Keflavíkurflugvöllur eins og draugabær Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2020 17:58 Nánast engir ferðamenn eru að koma til landsins og engir Íslendingar á leið úr landi. Vísir/Vilhelm Keflavíkurflugvöllur leit út eins og draugabær í dag en ferðamönnum hefur fækkað gífurlega hér á landi og sömuleiðis ferðum Íslendinga vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubanns. Fyrr í þessum mánuði fór þar að auki að draga verulega úr flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Sjá einnig: Stórlega dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu Samkomubannið sem er í gildi hér á landi var hert á miðnætti og mega tuttugu manns eða fleiri nú ekki koma saman. Sjá einnig: „Við erum ekkert að grínast með þetta“ Er takmörkununum ætlað að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Enn er lögð áhersla á að nánd milli fólks verði ekki minni en tveir metrar og í allri starfsemi verður að tryggja að hægt sé að hafa minnst tvo metra á milli einstaklinga. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir fjölda fyrirtækja skella í lás í dag á fyrsta degi herts samkomubanns. Sum fyrirtæki megi hreinlega ekki starfa, önnur sjá ekki hag sinn í að hafa opið og mörgum er lokað vegna lítillar eftirspurnar. Sjá einnig: Fjöldi fyrirtækja skellti í lás í dag Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, tók göngutúr um Keflavíkurflugvöll í dag og fangaði andrúmsloftið. Myndirnar má sjá hér að neðan. 240 manns var sagt upp hjá Icelandair í gær og var einnig gripið til annarskonar aðgerða.Vísir/Vilhelm Fáir ferðamenn voru að fara í flug í dag.Vísir/Vilhelm Þessi ferðamaður var á leið úr landi og var ef til vill beðinn um að slökkva ljósin á eftir sér.Vísir/Vilhelm Bílastæðin við Keflavíkurflugvöll eru nánast tóm.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Flugvélum hefur verið lagt víða um heim.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur leit út eins og draugabær í dag en ferðamönnum hefur fækkað gífurlega hér á landi og sömuleiðis ferðum Íslendinga vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubanns. Fyrr í þessum mánuði fór þar að auki að draga verulega úr flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Sjá einnig: Stórlega dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu Samkomubannið sem er í gildi hér á landi var hert á miðnætti og mega tuttugu manns eða fleiri nú ekki koma saman. Sjá einnig: „Við erum ekkert að grínast með þetta“ Er takmörkununum ætlað að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Enn er lögð áhersla á að nánd milli fólks verði ekki minni en tveir metrar og í allri starfsemi verður að tryggja að hægt sé að hafa minnst tvo metra á milli einstaklinga. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir fjölda fyrirtækja skella í lás í dag á fyrsta degi herts samkomubanns. Sum fyrirtæki megi hreinlega ekki starfa, önnur sjá ekki hag sinn í að hafa opið og mörgum er lokað vegna lítillar eftirspurnar. Sjá einnig: Fjöldi fyrirtækja skellti í lás í dag Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, tók göngutúr um Keflavíkurflugvöll í dag og fangaði andrúmsloftið. Myndirnar má sjá hér að neðan. 240 manns var sagt upp hjá Icelandair í gær og var einnig gripið til annarskonar aðgerða.Vísir/Vilhelm Fáir ferðamenn voru að fara í flug í dag.Vísir/Vilhelm Þessi ferðamaður var á leið úr landi og var ef til vill beðinn um að slökkva ljósin á eftir sér.Vísir/Vilhelm Bílastæðin við Keflavíkurflugvöll eru nánast tóm.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Flugvélum hefur verið lagt víða um heim.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum