Íslenska VARsjáin gat borið sig saman við tæknina sem er notuð í enska boltanum Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2020 19:00 Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er einn starfsmanna OZ. Hann er einnig einn besti dómari Pepsi Max-deildarinnar. vísir/bára Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, milliríkjadómari, hefur undanfarnar vikur og mánuði unnið að nýju VAR-kerfi sem gæti nýst á Íslandi. Hann vinnur hjá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu OZ þar sem unnið er hörðum höndum að kerfi sem gæti nýst sem hin svokallaða VARsjá, myndbandaðstoðardómarar. Vilhjálmur Alvar segir að kerfið sem OZ hefur hannað hafi komist í gegnum ákveðið próf fyrr í mánuðinum en OZ hefur unnið að kerfinu undanfarna mánuði. Þar voru það tvö fyrirtæki sem komust í gegnum prófið og hitt fyrirtækið var ekkert smá fyrirtæki. „Á þessum viðburði hjá hollenska knattspyrnusambandinu sem við vorum á í mars voru tvö fyrirtæki. Það voru við og Hawk-Eye en þeir sjá um enska, spænska, ítalska boltann, UEFA og þessar stærstu. Við gátum borið okkur saman við toppinn og eigum eftir að fá niðurstöðurnar en við komumst í gegnum þetta nálarauga,“ sagði Vilhjálmur Alvar sem var gestur í Sportinu í dag. Næsta spurning beindist svo að því hvenær við myndum sjá VAR-ið í Pepsi Max-deildunum hér heima. „Vonandi sem fyrst. Það er alltaf ákvörðun sem knattspyrnusamböndin þurfa að taka því að maður tekur ekki bara ákvörðun og segja nú ætlum við að taka VAR. Það þarf að þjálfa dómara og þessi þjálfun tekur langan tíma. Þú þarft að þjálfa þá í að vinna með myndbandsbúnaðinn og þjálfa dómarana á vellinum að hafa VAR í eyranu og annað.“ „Slíkt þjálfunarferli tekur hjá sumum allt upp í ár. Danirnir eru að eyða átta mánuðum í þetta og svo framvegis. Það væri frábært fyrir okkur að fá þetta inn á Íslandi og ekki bara fyrir okkur heldur fyrir íslenska knattspyrnu. Til þess að tryggja það að stórar ákvarðanir fara ekki úrskeiðis. Maður sem vill dómari vill dæma allt rétt en það getur gerst að eitthvað stórt gerist. Við höfum dæmi úr íslenskri knattspyrnu þar sem hefði verið gott að hafa myndbandsdómgæslu.“ Farið var yfir nokkur atvik í stærstu deildunum og þeir Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson létu Vilhjálm útskýra hina ýmsu dóma. Klippa: Vilhjálmur Alvar um OZ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í dag Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, milliríkjadómari, hefur undanfarnar vikur og mánuði unnið að nýju VAR-kerfi sem gæti nýst á Íslandi. Hann vinnur hjá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu OZ þar sem unnið er hörðum höndum að kerfi sem gæti nýst sem hin svokallaða VARsjá, myndbandaðstoðardómarar. Vilhjálmur Alvar segir að kerfið sem OZ hefur hannað hafi komist í gegnum ákveðið próf fyrr í mánuðinum en OZ hefur unnið að kerfinu undanfarna mánuði. Þar voru það tvö fyrirtæki sem komust í gegnum prófið og hitt fyrirtækið var ekkert smá fyrirtæki. „Á þessum viðburði hjá hollenska knattspyrnusambandinu sem við vorum á í mars voru tvö fyrirtæki. Það voru við og Hawk-Eye en þeir sjá um enska, spænska, ítalska boltann, UEFA og þessar stærstu. Við gátum borið okkur saman við toppinn og eigum eftir að fá niðurstöðurnar en við komumst í gegnum þetta nálarauga,“ sagði Vilhjálmur Alvar sem var gestur í Sportinu í dag. Næsta spurning beindist svo að því hvenær við myndum sjá VAR-ið í Pepsi Max-deildunum hér heima. „Vonandi sem fyrst. Það er alltaf ákvörðun sem knattspyrnusamböndin þurfa að taka því að maður tekur ekki bara ákvörðun og segja nú ætlum við að taka VAR. Það þarf að þjálfa dómara og þessi þjálfun tekur langan tíma. Þú þarft að þjálfa þá í að vinna með myndbandsbúnaðinn og þjálfa dómarana á vellinum að hafa VAR í eyranu og annað.“ „Slíkt þjálfunarferli tekur hjá sumum allt upp í ár. Danirnir eru að eyða átta mánuðum í þetta og svo framvegis. Það væri frábært fyrir okkur að fá þetta inn á Íslandi og ekki bara fyrir okkur heldur fyrir íslenska knattspyrnu. Til þess að tryggja það að stórar ákvarðanir fara ekki úrskeiðis. Maður sem vill dómari vill dæma allt rétt en það getur gerst að eitthvað stórt gerist. Við höfum dæmi úr íslenskri knattspyrnu þar sem hefði verið gott að hafa myndbandsdómgæslu.“ Farið var yfir nokkur atvik í stærstu deildunum og þeir Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson létu Vilhjálm útskýra hina ýmsu dóma. Klippa: Vilhjálmur Alvar um OZ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í dag Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira