Efling frestar verkfalli vegna veirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2020 09:17 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. Aðgerðirnar taka til allra félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus en verkfallið hófst mánudaginn 9. mars klukkan tólf á hádegi. Síðan verkfallið hófst hefur lítið sem ekkert gengið í kjaraviðræðum Eflingar og sveitarfélaganna og var síðasti fundur í deilunni á mánudaginn í síðustu viku. Búið er að boða til fundar í deilunni klukkan 10 í dag samkvæmt dagskrá á vef ríkissáttasemjara. Greint er frá frestun verkfallsins í tilkynningu frá Eflingu þar sem meðfylgjandi er eftirfarandi yfirlýsing frá samninganefnd félagsins: Covid-19 faraldurinn hefur leitt til mikillar óvissu á öllum sviðum samfélagins, meðal annars í starfsemi stofnana þar sem okkar félagsmenn vinna. Í því ástandi teljum við skynsamlegast að fresta verkfallsaðgerðum þangað til faraldurinn er liðinn hjá. Við höfum átt samráð við okkar félagsmenn um þessa ákvörðun og tökum hana með stuðningi þeirra. Við munum aldrei taka annað í mál en að félagar okkar hjá Kópavogi, Seltjarnesbæ og víðar fái kjarabætur sambærilegar þeim sem var í kjarasamningum Eflingar við ríkið og Reykjavíkurborg. Við erum tilbúin að hefja verkfallsaðgerðir af krafti á nýjan leik þegar faraldurinn hefur gengið yfir og það er eindregin stuðningur meðal félagsmanna okkar fyrir því. Þá höfum við móttekið afgerandi samstöðuyfirlýsingu frá félögum okkar hjá Reykjavíkurborg. Við erum því reiðubúin að mæta fílefld í verkfallsaðgerðir innan nokkurra vikna, mögulega í umfangsmeiri og beittari mynd en hingað til. SÍS var tilkynnt bréfleiðis í dag um ákvörðun samninganefndarinnar. Er verkfalli aflýst frá og með kl 00:01 á morgun, miðvikudag 25. mars 2020, og félagsmönnum Eflingar hjá umræddum sveitarfélögum heimilað að ganga til reglubundinna starfa samkvæmt ráðningarsamningum frá þeim tíma. „Félagsmenn okkar vinna flestir hverjir við grunnþjónustu og við umönnun og þeir skilja mjög vel hvað veirufaldurinn þýðir fyrir samfélagið. Þeir hafa sýnt mikla ábyrgð vegna faraldursins, til dæmis með því að veita rúmar verkfallsundanþágur,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningu. „Sveitarfélögin hafa hins vegar kosið að nýta sér faraldurinn á einstaklega ómerkilegan hátt til að hamla eðlilegum framgangi viðræðna. Skömm Sambands íslenskra sveitarfélaga er mikil. Ósvífni þeirra breytir því þó ekki að félagsmenn okkar hjá Kópavogi og hinum sveitarfélögunum munu fá sínar eðlilegu kjarabætur,“ segir Sólveig Anna. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. Aðgerðirnar taka til allra félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus en verkfallið hófst mánudaginn 9. mars klukkan tólf á hádegi. Síðan verkfallið hófst hefur lítið sem ekkert gengið í kjaraviðræðum Eflingar og sveitarfélaganna og var síðasti fundur í deilunni á mánudaginn í síðustu viku. Búið er að boða til fundar í deilunni klukkan 10 í dag samkvæmt dagskrá á vef ríkissáttasemjara. Greint er frá frestun verkfallsins í tilkynningu frá Eflingu þar sem meðfylgjandi er eftirfarandi yfirlýsing frá samninganefnd félagsins: Covid-19 faraldurinn hefur leitt til mikillar óvissu á öllum sviðum samfélagins, meðal annars í starfsemi stofnana þar sem okkar félagsmenn vinna. Í því ástandi teljum við skynsamlegast að fresta verkfallsaðgerðum þangað til faraldurinn er liðinn hjá. Við höfum átt samráð við okkar félagsmenn um þessa ákvörðun og tökum hana með stuðningi þeirra. Við munum aldrei taka annað í mál en að félagar okkar hjá Kópavogi, Seltjarnesbæ og víðar fái kjarabætur sambærilegar þeim sem var í kjarasamningum Eflingar við ríkið og Reykjavíkurborg. Við erum tilbúin að hefja verkfallsaðgerðir af krafti á nýjan leik þegar faraldurinn hefur gengið yfir og það er eindregin stuðningur meðal félagsmanna okkar fyrir því. Þá höfum við móttekið afgerandi samstöðuyfirlýsingu frá félögum okkar hjá Reykjavíkurborg. Við erum því reiðubúin að mæta fílefld í verkfallsaðgerðir innan nokkurra vikna, mögulega í umfangsmeiri og beittari mynd en hingað til. SÍS var tilkynnt bréfleiðis í dag um ákvörðun samninganefndarinnar. Er verkfalli aflýst frá og með kl 00:01 á morgun, miðvikudag 25. mars 2020, og félagsmönnum Eflingar hjá umræddum sveitarfélögum heimilað að ganga til reglubundinna starfa samkvæmt ráðningarsamningum frá þeim tíma. „Félagsmenn okkar vinna flestir hverjir við grunnþjónustu og við umönnun og þeir skilja mjög vel hvað veirufaldurinn þýðir fyrir samfélagið. Þeir hafa sýnt mikla ábyrgð vegna faraldursins, til dæmis með því að veita rúmar verkfallsundanþágur,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningu. „Sveitarfélögin hafa hins vegar kosið að nýta sér faraldurinn á einstaklega ómerkilegan hátt til að hamla eðlilegum framgangi viðræðna. Skömm Sambands íslenskra sveitarfélaga er mikil. Ósvífni þeirra breytir því þó ekki að félagsmenn okkar hjá Kópavogi og hinum sveitarfélögunum munu fá sínar eðlilegu kjarabætur,“ segir Sólveig Anna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira