Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu óttast að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu kórónuveirunnar vegna páskahátíðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. apríl 2020 21:00 Una sighvatsdóttir er búsett í Georgíu. EGILL AÐALSTEINS Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu óttast að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi vegna páskahátíðar. Sóttvarnarlæknir grátbiður íbúa um að iðka trú sína heima og sækja ekki kirkjur. Una Sighvatsdóttir er búsett í Georgíu þar sem vel hefur tekist að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þó svo að faraldurinn hafi ekki náðhápunkti þar eins og hérlendis. „Staðan í Georgíu hefur blessunarlega verið mjög góð. Heilbrigðisyfirvöld hafa brugðist við af mikilli festu strax frá upphafi þegar fyrstu tilfellin komu. Það hafa bara fjórir látist af völdum faraldursins í Georgíu og auðvitað vonar maður að það haldist þannig,“ sagði Una Sighvatsdóttir, útsendur sérfræðingur utanríkisráðuneytisins í Georgíu. Samkvæmt júlíanska tímatalinu sem georgíska rétttrúnaðarkirkjan fylgir er páskadagur er haldinn heilagur í Georgíu í dag. Venjan er að þúsundir manna sæki kirkju á páskadag og hefur vísindasamfélagið grátbeðið fólk um að iðka trú sína heima við. „Sett var á útgöngubann í Georgíu sem gildir á nóttunni. Páskahefðin er sú að þar er miðnæturmessa og kirkjan brást við útgöngubanninu með því að bjóða fólki að koma seint að kvöldi og vera alla nóttina í kirkjunni sem stríðir gegn öllum sóttvarnarmeðmælum. Helsta áhyggjuefnið eru athafnirnar sem tíðkast þarna en þær eru á þann veg að fólk kyssir krossa og tekur við blóði og líkama krists úr skeið og deila allir sömu skeiðinni. Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu hafa nánast grátbeðið fólk um að vera heima og biðja heima. Sóttvarnarlæknir Georgíu sagði núna fyrir helgi að þetta væri eins og að leika sér að eldi, “ sagði Una. Grátbiðja þau fólk um aðiðka trú sína heima af ótta við að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu veirunnar. „Auðvitað vonar maður það besta, að enginn hafi borið með sér veiruna inn í krikjurnar í nótt á þessum fjöldasamkomum. Það er enn alveg möguleiki að það muni ekki verða veldisvöxtur. Maður bara krossar fingur,“ sagði Una. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Georgía Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu óttast að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi vegna páskahátíðar. Sóttvarnarlæknir grátbiður íbúa um að iðka trú sína heima og sækja ekki kirkjur. Una Sighvatsdóttir er búsett í Georgíu þar sem vel hefur tekist að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þó svo að faraldurinn hafi ekki náðhápunkti þar eins og hérlendis. „Staðan í Georgíu hefur blessunarlega verið mjög góð. Heilbrigðisyfirvöld hafa brugðist við af mikilli festu strax frá upphafi þegar fyrstu tilfellin komu. Það hafa bara fjórir látist af völdum faraldursins í Georgíu og auðvitað vonar maður að það haldist þannig,“ sagði Una Sighvatsdóttir, útsendur sérfræðingur utanríkisráðuneytisins í Georgíu. Samkvæmt júlíanska tímatalinu sem georgíska rétttrúnaðarkirkjan fylgir er páskadagur er haldinn heilagur í Georgíu í dag. Venjan er að þúsundir manna sæki kirkju á páskadag og hefur vísindasamfélagið grátbeðið fólk um að iðka trú sína heima við. „Sett var á útgöngubann í Georgíu sem gildir á nóttunni. Páskahefðin er sú að þar er miðnæturmessa og kirkjan brást við útgöngubanninu með því að bjóða fólki að koma seint að kvöldi og vera alla nóttina í kirkjunni sem stríðir gegn öllum sóttvarnarmeðmælum. Helsta áhyggjuefnið eru athafnirnar sem tíðkast þarna en þær eru á þann veg að fólk kyssir krossa og tekur við blóði og líkama krists úr skeið og deila allir sömu skeiðinni. Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu hafa nánast grátbeðið fólk um að vera heima og biðja heima. Sóttvarnarlæknir Georgíu sagði núna fyrir helgi að þetta væri eins og að leika sér að eldi, “ sagði Una. Grátbiðja þau fólk um aðiðka trú sína heima af ótta við að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu veirunnar. „Auðvitað vonar maður það besta, að enginn hafi borið með sér veiruna inn í krikjurnar í nótt á þessum fjöldasamkomum. Það er enn alveg möguleiki að það muni ekki verða veldisvöxtur. Maður bara krossar fingur,“ sagði Una.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Georgía Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira