KR skuldar langmest af íþróttafélögunum í Reykjavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2020 11:00 KR-ingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta undanfarin sex ár. Skýrslan hefur áhyggjur af skuldsöfnuna körfuboltadeilda Reykjavíkurborgar. Vísir/Bára Skýrsla Reykjavíkurborgar um íþróttamál í Reykjavík sýnir að íþróttafélög innan höfuðborgarinnar skulda mikinn pening og hún hefur sérstakar áhyggjur af rekstri körfuboltadeildanna í borginni. Fréttablaðið segir í dag frá niðurstöðunum úr þessari skýrslu sem ber nafnið, Stefnumótun í íþróttamálum Reykjavíkur til 2030, en hún dregur upp dökka mynd af skuldastöðu félaga innan borgarinnar. KR skuldar mest af íþróttafélögunum í Reykjavík en árið 2018 skuldaði félagið tvö hundruð milljónir. Skuldastaða félaga er mjög mismunandi en heildarskuldirnar hafa aukist um 7,2 milljarða króna á tímabilinu 2014-2018. Fylkismenn hafa verið duglegastir að greiða niður skuldir og Fjölnir rauf 100 milljón króna markið árið 2018. KR, Fjölnir og Fylkir skulda mest af félögunum en KR-ingar eru næstum því hundrað milljónum hærri skuldir en hin tvö. Í skýrslunni kemur einnig fram að heildarlaunakostnaður íþróttafélaganna í Reykjavík hefur vaxið gríðarlega síðan árið 2014, eða um helming. Valsmenn eru þar í algjörum sérflokki en Hlíðarendafélagið er komið yfir 350 milljón króna múrinn. Önnur félög komast varla með tærnar þar sem Valsmenn hafa hælana eins og segir í frétt Benedikts Bóas Hinrikssonar í Fréttablaðinu. Skýrslan sýnir að á flestum árum eru deildir með nokkuð jákvæða útkomu. Knattspyrnudeildir borgarinnar voru þannig með 117 milljón króna jákvæða niðurstöðu en áhyggjurnar snúa sérstaklega af rekstri körfuboltadeildanna. „Þá sést einnig að rekstur körfuboltadeilda hefur greinilega þyngst allra síðustu ár,“ segir orðrétt í skýrslunni. Körfuknattleiksdeildir borgarinnar skiluðu 12,4 milljónum í mínus en handboltinn græðir á tá og fingri. Árið 2016 var sú tala 51 milljón, ári eftir um 20 milljónir og árið 2018 skiluðu handboltadeildir borgarinnar 37 milljónum í hagnað. Það má lesa alla fréttina í Fréttablaðinu með því að smella hér. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íþróttir Reykjavík KR Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira
Skýrsla Reykjavíkurborgar um íþróttamál í Reykjavík sýnir að íþróttafélög innan höfuðborgarinnar skulda mikinn pening og hún hefur sérstakar áhyggjur af rekstri körfuboltadeildanna í borginni. Fréttablaðið segir í dag frá niðurstöðunum úr þessari skýrslu sem ber nafnið, Stefnumótun í íþróttamálum Reykjavíkur til 2030, en hún dregur upp dökka mynd af skuldastöðu félaga innan borgarinnar. KR skuldar mest af íþróttafélögunum í Reykjavík en árið 2018 skuldaði félagið tvö hundruð milljónir. Skuldastaða félaga er mjög mismunandi en heildarskuldirnar hafa aukist um 7,2 milljarða króna á tímabilinu 2014-2018. Fylkismenn hafa verið duglegastir að greiða niður skuldir og Fjölnir rauf 100 milljón króna markið árið 2018. KR, Fjölnir og Fylkir skulda mest af félögunum en KR-ingar eru næstum því hundrað milljónum hærri skuldir en hin tvö. Í skýrslunni kemur einnig fram að heildarlaunakostnaður íþróttafélaganna í Reykjavík hefur vaxið gríðarlega síðan árið 2014, eða um helming. Valsmenn eru þar í algjörum sérflokki en Hlíðarendafélagið er komið yfir 350 milljón króna múrinn. Önnur félög komast varla með tærnar þar sem Valsmenn hafa hælana eins og segir í frétt Benedikts Bóas Hinrikssonar í Fréttablaðinu. Skýrslan sýnir að á flestum árum eru deildir með nokkuð jákvæða útkomu. Knattspyrnudeildir borgarinnar voru þannig með 117 milljón króna jákvæða niðurstöðu en áhyggjurnar snúa sérstaklega af rekstri körfuboltadeildanna. „Þá sést einnig að rekstur körfuboltadeilda hefur greinilega þyngst allra síðustu ár,“ segir orðrétt í skýrslunni. Körfuknattleiksdeildir borgarinnar skiluðu 12,4 milljónum í mínus en handboltinn græðir á tá og fingri. Árið 2016 var sú tala 51 milljón, ári eftir um 20 milljónir og árið 2018 skiluðu handboltadeildir borgarinnar 37 milljónum í hagnað. Það má lesa alla fréttina í Fréttablaðinu með því að smella hér.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íþróttir Reykjavík KR Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira