Allt bendir til þess að Emil hafi verið upphafsmaður klósettrúlluáskoruninnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 12:00 Emil Hallfreðsson brosti þegar Ríkharð Guðnason sýndi honum klósettrúlluna. Mynd/S2 Sport Emil Hallfreðsson var gestur Ríkharðs Guðnasonar í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport í gærkvöldi og þeir fóru meðal annars yfir það hvort Emil Hallfreðsson hafi verið upphafsmaður af vinsælu æði á samfélagsmiðlum. Allt bendir nefnilega til þess að íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hafi byrjað klósettrúlluáskorunina fyrir nokkrum vikum. Ríkharð Guðnason fékk klósettrúllu í hendurnar í viðtali við Emil og spurði íslenska landsliðsmanninn út í þennan möguleika. „Kannastu við þetta,“ spurði Ríkharð. „Já ég kannast eitthvað aðeins við þetta,“ svaraði Emil og Ríkharð sýndi síðan myndbandið sem Emil tók af sér að gera líklega fyrstu klósettrúlluáskorunina. Emil Hallfreðsson hélt þá klósettrúllunni 33 sinnum á lofti en myndbandið var tekið upp heima hjá honum. „Emil, nú eru flestir á Íslandi búnir að gera þetta og margir bestu fótboltamenn heims eru búnir að taka þetta. Veistu hvað ég heyrði í dag: Að þú hafir startað þessu trendi,“ sagði Ríkharð. „Ég ætla ekki að fara að fullyrða það sjálfur en þetta byrjaði ekkert fyrr en mörgum dögum eftir að við konan tókum þetta upp heima. Þetta var bara einhver hugmynd því við vorum nýbúin að fá matar- og klósettpappírsendingu heim í sótthvíldina,“ sagði Emil og hélt áfram: „Það var búin að vera svolítil umræða um klósettpappír og að allir ættu að byrgja sig upp af honum. Ég hugsað að þetta gæti verið svolítið gott challenge að gera, að gera eitthvað nett í sótthvíldinni og að fíflast aðeins,“ sagði Emil. „Ég taggaði einhverja vini mína á Ítalíu og síðan byrjaði þetta þvílíkt að berast út um allt. Það er bara skemmtilegt ef það er svoleiðis að ég hafi átt þetta frá upphafi,“ sagði Emil. Emil Hallfreðsson reyndi svo aftur við klósettáskorunina og það má sjá þá tilraun og viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Emil Hallfreðsson og klósettrúlluáskorunin EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Grín og gaman Sportið í kvöld Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Sjá meira
Emil Hallfreðsson var gestur Ríkharðs Guðnasonar í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport í gærkvöldi og þeir fóru meðal annars yfir það hvort Emil Hallfreðsson hafi verið upphafsmaður af vinsælu æði á samfélagsmiðlum. Allt bendir nefnilega til þess að íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hafi byrjað klósettrúlluáskorunina fyrir nokkrum vikum. Ríkharð Guðnason fékk klósettrúllu í hendurnar í viðtali við Emil og spurði íslenska landsliðsmanninn út í þennan möguleika. „Kannastu við þetta,“ spurði Ríkharð. „Já ég kannast eitthvað aðeins við þetta,“ svaraði Emil og Ríkharð sýndi síðan myndbandið sem Emil tók af sér að gera líklega fyrstu klósettrúlluáskorunina. Emil Hallfreðsson hélt þá klósettrúllunni 33 sinnum á lofti en myndbandið var tekið upp heima hjá honum. „Emil, nú eru flestir á Íslandi búnir að gera þetta og margir bestu fótboltamenn heims eru búnir að taka þetta. Veistu hvað ég heyrði í dag: Að þú hafir startað þessu trendi,“ sagði Ríkharð. „Ég ætla ekki að fara að fullyrða það sjálfur en þetta byrjaði ekkert fyrr en mörgum dögum eftir að við konan tókum þetta upp heima. Þetta var bara einhver hugmynd því við vorum nýbúin að fá matar- og klósettpappírsendingu heim í sótthvíldina,“ sagði Emil og hélt áfram: „Það var búin að vera svolítil umræða um klósettpappír og að allir ættu að byrgja sig upp af honum. Ég hugsað að þetta gæti verið svolítið gott challenge að gera, að gera eitthvað nett í sótthvíldinni og að fíflast aðeins,“ sagði Emil. „Ég taggaði einhverja vini mína á Ítalíu og síðan byrjaði þetta þvílíkt að berast út um allt. Það er bara skemmtilegt ef það er svoleiðis að ég hafi átt þetta frá upphafi,“ sagði Emil. Emil Hallfreðsson reyndi svo aftur við klósettáskorunina og það má sjá þá tilraun og viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Emil Hallfreðsson og klósettrúlluáskorunin
EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Grín og gaman Sportið í kvöld Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Sjá meira