Dagur tvö: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. mars 2020 10:30 Garpur Elísabetarson ferðast einn um Ísland á tímum kórónuveiru. Vísir/Garpur Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Dag tvö í ferðadagbók hans má finna hér fyrir neðan. Í dag má segja að hringferðin í kringum Ísland hafi tekið af stað. Ég gisti á Hótel Rangá þar sem var hugsað mjög vel um mig. Ég byrjaði á því að kíkja á Nauthúsagil, sem er staður, þokkalega falinn mörgum. Ég var reyndar mest forvitinn að finna gönguskó dóttur minnar sem gleymdust þarna fyrir nokkrum mánuðum. Ég fann þá ekki. En það var ófært að ganga gilið, þannig ég lét mér nægja að fylla flöskuna af fersku vatni og halda áfram. Klippa: Dagur 2 - Ferðalangur í eigin landi Ég stoppaði stutt við Seljalandsfoss, þar sem vegurinn fyrir aftan fossinn var lokaður vegna snjóþyngdar. Því næst fór ég að Skógafossi. Þar var ég aleinn í heiminum og fylgdist ég með snjókornunum blandast vatninu í máttugum fossinum. Snjókornin við Skógafoss fönguðu athyglina.Vísir/Garpur Það góða við að vera einn á Skógafossi er að þá eru tröppurnar sem leiða mann upp fyrir fossinn auðar. Eitthvað sem ég hef aldrei fengið út af fyrir mig áður. Ég nýtti því tækifærið og hljóp upp. Eða, ég hljóp þar til ég gat ekki hlaupið lengur og skreið svo restina af þessum rúmlega 400 tröppum. Það voru engir ferðamenn sjáanlegir í Reynisfjöru í gær.Vísir/Garpur Ég endaði svo daginn í Reynisfjöru þar sem ég fylgdist dáleiddur með ógnvæglegum öldunum berja svarta sandinn. Það er auðvelt að gleyma sér í Reynisfjöru og auðvitað um leið stórhættulegt. Ég gisti í Vík í kvöld, eða rétt fyrir utan á Hótel Kötlu, en á morgun bíða mín nokkur ævintýri í kringum bæinn áður en ég held ferð minni áfram austur. Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalangur í eigin landi Ferðalög Tengdar fréttir Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Garpur er aleinn en tók með sér nóg af myndavélum og drónum svo hann gæti deilt ferðasögunni sinni með öðrum. 24. mars 2020 14:30 Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30 Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Dag tvö í ferðadagbók hans má finna hér fyrir neðan. Í dag má segja að hringferðin í kringum Ísland hafi tekið af stað. Ég gisti á Hótel Rangá þar sem var hugsað mjög vel um mig. Ég byrjaði á því að kíkja á Nauthúsagil, sem er staður, þokkalega falinn mörgum. Ég var reyndar mest forvitinn að finna gönguskó dóttur minnar sem gleymdust þarna fyrir nokkrum mánuðum. Ég fann þá ekki. En það var ófært að ganga gilið, þannig ég lét mér nægja að fylla flöskuna af fersku vatni og halda áfram. Klippa: Dagur 2 - Ferðalangur í eigin landi Ég stoppaði stutt við Seljalandsfoss, þar sem vegurinn fyrir aftan fossinn var lokaður vegna snjóþyngdar. Því næst fór ég að Skógafossi. Þar var ég aleinn í heiminum og fylgdist ég með snjókornunum blandast vatninu í máttugum fossinum. Snjókornin við Skógafoss fönguðu athyglina.Vísir/Garpur Það góða við að vera einn á Skógafossi er að þá eru tröppurnar sem leiða mann upp fyrir fossinn auðar. Eitthvað sem ég hef aldrei fengið út af fyrir mig áður. Ég nýtti því tækifærið og hljóp upp. Eða, ég hljóp þar til ég gat ekki hlaupið lengur og skreið svo restina af þessum rúmlega 400 tröppum. Það voru engir ferðamenn sjáanlegir í Reynisfjöru í gær.Vísir/Garpur Ég endaði svo daginn í Reynisfjöru þar sem ég fylgdist dáleiddur með ógnvæglegum öldunum berja svarta sandinn. Það er auðvelt að gleyma sér í Reynisfjöru og auðvitað um leið stórhættulegt. Ég gisti í Vík í kvöld, eða rétt fyrir utan á Hótel Kötlu, en á morgun bíða mín nokkur ævintýri í kringum bæinn áður en ég held ferð minni áfram austur. Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalangur í eigin landi Ferðalög Tengdar fréttir Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Garpur er aleinn en tók með sér nóg af myndavélum og drónum svo hann gæti deilt ferðasögunni sinni með öðrum. 24. mars 2020 14:30 Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30 Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Sjá meira
Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Garpur er aleinn en tók með sér nóg af myndavélum og drónum svo hann gæti deilt ferðasögunni sinni með öðrum. 24. mars 2020 14:30
Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30