Brynjar Þór: Fannst þetta rétta ákvörðunin til að koma með smá sprengju Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 21:00 Brynjar Þór Björnsson hefur miklar áhyggjur af stöðu mála vegna útbreiðslu Kórónuveirunnar. Vísir/Bára Það vakti marga til umhugsunar þegar Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR í Dominos-deild karla, ákvað að afboða sig í stórleik KR gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla þann 5. mars vegna kórónuveirunnar. Hann stendur fast við ákvörðunina og sér ekki eftir henni. Átta dögum síðar var deildin sett á pásu og 18. mars var deildin svo algjörlega blásin af. Brynjar Þór var á Skype í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Kjartan Atla Kjartansson. „Þegar maður lítur til baka þá tók þetta aðeins lengri tíma en ég hafði vonast eftir. Fyrirtækin í landinu voru byrjuð að grípa til aðgerða með að fresta árshátíðum og mannamótum. Mér fannst íþróttahreyfingin sitja á eftir hvað þetta varðar,“ sagði Brynjar í dag. „Almannavarnir voru að biðja almenning í landinu um að hugsa um það hvert þeir væru að fara og hvort að það væri nauðsynlegt að fara á viðburði þar sem væri mikið af fólki. Þar af leiðandi fannst mér íþróttahreyfingin sitja á eftir hvað varðar fyrirtækinu í landinu. Þau brugðust við á meðan við sátum eftir.“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði í viðtali eftir ákvörðun Brynjars að hann væri ekki sáttur við hana og Brynjar segir eftir á að hyggja hefði hann átt að tjá leikmönnunum ákvörðun sína, áður en hún var sett á netið. „Eftir á að hyggja hefði maður átt að tilkynna leikmönnum liðsins þetta áður en þetta færi opinberlega í fréttirnar. Ég var búinn að vera í sambandi við Inga þjálfara, Böðvar og Kristinn hjá KKÍ og var að spyrjast fyrir hvort að það væru einhver samtöl í gangi að fresta leikjum eða hvort bregðast ætti við. Miðað við samtölin þá var ekkert að fara gerast og mér fannst þar af leiðandi þetta rétta ákvörðunin til að koma með smá sprengju og umræðunni af stað í þjóðfélaginu að þetta væri ekkert grín þessi veira.“ „Við vorum frekar afslöppuð varðandi viðhorf gagnvart hversu hættulegt þetta er og mér fannst þetta vekja fólk í landinu til umhugsunar um hluti eins og Nettó-mótið í handbolta og bikarkeppnina í handbolta. Nettó-mótið tók rétta ákvörðun en bikarkeppnin hefði kannski ekki átt að fara fram.“ Viðtalið við Brynjar má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Brynjar um ákvörðun sína Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Sportið í dag Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
Það vakti marga til umhugsunar þegar Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR í Dominos-deild karla, ákvað að afboða sig í stórleik KR gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla þann 5. mars vegna kórónuveirunnar. Hann stendur fast við ákvörðunina og sér ekki eftir henni. Átta dögum síðar var deildin sett á pásu og 18. mars var deildin svo algjörlega blásin af. Brynjar Þór var á Skype í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Kjartan Atla Kjartansson. „Þegar maður lítur til baka þá tók þetta aðeins lengri tíma en ég hafði vonast eftir. Fyrirtækin í landinu voru byrjuð að grípa til aðgerða með að fresta árshátíðum og mannamótum. Mér fannst íþróttahreyfingin sitja á eftir hvað þetta varðar,“ sagði Brynjar í dag. „Almannavarnir voru að biðja almenning í landinu um að hugsa um það hvert þeir væru að fara og hvort að það væri nauðsynlegt að fara á viðburði þar sem væri mikið af fólki. Þar af leiðandi fannst mér íþróttahreyfingin sitja á eftir hvað varðar fyrirtækinu í landinu. Þau brugðust við á meðan við sátum eftir.“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði í viðtali eftir ákvörðun Brynjars að hann væri ekki sáttur við hana og Brynjar segir eftir á að hyggja hefði hann átt að tjá leikmönnunum ákvörðun sína, áður en hún var sett á netið. „Eftir á að hyggja hefði maður átt að tilkynna leikmönnum liðsins þetta áður en þetta færi opinberlega í fréttirnar. Ég var búinn að vera í sambandi við Inga þjálfara, Böðvar og Kristinn hjá KKÍ og var að spyrjast fyrir hvort að það væru einhver samtöl í gangi að fresta leikjum eða hvort bregðast ætti við. Miðað við samtölin þá var ekkert að fara gerast og mér fannst þar af leiðandi þetta rétta ákvörðunin til að koma með smá sprengju og umræðunni af stað í þjóðfélaginu að þetta væri ekkert grín þessi veira.“ „Við vorum frekar afslöppuð varðandi viðhorf gagnvart hversu hættulegt þetta er og mér fannst þetta vekja fólk í landinu til umhugsunar um hluti eins og Nettó-mótið í handbolta og bikarkeppnina í handbolta. Nettó-mótið tók rétta ákvörðun en bikarkeppnin hefði kannski ekki átt að fara fram.“ Viðtalið við Brynjar má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Brynjar um ákvörðun sína Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Sportið í dag Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti