Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. mars 2020 14:30 Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um Ísland. Lesendur Vísis fá að fylgjast með honum alla daga ferðalagsins. Vísir/Garpur Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Garpur er aleinn en tók með sér nóg af myndavélum og drónum svo hann gæti deilt ferðasögunni sinni með öðrum. Ferðadagbókin hans mun bæði birtast hér á Vísi og svo koma myndböndin líka til með að vera í Bítinu á Stöð 2. Planið hans Garps er einfalt. Að skoða landið okkar með því að keyra hringinn á tíu dögum. Ísland er nánast án allra ferðamanna í augnablikinu svo Garpur á von á því að þetta verði frekar tómlegt en hann sér það alls ekki sem eitthvað neikvætt. „Núna er frekar einstakt að geta upplifað þetta, í einsemd,“ sagði Garpur í viðtali í Bítinu í morgun áður en hann lagði af stað. Garpur er vanur leiðsögumaður og ferðast einnig mikið á eigin vegum. hann hefur samt lent í því að ferðamenn sýni myndir af stað sem hann þekkir ekki.Vísir/Garpur Reynisfjaran mannlaus Garpur hefur starfað sem leiðsögumaður í mörg ár og ferðast einnig mikið sjálfur. Hann er því vanur því að heimsækja alla helstu ferðamannastaðina þegar erfitt er að ná mynd án þess að hundruð túrista séu inni á myndinni. Eftir að kórónuveiran byrjaði að gera vart við sig hér á landi fækkaði ferðamönnum mjög hratt. „Ég fór á eitthvað flakk og niður í Reynisfjöru og þar var enginn. Ég hugsaði „vá hvað þetta er geggjað!“ Auðvitað er ömurlegt að þetta ástand sé en það er samt mikið af plúsum og jákvæðni alls staðar sem maður þarf bara að finna,“ segir Garpur í samtali við Vísi um það hvernig hugmyndin kviknaði. „Ég fann hvað það var gaman að koma eins og í Reynisfjöru sem er venjulega troðfull af ferðamönnum og það var bara enginn þar. Þannig að allt í einu varð nálægðin við náttúruna svakalega mikil.“ Það var þá sem Garpur fékk þá hugmynd að fara af stað í þetta ferðalag, aleinn með GoPro-vélar, myndavélar og dróna með sér. View this post on Instagram A post shared by Garpur I Elísabetarson (@garpure) on Mar 12, 2020 at 4:24am PDT Spenntur fyrir Norðurlandi „Ég er að koma að Geysissvæðinu,“ sagði Garpur þegar blaðamaður tók stöðuna á honum rétt í þessu. Fyrsta ferðadagbókin birtist á Vísi á morgun og þá má sjá allt sem hann skoðaði og gerði á fyrsta degi ferðalagsins. Markmið Garps er að sýna hvað íslensku náttúruperlurnar eru nálægt okkur og hvetja vonandi þannig Íslendinga til að kynnast landinu sínu enn betur. Sjálfur hefur hann unnið mikið á suðausturströndinni eins og hún leggur sig. „Ég er því spenntur að sjá það í þeirri eyði sem það nú er. Núna er ég spenntur fyrir Norður- og Norðausturlandi og að fá tíma og næði til þess að skoða það almennilega. Ég er alveg fáránlega spenntur fyrir þessu.“ Viðtalið við Garp í Bítinu í morgun má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vísir - Garpur Elísabetarson Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Ferðalangur í eigin landi Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Garpur er aleinn en tók með sér nóg af myndavélum og drónum svo hann gæti deilt ferðasögunni sinni með öðrum. Ferðadagbókin hans mun bæði birtast hér á Vísi og svo koma myndböndin líka til með að vera í Bítinu á Stöð 2. Planið hans Garps er einfalt. Að skoða landið okkar með því að keyra hringinn á tíu dögum. Ísland er nánast án allra ferðamanna í augnablikinu svo Garpur á von á því að þetta verði frekar tómlegt en hann sér það alls ekki sem eitthvað neikvætt. „Núna er frekar einstakt að geta upplifað þetta, í einsemd,“ sagði Garpur í viðtali í Bítinu í morgun áður en hann lagði af stað. Garpur er vanur leiðsögumaður og ferðast einnig mikið á eigin vegum. hann hefur samt lent í því að ferðamenn sýni myndir af stað sem hann þekkir ekki.Vísir/Garpur Reynisfjaran mannlaus Garpur hefur starfað sem leiðsögumaður í mörg ár og ferðast einnig mikið sjálfur. Hann er því vanur því að heimsækja alla helstu ferðamannastaðina þegar erfitt er að ná mynd án þess að hundruð túrista séu inni á myndinni. Eftir að kórónuveiran byrjaði að gera vart við sig hér á landi fækkaði ferðamönnum mjög hratt. „Ég fór á eitthvað flakk og niður í Reynisfjöru og þar var enginn. Ég hugsaði „vá hvað þetta er geggjað!“ Auðvitað er ömurlegt að þetta ástand sé en það er samt mikið af plúsum og jákvæðni alls staðar sem maður þarf bara að finna,“ segir Garpur í samtali við Vísi um það hvernig hugmyndin kviknaði. „Ég fann hvað það var gaman að koma eins og í Reynisfjöru sem er venjulega troðfull af ferðamönnum og það var bara enginn þar. Þannig að allt í einu varð nálægðin við náttúruna svakalega mikil.“ Það var þá sem Garpur fékk þá hugmynd að fara af stað í þetta ferðalag, aleinn með GoPro-vélar, myndavélar og dróna með sér. View this post on Instagram A post shared by Garpur I Elísabetarson (@garpure) on Mar 12, 2020 at 4:24am PDT Spenntur fyrir Norðurlandi „Ég er að koma að Geysissvæðinu,“ sagði Garpur þegar blaðamaður tók stöðuna á honum rétt í þessu. Fyrsta ferðadagbókin birtist á Vísi á morgun og þá má sjá allt sem hann skoðaði og gerði á fyrsta degi ferðalagsins. Markmið Garps er að sýna hvað íslensku náttúruperlurnar eru nálægt okkur og hvetja vonandi þannig Íslendinga til að kynnast landinu sínu enn betur. Sjálfur hefur hann unnið mikið á suðausturströndinni eins og hún leggur sig. „Ég er því spenntur að sjá það í þeirri eyði sem það nú er. Núna er ég spenntur fyrir Norður- og Norðausturlandi og að fá tíma og næði til þess að skoða það almennilega. Ég er alveg fáránlega spenntur fyrir þessu.“ Viðtalið við Garp í Bítinu í morgun má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vísir - Garpur Elísabetarson Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Ferðalangur í eigin landi Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira