Trump efast um þörf fyrir mikinn fjölda öndunarvéla Þórir Guðmundsson skrifar 27. mars 2020 15:25 Heilbrigðisstarfsmaður leiðir sjúkling inn í greiningarstöð vegna kórónuveirunnar í tjaldi fyrir utan Elmurst sjúkrahúsið í New York. John Minchillo/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti og borgarstjórinn í New York eru komnir í hár saman yfir því hversu mikil þörf sé fyrir öndunarvélar í fylkinu. Forsetinn sagðist í sjónvarpsviðtali í gær ekki trúa því að þörfin væri jafn mikil og haldið væri fram. Bill de Blasio borgarstjóri New York sagði í dag að forsetinn þyrfti að horfast í augu við staðreyndir. „Þegar forsetinn segir að New York fylki þurfi ekki þrjátíu þúsund öndunarvélar þá er hann, með fullri virðingu, ekki að horfa á staðreyndir um stjarnfræðilegan vöxt þessa vandamáls,“ sagði de Blasio á sjónvarpsþættinum Good Morning America á ABC sjónvarpsstöðinni í morgun. Trump sagði í viðtali við Sean Hannity á Fox sjónvarpsstöðinni í gær: „Ég trúi því ekki að maður þurfi þrjátíu eða fjörtíu þúsund öndunarvélar. Maður fer inn á stóra spítala og þeir eru stundum með tvær öndunarvélar. Og allt í einu segja þeir 'Getum við pantað þrjátíu þúsund öndunarvélar',“ sagði Trump. Bandaríkin tróna nú á toppi landalistans yfir greind kórónuveirutilfelli, með alls 85.991 tilfelli, sem eru fleiri en hafa greinst í Kína þar sem talið er að kórónuveiran hafi átt upptök sín. Hálf milljón manna hefur greinst í heiminum öllum. Alls hafa 1.296 menn látið lífið úr Covid-19 í Bandaríkunum. Rúmlega 37 þúsund bandarísku tilfellanna eru í New York fylki þar sem þéttbýlið í samnefndri stórborg greiðir fyrir smiti. Andrew Cuomo fylkisstjóri segir þörf fyrir 87 þúsund sjúkrarúm, 37 þúsund gjörgæslurúm og 26 þúsund öndunarvélar umfram það sem fyrir er vegna þess álags sem kórónufaraldurinn skapar. Í fulltrúadeild Bandaríkjaþings varð mikið fár í dag þegar íhaldssamur þingmaður repúblikana, Thomas Massie, hótaði að krefjast nafnakalls við atkvæðagreiðslu, sem myndi tefja afgreiðslu björgunarpakka sem á að styðja við efnahagslifið og hjálpa fólki sem verður fyrir tekjutapi vegna kórónufaraldursins. Margir þingmenn eru fjarstaddir og þyrftu, ef farið er fram á nafnakall, að ferðast úr kjördæmum sínum til Washington borgar til að vera viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Trump forseti brást æfur við hótun þingmannsins og sagði að hann hefði eingöngu áhuga á að láta ljós sitt skína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og borgarstjórinn í New York eru komnir í hár saman yfir því hversu mikil þörf sé fyrir öndunarvélar í fylkinu. Forsetinn sagðist í sjónvarpsviðtali í gær ekki trúa því að þörfin væri jafn mikil og haldið væri fram. Bill de Blasio borgarstjóri New York sagði í dag að forsetinn þyrfti að horfast í augu við staðreyndir. „Þegar forsetinn segir að New York fylki þurfi ekki þrjátíu þúsund öndunarvélar þá er hann, með fullri virðingu, ekki að horfa á staðreyndir um stjarnfræðilegan vöxt þessa vandamáls,“ sagði de Blasio á sjónvarpsþættinum Good Morning America á ABC sjónvarpsstöðinni í morgun. Trump sagði í viðtali við Sean Hannity á Fox sjónvarpsstöðinni í gær: „Ég trúi því ekki að maður þurfi þrjátíu eða fjörtíu þúsund öndunarvélar. Maður fer inn á stóra spítala og þeir eru stundum með tvær öndunarvélar. Og allt í einu segja þeir 'Getum við pantað þrjátíu þúsund öndunarvélar',“ sagði Trump. Bandaríkin tróna nú á toppi landalistans yfir greind kórónuveirutilfelli, með alls 85.991 tilfelli, sem eru fleiri en hafa greinst í Kína þar sem talið er að kórónuveiran hafi átt upptök sín. Hálf milljón manna hefur greinst í heiminum öllum. Alls hafa 1.296 menn látið lífið úr Covid-19 í Bandaríkunum. Rúmlega 37 þúsund bandarísku tilfellanna eru í New York fylki þar sem þéttbýlið í samnefndri stórborg greiðir fyrir smiti. Andrew Cuomo fylkisstjóri segir þörf fyrir 87 þúsund sjúkrarúm, 37 þúsund gjörgæslurúm og 26 þúsund öndunarvélar umfram það sem fyrir er vegna þess álags sem kórónufaraldurinn skapar. Í fulltrúadeild Bandaríkjaþings varð mikið fár í dag þegar íhaldssamur þingmaður repúblikana, Thomas Massie, hótaði að krefjast nafnakalls við atkvæðagreiðslu, sem myndi tefja afgreiðslu björgunarpakka sem á að styðja við efnahagslifið og hjálpa fólki sem verður fyrir tekjutapi vegna kórónufaraldursins. Margir þingmenn eru fjarstaddir og þyrftu, ef farið er fram á nafnakall, að ferðast úr kjördæmum sínum til Washington borgar til að vera viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Trump forseti brást æfur við hótun þingmannsins og sagði að hann hefði eingöngu áhuga á að láta ljós sitt skína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Sjá meira