Hinsegin samstaða á krefjandi tímum Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 26. mars 2020 14:30 Óvissutímar á borð við þá sem við lifum nú á hafa vitanlega áhrif á hinsegin fólk eins og annað fólk, en þó eru ákveðin sérkenni á okkar reynslu. Það er þess vegna afar mikilvægt að við höldum utan um hvert annað núna og hjálpumst að við að komast í gegnum þetta tímabil. Almennt glímir stærri hluti hinsegin fólks við geðræn vandamál á borð við kvíða og þunglyndi en tíðkast meðal meirihlutasamfélagsins. Í okkar hópi eru einnig mörg sem búa ein, hafa einangrast eða eiga á hættu að einangrast í ástandinu sem nú ríkir. Ráðstafanir um takmarkanir á samkomum koma sérstaklega illa við eldri einstaklinga sem eiga e.t.v. fáa nána fjölskyldumeðlimi eða vini og hafa til þessa helst fundið félagslega næringu meðal kunningja á fjölmennari stöðum eða viðburðum. Mörg upplifa svo í þokkabót sársaukafullt endurlit til tíma HIV, faraldursins sem hjó svo stórt skarð í hóp homma og tvíkynhneigðra karla á Íslandi á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Ekki bætir úr skák þegar þessi nýja veira eykur á fordóma í garð ákveðinna hópa fólks eða skapar sundrungu. Hinsegin samfélagið veit af biturri reynslu hversu skaðlegt það er að draga fólk í dilka eftir því hvernig smitsjúkdómar breiðast út. Enn þann dag í dag geta karlar sem sofa hjá körlum ekki hjálpað samborgurum sínum á neyðartímum og gefið blóð - vegna fordóma af völdum veiru. Nú er fólk almennt beðið um að vera heima hjá sér og tímum í skipulögðu skólastarfi hefur fækkað snarlega. Heilu fjölskyldurnar eru í sóttkví. Ljóst er að sum hinsegin börn og ungmenni eru í reynd þvinguð til þess að vera öllum stundum inni á heimilum þar sem þau geta ekki verið þau sjálf, fá ekki stuðning eða verða jafnvel fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlima. Hinsegin félagsmiðstöðin hefur þurft að loka vegna samkomubanns, en við vitum að hún er oft eini staðurinn þar sem ákveðinn hópur ungmenna finnur til öryggis í hversdagslífinu. Margt hinsegin fólk þarf á auknum stuðningi að halda um þessar mundir. Samtökin ‘78 bjóða enn upp á ýmsa þjónustu á meðan samkomubanni stendur. Hægt er að bóka tíma í fjarráðgjöf hjá ráðgjöfum Samtakanna ‘78 hér. Einnig er hægt að hringja í skrifstofuna okkar í síma 552-7878 milli 13 og 16, eða senda tölvupóst á skrifstofa@samtokin78.is. Ungmenni geta leitað í instagram-reikning félagsmiðstöðvar Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar (@hinseginfelagsmidstods78), þar sem stafræn dagskrá verður á næstu dögum og hægt að hafa beint samband við forstöðukonu eða óska eftir símtali. Samtökin ‘78 eru til staðar fyrir allt hinsegin fólk nú sem endranær. Ekki hika við að hafa samband! Ég vil að lokum undirstrika mikilvægi þess að við leggjum okkur öll fram við að halda utan um hvert annað. Núna er tíminn til þess að heyra í gömlum kunningja, athuga með litlu frænku sem er ekki komin út fyrir foreldrum sínum, deila með fólki upplýsingum um þau bjargráð sem til staðar eru. Stöndum saman í gegnum óvissuna, pössum upp á hvert annað og skiljum engin eftir. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Sjá meira
Óvissutímar á borð við þá sem við lifum nú á hafa vitanlega áhrif á hinsegin fólk eins og annað fólk, en þó eru ákveðin sérkenni á okkar reynslu. Það er þess vegna afar mikilvægt að við höldum utan um hvert annað núna og hjálpumst að við að komast í gegnum þetta tímabil. Almennt glímir stærri hluti hinsegin fólks við geðræn vandamál á borð við kvíða og þunglyndi en tíðkast meðal meirihlutasamfélagsins. Í okkar hópi eru einnig mörg sem búa ein, hafa einangrast eða eiga á hættu að einangrast í ástandinu sem nú ríkir. Ráðstafanir um takmarkanir á samkomum koma sérstaklega illa við eldri einstaklinga sem eiga e.t.v. fáa nána fjölskyldumeðlimi eða vini og hafa til þessa helst fundið félagslega næringu meðal kunningja á fjölmennari stöðum eða viðburðum. Mörg upplifa svo í þokkabót sársaukafullt endurlit til tíma HIV, faraldursins sem hjó svo stórt skarð í hóp homma og tvíkynhneigðra karla á Íslandi á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Ekki bætir úr skák þegar þessi nýja veira eykur á fordóma í garð ákveðinna hópa fólks eða skapar sundrungu. Hinsegin samfélagið veit af biturri reynslu hversu skaðlegt það er að draga fólk í dilka eftir því hvernig smitsjúkdómar breiðast út. Enn þann dag í dag geta karlar sem sofa hjá körlum ekki hjálpað samborgurum sínum á neyðartímum og gefið blóð - vegna fordóma af völdum veiru. Nú er fólk almennt beðið um að vera heima hjá sér og tímum í skipulögðu skólastarfi hefur fækkað snarlega. Heilu fjölskyldurnar eru í sóttkví. Ljóst er að sum hinsegin börn og ungmenni eru í reynd þvinguð til þess að vera öllum stundum inni á heimilum þar sem þau geta ekki verið þau sjálf, fá ekki stuðning eða verða jafnvel fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlima. Hinsegin félagsmiðstöðin hefur þurft að loka vegna samkomubanns, en við vitum að hún er oft eini staðurinn þar sem ákveðinn hópur ungmenna finnur til öryggis í hversdagslífinu. Margt hinsegin fólk þarf á auknum stuðningi að halda um þessar mundir. Samtökin ‘78 bjóða enn upp á ýmsa þjónustu á meðan samkomubanni stendur. Hægt er að bóka tíma í fjarráðgjöf hjá ráðgjöfum Samtakanna ‘78 hér. Einnig er hægt að hringja í skrifstofuna okkar í síma 552-7878 milli 13 og 16, eða senda tölvupóst á skrifstofa@samtokin78.is. Ungmenni geta leitað í instagram-reikning félagsmiðstöðvar Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar (@hinseginfelagsmidstods78), þar sem stafræn dagskrá verður á næstu dögum og hægt að hafa beint samband við forstöðukonu eða óska eftir símtali. Samtökin ‘78 eru til staðar fyrir allt hinsegin fólk nú sem endranær. Ekki hika við að hafa samband! Ég vil að lokum undirstrika mikilvægi þess að við leggjum okkur öll fram við að halda utan um hvert annað. Núna er tíminn til þess að heyra í gömlum kunningja, athuga með litlu frænku sem er ekki komin út fyrir foreldrum sínum, deila með fólki upplýsingum um þau bjargráð sem til staðar eru. Stöndum saman í gegnum óvissuna, pössum upp á hvert annað og skiljum engin eftir. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun