Bara allt í einu! Sigríður Karlsdóttir skrifar 27. mars 2020 10:00 Dagur þrjátíu og eitthvað heima. Með börnin. Í tæplega 90 fermetrum. Og köttur. Þetta gæti verið byrjun á hryllingsmynd. En þetta var bara skrifað til að krydda upp komandi texta. Ég þori varla að viðurkenna þetta, en ég eeeeeelska þetta ástand. Ekki misskilja mig, ég er sorgmædd og ég er leið, sérstaklega þegar ég les um öll dauðsföllin og öll þessi veikindi. Ég vona heitt og innilega að við komumst nokkuð heil til baka. En í þessu ástandi, á degi þrjátíu og eitthvað, (Verkfall plús Kóróna) hefur mér ekki leiðst í 1 mínútu. Er ekki að grínast. Meina þetta. Ég bara hreinlega elska að vera heima í hellinum mínum með fjölskyldu minni og mega ekki fara út nema til að sækja fæðu. Eins og í gamla gamla gamla daga. Hluti af mér skammast mín fyrir að líða svona vel miðað við ástandið í heiminum. Sem sýnir það að innra ástand hefur ekkert með ytra ástand að gera. Ekki neitt. Ég vakna á morgnana. Hlusta á Sadhguru vin minn á Youtube í um það bil klukkustund. Fæ mér kaffi og vítamínvatn. Ég bið fyrir heiminum og hugleiði ljós inn í mína nánustu. Ég geri jógaæfingar og fæ að velja mér jógastöð og jógakennara beint heim í stofu. Eða kakóstund. Allir að gefa, engin eigingjarn. Getur þetta orðið eitthvað betra?? Ég fer í göngutúr út á sjó og hlusta á uppbyggilegt efni á meðan. Ég elda kvöldmat og ég baka fyrir kaffitíma á meðan ég hlusta á tónlist og syng upphátt. Vantar bara svuntuna. Ég púsla á gólfinu með börnunum og við lesum saman. Líf mitt er pínkuponsu eins og líf langömmu minnar. Nema hún var í 30 fermetrar. Með 17 börn. Ég þarf ekki að gera neitt. A Allt sem ég hélt að væri mikilvægt, er ekki rass í bala mikilvægt. Allt í einu er ég hætt að segja “bíddu” við börnin mín, eða “kannski seinna”. Allt í einu þarf ég ekki að skutla og sækja og er bara allíteinu er ég bara á sokkunum út á stétt með börnunum að syngja Eurovision lag. Allt í einu skiptir einkunnir ekki eins miklu máli eða vinna á einhverju íþróttamóti. Allt í einu er ekki hægt að lita á sér augabrúnirnar eða undirbúa sig í viku fyrir árshátíð sem stenst aldrei væntingar. Allt í einu tuða ég ekkert yfir heimalærdómi. Allt í einu má vera drasl því það kemur enginn í heimsókn. Allt í einu þarf ég að mæta mér og mínum tilfinningum í 90 fermetra íbúð með fullt af triggerum. Allt í einu er ég að mála steina sem ég fann í fjörunni. Mála allskonar kalla og yin og yang merkið. Bara alveg óvart er ég hætt að fara svona oft í búð og nýti allt miklu betur. Allt í einu leika allir sér bara í sínu horni og ég fer að leira. Alveg bara sísona. Allt í einu… …... þarf ég BARA MIG og ekkert annað. Þarf ekki einu sinni ís með dýfu. Það er svo klikkað bara að vera! Svo algjörlega klikkað ástand. Að fá tækifæri til að fá að vera, án þess að þurfa að gera, er algjörlega stórkostlegt! Móðir náttúra skoh! Skrefinu á undan. Klukkan er núna korter yfir sjö á fimmtudagskvöldi… held ég. Ég sit á púða á gólfinu í náttfötunum. Með heyrnartól en ekki að hlusta á neitt samt. Börnin eru einhvers staðar úti að leika. Heimatilbúin afgangur síðan í gær. Í alvöru krakkar…. ef þetta er ekki „lífið er núna“ þá er það ekkert. NJÓTIÐ!! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Dagur þrjátíu og eitthvað heima. Með börnin. Í tæplega 90 fermetrum. Og köttur. Þetta gæti verið byrjun á hryllingsmynd. En þetta var bara skrifað til að krydda upp komandi texta. Ég þori varla að viðurkenna þetta, en ég eeeeeelska þetta ástand. Ekki misskilja mig, ég er sorgmædd og ég er leið, sérstaklega þegar ég les um öll dauðsföllin og öll þessi veikindi. Ég vona heitt og innilega að við komumst nokkuð heil til baka. En í þessu ástandi, á degi þrjátíu og eitthvað, (Verkfall plús Kóróna) hefur mér ekki leiðst í 1 mínútu. Er ekki að grínast. Meina þetta. Ég bara hreinlega elska að vera heima í hellinum mínum með fjölskyldu minni og mega ekki fara út nema til að sækja fæðu. Eins og í gamla gamla gamla daga. Hluti af mér skammast mín fyrir að líða svona vel miðað við ástandið í heiminum. Sem sýnir það að innra ástand hefur ekkert með ytra ástand að gera. Ekki neitt. Ég vakna á morgnana. Hlusta á Sadhguru vin minn á Youtube í um það bil klukkustund. Fæ mér kaffi og vítamínvatn. Ég bið fyrir heiminum og hugleiði ljós inn í mína nánustu. Ég geri jógaæfingar og fæ að velja mér jógastöð og jógakennara beint heim í stofu. Eða kakóstund. Allir að gefa, engin eigingjarn. Getur þetta orðið eitthvað betra?? Ég fer í göngutúr út á sjó og hlusta á uppbyggilegt efni á meðan. Ég elda kvöldmat og ég baka fyrir kaffitíma á meðan ég hlusta á tónlist og syng upphátt. Vantar bara svuntuna. Ég púsla á gólfinu með börnunum og við lesum saman. Líf mitt er pínkuponsu eins og líf langömmu minnar. Nema hún var í 30 fermetrar. Með 17 börn. Ég þarf ekki að gera neitt. A Allt sem ég hélt að væri mikilvægt, er ekki rass í bala mikilvægt. Allt í einu er ég hætt að segja “bíddu” við börnin mín, eða “kannski seinna”. Allt í einu þarf ég ekki að skutla og sækja og er bara allíteinu er ég bara á sokkunum út á stétt með börnunum að syngja Eurovision lag. Allt í einu skiptir einkunnir ekki eins miklu máli eða vinna á einhverju íþróttamóti. Allt í einu er ekki hægt að lita á sér augabrúnirnar eða undirbúa sig í viku fyrir árshátíð sem stenst aldrei væntingar. Allt í einu tuða ég ekkert yfir heimalærdómi. Allt í einu má vera drasl því það kemur enginn í heimsókn. Allt í einu þarf ég að mæta mér og mínum tilfinningum í 90 fermetra íbúð með fullt af triggerum. Allt í einu er ég að mála steina sem ég fann í fjörunni. Mála allskonar kalla og yin og yang merkið. Bara alveg óvart er ég hætt að fara svona oft í búð og nýti allt miklu betur. Allt í einu leika allir sér bara í sínu horni og ég fer að leira. Alveg bara sísona. Allt í einu… …... þarf ég BARA MIG og ekkert annað. Þarf ekki einu sinni ís með dýfu. Það er svo klikkað bara að vera! Svo algjörlega klikkað ástand. Að fá tækifæri til að fá að vera, án þess að þurfa að gera, er algjörlega stórkostlegt! Móðir náttúra skoh! Skrefinu á undan. Klukkan er núna korter yfir sjö á fimmtudagskvöldi… held ég. Ég sit á púða á gólfinu í náttfötunum. Með heyrnartól en ekki að hlusta á neitt samt. Börnin eru einhvers staðar úti að leika. Heimatilbúin afgangur síðan í gær. Í alvöru krakkar…. ef þetta er ekki „lífið er núna“ þá er það ekkert. NJÓTIÐ!!
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar