Íhaldssöm ríki stöðva þungunarrof í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2020 08:51 Chrisse France, forstjóri Preterm, annasömustu heilsugæslustöðvarinnar sem framkvæmir þungunarrof í Ohio. Yfirvöld þar segja að stöðva beri þungunarrof á meðan á faraldrinum stendur þar sem þau telja það ónauðsynlega aðgerð. AP/Tony Dejak Yfirvöld í Texas og Ohio í Bandaríkjunum hafa ákveðið að þungunarrof sé ónauðsynleg aðgerð sem verði að fresta vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að samtök bandarískra kvensjúkdómalækna hafi kallað eftir því að þungunarrof nyti verndar í faraldrinum. Báðum ríkjum er stjórnað af repúblikönum og hafa ströng lög um þungunarrof. Það er bannað eftir tuttugustu viku eftir frjóvgun í Texas og konur þurfa að fara í ráðgjöf um önnur úrræði áður en þær fá að fara í þungunarrof. Bæði ríki hafa jafnframt samþykkt enn strangari löggjöf sem myndi banna þungunarrof í nær öllum tilfellum en dómstólar hafa stöðvað gildistöku hennar. Til að bregðast við álagi sem kórónuveirufaraldurinn skapar fyrir heilbrigðisþjónustu hafa bæði ríkin gripið til þess ráðs að stöðva tímabundið valkvæðar aðgerðir þangað til í apríl, þar á meðal þungunarrof. Hægt er að sekta eða jafnvel fangelsa þá sem brjóta gegn tilskipuninni í Texas, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, segir að allar „ónauðsynlegar“ þungunarrofsaðgerðir verði bannaðar eftir að Greg Abbott stöðvaði valkvæðar aðgerðir um helgina. Þungunarrof verður aðeins framkvæmt til að bjarga lífi eða heilsu móður, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Ohio segjast heilsugæslustöðvar þar sem þungunarrof er framkvæmt ætla að halda því áfram þar sem þær telja sig uppfylla skipanir ríkisstjórans þar. Frestun getur aukið hættu eða gert þjónustuna óaðgengilega Ýmis samtök bandaríska kvensjúkdómslækna sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í síðustu viku þar sem þau hvöttu til þess að þungunarrof héldi áfram þrátt fyrir faraldurinn. „Þetta er einnig þjónusta þar sem tíminn ræður miklu og frestun um nokkrar vikur, eða í sumum tilfellum daga, getur aukið áhættu eða mögulega gert hana algerlega óaðgengilega. Afleiðingarnar af því að komast ekki í þungunarrof hafa djúpstæð áhrif á líf, heilsu og velferð fólks,“ sögðu samtökin sem bentu á að flestar aðgerðir af þessu tagi fara ekki fram á sjúkrahúsum þar sem tekið er við COVID-19-sjúklingum. Samtök sem styðja rétt kvenna til þungunarrofs mótmæla ákvörðun ríkjanna einnig og segja að líta ætti á þungunarrof sem nauðsynlega aðgerð. Ein þeirra saka Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, um að notfæra sér faraldurinn í þágu eigin hugmyndafræði um að þrengja að þungunarrofi. Hópar sem vilja banna þungunarrof hafa hvatt félaga sína til þess að þrýsta á ríkisstjóra um öll Bandaríkin að stöðva þungunarrof í faraldrinum á þeim forsendum að það séu ónauðsynlegar aðgerðir. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þungunarrof Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Yfirvöld í Texas og Ohio í Bandaríkjunum hafa ákveðið að þungunarrof sé ónauðsynleg aðgerð sem verði að fresta vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að samtök bandarískra kvensjúkdómalækna hafi kallað eftir því að þungunarrof nyti verndar í faraldrinum. Báðum ríkjum er stjórnað af repúblikönum og hafa ströng lög um þungunarrof. Það er bannað eftir tuttugustu viku eftir frjóvgun í Texas og konur þurfa að fara í ráðgjöf um önnur úrræði áður en þær fá að fara í þungunarrof. Bæði ríki hafa jafnframt samþykkt enn strangari löggjöf sem myndi banna þungunarrof í nær öllum tilfellum en dómstólar hafa stöðvað gildistöku hennar. Til að bregðast við álagi sem kórónuveirufaraldurinn skapar fyrir heilbrigðisþjónustu hafa bæði ríkin gripið til þess ráðs að stöðva tímabundið valkvæðar aðgerðir þangað til í apríl, þar á meðal þungunarrof. Hægt er að sekta eða jafnvel fangelsa þá sem brjóta gegn tilskipuninni í Texas, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, segir að allar „ónauðsynlegar“ þungunarrofsaðgerðir verði bannaðar eftir að Greg Abbott stöðvaði valkvæðar aðgerðir um helgina. Þungunarrof verður aðeins framkvæmt til að bjarga lífi eða heilsu móður, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Ohio segjast heilsugæslustöðvar þar sem þungunarrof er framkvæmt ætla að halda því áfram þar sem þær telja sig uppfylla skipanir ríkisstjórans þar. Frestun getur aukið hættu eða gert þjónustuna óaðgengilega Ýmis samtök bandaríska kvensjúkdómslækna sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í síðustu viku þar sem þau hvöttu til þess að þungunarrof héldi áfram þrátt fyrir faraldurinn. „Þetta er einnig þjónusta þar sem tíminn ræður miklu og frestun um nokkrar vikur, eða í sumum tilfellum daga, getur aukið áhættu eða mögulega gert hana algerlega óaðgengilega. Afleiðingarnar af því að komast ekki í þungunarrof hafa djúpstæð áhrif á líf, heilsu og velferð fólks,“ sögðu samtökin sem bentu á að flestar aðgerðir af þessu tagi fara ekki fram á sjúkrahúsum þar sem tekið er við COVID-19-sjúklingum. Samtök sem styðja rétt kvenna til þungunarrofs mótmæla ákvörðun ríkjanna einnig og segja að líta ætti á þungunarrof sem nauðsynlega aðgerð. Ein þeirra saka Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, um að notfæra sér faraldurinn í þágu eigin hugmyndafræði um að þrengja að þungunarrofi. Hópar sem vilja banna þungunarrof hafa hvatt félaga sína til þess að þrýsta á ríkisstjóra um öll Bandaríkin að stöðva þungunarrof í faraldrinum á þeim forsendum að það séu ónauðsynlegar aðgerðir.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þungunarrof Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira