Erlent

Skaut á vegfarendur klæddur í lögreglubúning

Andri Eysteinsson skrifar
Bíllinn sem Wortman keyrði, athygli vegfarenda var vakin á númerinu á bílnum.
Bíllinn sem Wortman keyrði, athygli vegfarenda var vakin á númerinu á bílnum. Twitter(RCMP Nova Scotia

Karlmaður í bænum Portapique í Novia Scotia í Kanada hefur verið handtekinn grunaður um að hafa skotið á fjölda fólks í bænum skömmu fyrir miðnætti í gær að staðartíma.

Lögreglan í Portapique hefur hvorki staðfest hve margir urðu fyrir skoti né hvort einhver hafi látist í árásinni. Hins vegar hefur verið greint frá því að grunaður árásarmaður, hinn 51 árs gamli Gabriel Wortman hafi verið handtekinn.

Wortman er sagður hafa verið klæddur í kanadískan lögreglubúning og um tíma keyrt lögreglubíl. Maðurinn hafi þó aldrei starfað fyrir lögregluna í Kanada.

Íbúum í bænum var gert að halda sig innandyra á meðan að maðurinn lék lausum hala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×