Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2020 11:15 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið í lykilhlutverki hjá Wolfsburg. VÍSIR/GETTY Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. Sara verður samningslaus í sumar eftir gjöful ár í Þýskalandi þar sem hún hefur orðið Þýskalandsmeistari og bikarmeistari þrjú ár í röð með Wolfsburg, og var á góðri leið með að ná því í fjórða sinn þegar hlé var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Hún hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu öll þessi ár. Franski miðillinn RMC Sport greinir frá því að Sara og Lola Gallardo, markvörður Atlético Madrid, komi til Lyon í sumar. Þær eigi að fylla skarðið sem Dzsenifer Marozsan og Sarah Bouhaddi skilji eftir sig en þær eru á leið til Utah Royals í Bandaríkjunum, þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur verið á mála. Lyon hefur ekki staðfest fréttirnar en samkvæmt heimildum Vísis er fótur fyrir þeim. Sara, sem er 29 ára, hefur kynnst því á eigin skinni hve sterkt lið Lyon er en hún var í liði Wolfsburg sem tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Lyon árið 2018, og þegar Wolfsburg féll úr keppni gegn Lyon í 8-liða úrslitum keppninnar í fyrra. Lyon hefur unnið Meistaradeildina oftast allra liða eða sex sinnum, þar af fjögur síðustu ár. Lyon er, líkt og Wolfsburg, komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en hlé er á keppninni og óvíst hvort og þá hvenær hún verði kláruð, vegna kórónuveirunnar. Lyon er einnig sigursælasta lið í sögu frönsku 1. deildarinnar með 13 titla en liðið hefur orðið franskur meistari 13 sinnum í röð. Þá hefur Lyon unnið frönsku bikarkeppnina átta sinnum. Franski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk hvetur unga iðkendur til að halda áfram að hreyfa sig Knattspyrnusamband Íslands vill gera sitt í að lyfta upp anda þjóðarinnar og hvetja hana til að halda áfram að hreyfa sig í samkomubanni. KSÍ fékk landsliðsfólkið til að taka þátt í þessu með sér. Ari Freyr Skúlason reið á vaðið í gær og í dag er það landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir sem tekur við keflinu. 21. mars 2020 14:15 Þjóðverjar fresta einnig Keppni í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur verið frestar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 15:41 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. Sara verður samningslaus í sumar eftir gjöful ár í Þýskalandi þar sem hún hefur orðið Þýskalandsmeistari og bikarmeistari þrjú ár í röð með Wolfsburg, og var á góðri leið með að ná því í fjórða sinn þegar hlé var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Hún hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu öll þessi ár. Franski miðillinn RMC Sport greinir frá því að Sara og Lola Gallardo, markvörður Atlético Madrid, komi til Lyon í sumar. Þær eigi að fylla skarðið sem Dzsenifer Marozsan og Sarah Bouhaddi skilji eftir sig en þær eru á leið til Utah Royals í Bandaríkjunum, þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur verið á mála. Lyon hefur ekki staðfest fréttirnar en samkvæmt heimildum Vísis er fótur fyrir þeim. Sara, sem er 29 ára, hefur kynnst því á eigin skinni hve sterkt lið Lyon er en hún var í liði Wolfsburg sem tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Lyon árið 2018, og þegar Wolfsburg féll úr keppni gegn Lyon í 8-liða úrslitum keppninnar í fyrra. Lyon hefur unnið Meistaradeildina oftast allra liða eða sex sinnum, þar af fjögur síðustu ár. Lyon er, líkt og Wolfsburg, komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en hlé er á keppninni og óvíst hvort og þá hvenær hún verði kláruð, vegna kórónuveirunnar. Lyon er einnig sigursælasta lið í sögu frönsku 1. deildarinnar með 13 titla en liðið hefur orðið franskur meistari 13 sinnum í röð. Þá hefur Lyon unnið frönsku bikarkeppnina átta sinnum.
Franski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk hvetur unga iðkendur til að halda áfram að hreyfa sig Knattspyrnusamband Íslands vill gera sitt í að lyfta upp anda þjóðarinnar og hvetja hana til að halda áfram að hreyfa sig í samkomubanni. KSÍ fékk landsliðsfólkið til að taka þátt í þessu með sér. Ari Freyr Skúlason reið á vaðið í gær og í dag er það landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir sem tekur við keflinu. 21. mars 2020 14:15 Þjóðverjar fresta einnig Keppni í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur verið frestar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 15:41 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Sara Björk hvetur unga iðkendur til að halda áfram að hreyfa sig Knattspyrnusamband Íslands vill gera sitt í að lyfta upp anda þjóðarinnar og hvetja hana til að halda áfram að hreyfa sig í samkomubanni. KSÍ fékk landsliðsfólkið til að taka þátt í þessu með sér. Ari Freyr Skúlason reið á vaðið í gær og í dag er það landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir sem tekur við keflinu. 21. mars 2020 14:15
Þjóðverjar fresta einnig Keppni í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur verið frestar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 15:41