Skrifaði undir stærsta björgunarpakka sögunnar Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2020 21:12 Donald Trump og repúblikanar fögnuðu áfanganum í Hvíta húsinu. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir stærsta björgunarpakka fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu í sögu Bandaríkjanna. Pakkinn hljóðar upp á 2,2 biljónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið verulega niður á efnahagi Bandaríkjanna, eins og í öðrum ríkjum, en staðfest tilfelli eru hvergi fleiri en þar í landi. Í síðustu viku sóttu 3,3 milljónir Bandaríkjamanna um atvinnuleysisbætur og er það mun meira en sést hefur áður. Sjá einnig: Fjórfalt fleiri sóttu um atvinnuleysisbætur en nokkru sinni fyrr Markmið björgunarpakkans er að draga úr efnahagslegu höggi kórónuveiruheimsfaraldursins. Minnkandi umsvif og eftirspurn í hagkerfinu hefur þegar leitt til þess að fyrirtæki hafa sagt upp starfsfólki eða lækkað starfshlutfall þess og fjölgar þeim nú hratt sem sækja um atvinnuleysisbætur. Sjá einnig: Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Skömmu áður en Trump skrifaði undir frumvarpið beitti hann neyðarlögum til að þvinga fyrirtækið General Motors til að framleiða öndunarvélar. Þær eru mikilvægar vegna Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Viðræður hafa átt sér stað á milli Hvíta hússins og GM en Trump sagði í kvöld að forsvarsmenn fyrirtækisins væru að sóa tíma. Því beitti hann neyðarlögunum. Sérfræðingar segja Bandaríkin þurfa hundruð þúsunda öndunarvéla á næstunni. Trump sjálfur hafði þó þar til í dag, gefið í skyn að þörfin væri ekki jafn mikil og haldið væri fram. Sjá einnig: Trump efast um þörf fyrir mikinn fjölda öndunarvéla Miklar deilur urðu á Bandaríkjaþingi í dag eftir að Thomas Massie, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kentucky, þvingaði alla þingmenn til að ferðast frá heimilum sínum í til Washington DC til að greiða atkvæði um frumvarpið. Massie er mótfallinn björgunarpakkanum og segir að verið sé að eyða of miklu opinberu fé. Trump gagnrýndi þingmanninn harðlega á Twitter í dag og sagði að réttast væri að víkja honum úr Repúblikanaflokknum. ...& costly. Workers & small businesses need money now in order to survive. Virus wasn t their fault. It is HELL dealing with the Dems, had to give up some stupid things in order to get the big picture done. 90% GREAT! WIN BACK HOUSE, but throw Massie out of Republican Party!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 27, 2020 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir stærsta björgunarpakka fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu í sögu Bandaríkjanna. Pakkinn hljóðar upp á 2,2 biljónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið verulega niður á efnahagi Bandaríkjanna, eins og í öðrum ríkjum, en staðfest tilfelli eru hvergi fleiri en þar í landi. Í síðustu viku sóttu 3,3 milljónir Bandaríkjamanna um atvinnuleysisbætur og er það mun meira en sést hefur áður. Sjá einnig: Fjórfalt fleiri sóttu um atvinnuleysisbætur en nokkru sinni fyrr Markmið björgunarpakkans er að draga úr efnahagslegu höggi kórónuveiruheimsfaraldursins. Minnkandi umsvif og eftirspurn í hagkerfinu hefur þegar leitt til þess að fyrirtæki hafa sagt upp starfsfólki eða lækkað starfshlutfall þess og fjölgar þeim nú hratt sem sækja um atvinnuleysisbætur. Sjá einnig: Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Skömmu áður en Trump skrifaði undir frumvarpið beitti hann neyðarlögum til að þvinga fyrirtækið General Motors til að framleiða öndunarvélar. Þær eru mikilvægar vegna Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Viðræður hafa átt sér stað á milli Hvíta hússins og GM en Trump sagði í kvöld að forsvarsmenn fyrirtækisins væru að sóa tíma. Því beitti hann neyðarlögunum. Sérfræðingar segja Bandaríkin þurfa hundruð þúsunda öndunarvéla á næstunni. Trump sjálfur hafði þó þar til í dag, gefið í skyn að þörfin væri ekki jafn mikil og haldið væri fram. Sjá einnig: Trump efast um þörf fyrir mikinn fjölda öndunarvéla Miklar deilur urðu á Bandaríkjaþingi í dag eftir að Thomas Massie, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kentucky, þvingaði alla þingmenn til að ferðast frá heimilum sínum í til Washington DC til að greiða atkvæði um frumvarpið. Massie er mótfallinn björgunarpakkanum og segir að verið sé að eyða of miklu opinberu fé. Trump gagnrýndi þingmanninn harðlega á Twitter í dag og sagði að réttast væri að víkja honum úr Repúblikanaflokknum. ...& costly. Workers & small businesses need money now in order to survive. Virus wasn t their fault. It is HELL dealing with the Dems, had to give up some stupid things in order to get the big picture done. 90% GREAT! WIN BACK HOUSE, but throw Massie out of Republican Party!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 27, 2020
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent