Innlent

Svan­dís, Guð­mundur Ingi, Karl Steinar, Dagur B. og Skí­mó í Bítinu

Atli Ísleifsson skrifar
Bítið á Bylgjunni
Bítið á Bylgjunni

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mætti til Bítismanna í þætti dagsins, sem og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var sömuleiðis á línunni.

Klippa: Bítið - Svandís Svavarsdóttir
Klippa: Bítið - Dagur B. Eggertsson

Klippa: Bítið - Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Þátturinn hófst klukkan 6:50 en sjónvarpsútsendingu lauk klukkan 9 og hélt þátturinn svo áfram á Bylgjunni til klukkan 10.

Klippa: Bítið - Steinar B. Aðalbjörnsson

Þeir Heimir og Gulli ræddu einnig við Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðing hjá Royal Canine um mikilvægi gæludýra á þessum tímum.

Klippa: Bítið - Bogga Eggertsdóttir

Sömuleiðis var rætt við Boggu Eggertsdóttur, markaðsstjóra hjá Lyf og heilsu, og Gunnar Má Sigurfinnsson hjá Icelandair Cargo, en hann ræddi stöðu fraktflugsins hjá fyrirtækinu.

Klippa: Bítið - Gunnar Már Sigurfinnsson

Karl Steinar Valsson ræddi verkefni lögreglunnar á þessum breyttu tímum. Einnig var spjallað við Berg Benediktsson sem hjólaði tæpa 500 kílómetra í Alaska til styrktar Krafti, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, og knattspyrnumanninn Emil Hallfreðsson.

Klippa: Bítið - Karl Steinar Valsson
Klippa: Bítið - Bergur Benediktsson
Klippa: Bítið - Emil Hallfreðsson

Þá var haldið áfram að fylgjast með för Garps Elísabetarsonar um landið. Í lok þáttar mætti svo hljómsveitin Skítamórall og frumsýndi nýtt tónlistarmyndband.

Klippa: Bítið - Skítamórall



Fleiri fréttir

Sjá meira


×