fer svo niður á vinnustofu.“ Lóaboratoríum myndasagan er að slá í gegn á Facebook enda margt þar sem margir geta samsvarað sig við í heimaviðverunni sem flestir eru í þessa dagana.Vísir/Lóaboratoríum Teiknar í vinnunni á daginn og Lóaboratoríum á kvöldin Er Lóaboratoríum að endurspegla lífið þitt þessa dagana eða hvaðan færðu hugmyndirnar? „Lóaboratoríum endurspeglar líf mitt á ákveðinn hátt en spegillinn er beyglaður. Ég nota ýmsar aðferðir við að fá hugmyndir til dæmis að teikna fyrst klessur og sjá hvað þær minna mig á og reyna að fá hugmyndir út frá formunum. Stundum nota ég setningar úr samtölum við kærastann minn.“ Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er að teikna myndir fyrir fólk, selja prent og sendast með þau. Svo er ég að skrifa bók fyrir börn sem á að koma út í haust. Á kvöldin geri ég svo alltaf eina myndasögu og set á síðuna mína Lóaboratoríum á Facebook og Instagram. Ég þýði líka sögurnar fyrir Instagram á ensku og birti á báðum tungumálum þar.“ Lóaboratoríum á Facebook hittir í mark með kórónuhúmor þessa dagana. Lóa Hlín birtir myndasöguna líka með enskum texta á Instagram.Vísir/Lóaboratoríum Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Með mjög gamaldags aðferðum. Ég nota skissubók sem dagbók og skrifa þar niður allt dótaríið. Ég reyni að byrja hvern dag á því. Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Í fyrsta lagi hálf eitt. Ég á mjög erfitt með að hætta þeim ósið að fara of seint að sofa.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Myndlist Kaffispjallið Tengdar fréttir Er í smitrakningarteyminu en bíður spenntur eftir því að mega knúsa á ný Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er viðmælandinn einn þeirra sem kallaður var til í smitrakningarteymið, Gestur K. Pálmason. 21. mars 2020 10:00 Ræsir yngstu börnin með tónlist og mikið að gera í kjölfar kórónuveirunnar Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tekur kaffispjallið með okkur þennan laugardagsmorgunn. Þétt vinnuvika er að baki hér á Íslandi þar sem hver dagur var nýttur til hins ítrasta í fundi og samningagerð. 14. mars 2020 09:29 Sér fyrir sér góðan dag þar sem verkefnin leysast farsællega Í kaffispjalli um helgar fáum við innsýn í líf og starf fólks sem vinnur í ólíkum störfum. Víðir Þór Þrastarson heilsu- og einkaþjálfari í World Class gefur án efa mörgum góðar hugmyndir um heilbrigðan lífstíl um leið og hann lýsir dæmigerðum vinnudegi hjá sér. 7. mars 2020 10:00 Sama mantran í 40 daga, ísköld sturta og stórstjörnur Morgunrútínan er Hrönn Marinósdóttur framkvæmdastjóra RIFF kvikmyndahátíðarinnar mjög mikilvæg og nýverið vonaðist hún til að rekast á Jeremy Irons og Hillary Clinton þegar hún var stödd á kvikmyndahátíð. Hrönn situr fyrir svörum í kaffispjalli helgarinnar. 29. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Sjá meira
Húmorinn í myndum Lóuboratoríum er hreint óborganlegur þessa dagana: Allt það spaugilega og mannlega sem margir samsvara sig við í fjarvinnu, sóttkví eða heimaviðveru. Myndirnar eru snilldar kórónuhúmor og ljóst að höfundur þeirra er að fylgja eftir tilmælum landlæknis: Töpum ekki gleðinni! Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er höfundur Lóuboratoríum. Hún starfar sem myndasögu- og handritshöfundur og teiknari. Lóa hefur líka gefið út fjöldann allan af bókum og stefnir á nýja barnabók í haust. Lóa Hlín situr fyrir svörum í kaffispjalli helgarinnar. Þar spyrjum við fólk alltaf um það hvenær það vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um vinnuna og skipulagið. Ógreitt hárið og snús Hvenær vaknar þú á morgnana? „Á góðum dögum vakna ég í kringum 7:00-7:30, á slæmum 7:45-8:00 og þarf þá að rjúka af stað með son minn í skólann og setja húfu á höfuðið svo enginn taki eftir því að ég hafi ekki náð að greiða mér.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það fyrsta sem ég geri er að ýta á snooze og sofna aftur í 10 mínútur svo fer ég og vek barnið mitt. Svo fer ég heim og greiði mér og fer svo niður á vinnustofu.“ Lóaboratoríum myndasagan er að slá í gegn á Facebook enda margt þar sem margir geta samsvarað sig við í heimaviðverunni sem flestir eru í þessa dagana.Vísir/Lóaboratoríum Teiknar í vinnunni á daginn og Lóaboratoríum á kvöldin Er Lóaboratoríum að endurspegla lífið þitt þessa dagana eða hvaðan færðu hugmyndirnar? „Lóaboratoríum endurspeglar líf mitt á ákveðinn hátt en spegillinn er beyglaður. Ég nota ýmsar aðferðir við að fá hugmyndir til dæmis að teikna fyrst klessur og sjá hvað þær minna mig á og reyna að fá hugmyndir út frá formunum. Stundum nota ég setningar úr samtölum við kærastann minn.“ Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er að teikna myndir fyrir fólk, selja prent og sendast með þau. Svo er ég að skrifa bók fyrir börn sem á að koma út í haust. Á kvöldin geri ég svo alltaf eina myndasögu og set á síðuna mína Lóaboratoríum á Facebook og Instagram. Ég þýði líka sögurnar fyrir Instagram á ensku og birti á báðum tungumálum þar.“ Lóaboratoríum á Facebook hittir í mark með kórónuhúmor þessa dagana. Lóa Hlín birtir myndasöguna líka með enskum texta á Instagram.Vísir/Lóaboratoríum Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Með mjög gamaldags aðferðum. Ég nota skissubók sem dagbók og skrifa þar niður allt dótaríið. Ég reyni að byrja hvern dag á því. Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Í fyrsta lagi hálf eitt. Ég á mjög erfitt með að hætta þeim ósið að fara of seint að sofa.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Myndlist Kaffispjallið Tengdar fréttir Er í smitrakningarteyminu en bíður spenntur eftir því að mega knúsa á ný Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er viðmælandinn einn þeirra sem kallaður var til í smitrakningarteymið, Gestur K. Pálmason. 21. mars 2020 10:00 Ræsir yngstu börnin með tónlist og mikið að gera í kjölfar kórónuveirunnar Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tekur kaffispjallið með okkur þennan laugardagsmorgunn. Þétt vinnuvika er að baki hér á Íslandi þar sem hver dagur var nýttur til hins ítrasta í fundi og samningagerð. 14. mars 2020 09:29 Sér fyrir sér góðan dag þar sem verkefnin leysast farsællega Í kaffispjalli um helgar fáum við innsýn í líf og starf fólks sem vinnur í ólíkum störfum. Víðir Þór Þrastarson heilsu- og einkaþjálfari í World Class gefur án efa mörgum góðar hugmyndir um heilbrigðan lífstíl um leið og hann lýsir dæmigerðum vinnudegi hjá sér. 7. mars 2020 10:00 Sama mantran í 40 daga, ísköld sturta og stórstjörnur Morgunrútínan er Hrönn Marinósdóttur framkvæmdastjóra RIFF kvikmyndahátíðarinnar mjög mikilvæg og nýverið vonaðist hún til að rekast á Jeremy Irons og Hillary Clinton þegar hún var stödd á kvikmyndahátíð. Hrönn situr fyrir svörum í kaffispjalli helgarinnar. 29. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Sjá meira
Er í smitrakningarteyminu en bíður spenntur eftir því að mega knúsa á ný Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er viðmælandinn einn þeirra sem kallaður var til í smitrakningarteymið, Gestur K. Pálmason. 21. mars 2020 10:00
Ræsir yngstu börnin með tónlist og mikið að gera í kjölfar kórónuveirunnar Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tekur kaffispjallið með okkur þennan laugardagsmorgunn. Þétt vinnuvika er að baki hér á Íslandi þar sem hver dagur var nýttur til hins ítrasta í fundi og samningagerð. 14. mars 2020 09:29
Sér fyrir sér góðan dag þar sem verkefnin leysast farsællega Í kaffispjalli um helgar fáum við innsýn í líf og starf fólks sem vinnur í ólíkum störfum. Víðir Þór Þrastarson heilsu- og einkaþjálfari í World Class gefur án efa mörgum góðar hugmyndir um heilbrigðan lífstíl um leið og hann lýsir dæmigerðum vinnudegi hjá sér. 7. mars 2020 10:00
Sama mantran í 40 daga, ísköld sturta og stórstjörnur Morgunrútínan er Hrönn Marinósdóttur framkvæmdastjóra RIFF kvikmyndahátíðarinnar mjög mikilvæg og nýverið vonaðist hún til að rekast á Jeremy Irons og Hillary Clinton þegar hún var stödd á kvikmyndahátíð. Hrönn situr fyrir svörum í kaffispjalli helgarinnar. 29. febrúar 2020 10:00