Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. mars 2020 14:05 Á skólalóðinni í Nuuk 18. desember síðastliðinn, daginn sem samningar voru undirritaðir. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, Charlotte Ludvigsen, borgarstjóri sveitarfélagsins Sermersooq, sem Nuuk tilheyrir, og Hermann Sigurðsson yfirverkfræðingur Ístaks. Mynd/Sveitarfélagið Sermersooq. Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun þessa dagana að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. Landamærum Grænlands hefur í reynd verið lokað gagnvart öðrum en borgurum danska ríkisins og öllu áætlunarflugi milli Íslands og Grænlands hefur verið aflýst fram undir miðjan apríl. Það var skömmu fyrir síðustu jól sem ráðamenn Ístaks undirrituðu ellefu milljarða króna samning, einn þann stærsta í sögu verktakans, um smíði skóla- og menningarmiðstöðvar í Nuuk. Þetta er þriggja ára verkefni en skólinn mun þjóna bæði sem leik- og grunnskóli og verður sá stærsti á Grænlandi. Sjá nánar hér: Ístak undirritar verksamning um smíði stærsta skóla Grænlands „Þetta setur okkur í erfiða stöðu nú þegar við erum að fara að senda mannskap og búnað af stað en það eru þó allir að reyna að leysa þetta með okkur,“ segir Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks. „Ef ferðahömlur dragast á langinn þá hefur það náttúrlega mikil áhrif á starfsemi okkar, bæði hér heima og á Grænlandi. Við þurfum sífellt að skoða breyttar sviðsmyndir, eins og flest fyrirtæki nú á dögum,“ segir Karl. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Fyrsta skip með búnað á að leggja að í Nuuk um páskana og strax eftir páska ætluðum við að fara að byrja með jarðvinnu og niðurrekstur steyptra staura með sérhæfðum búnaði sem þarf þá að vera með þessu skipi.“ Air Iceland Connect hefur gefið það út á heimasíðu sinni að allt flug til Grænlands fram til 13. apríl, annars dags páska, hafi verið fellt úr áætlun. Annar möguleiki fyrir Ístaksmenn til að komast til Grænlands, en þá á undanþágu, væri að fljúga um Kaupmannahöfn þaðan sem Air Greenland heldur uppi áætlunarflugi til Kangerlussuaq. Skólabyggingin verður samtals sextán þúsund fermetrar að stærð.Teikning/Ístak „Við eigum að getað fengið leyfi til að senda sérhæft fólk af stað í gegnum Danmörku en það lendir þó alltaf í að fara í tveggja vikna sóttkví í báðum endum ferða. Þetta er því mikið púsluspil en það er bara að vinna að lausnum og sjá hvað hægt er að gera. Þetta breytist einnig dag frá degi en við erum í góðu sambandi við verkkaupa varðandi þessar óvæntu áskoranir,“ segir framkvæmdastjóri Ístaks. Sjá einnig hér: Mikil tækifæri framundan á Grænlandi fyrir verktaka Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurslóðir Fréttir af flugi Danmörk Tengdar fréttir Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun þessa dagana að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. Landamærum Grænlands hefur í reynd verið lokað gagnvart öðrum en borgurum danska ríkisins og öllu áætlunarflugi milli Íslands og Grænlands hefur verið aflýst fram undir miðjan apríl. Það var skömmu fyrir síðustu jól sem ráðamenn Ístaks undirrituðu ellefu milljarða króna samning, einn þann stærsta í sögu verktakans, um smíði skóla- og menningarmiðstöðvar í Nuuk. Þetta er þriggja ára verkefni en skólinn mun þjóna bæði sem leik- og grunnskóli og verður sá stærsti á Grænlandi. Sjá nánar hér: Ístak undirritar verksamning um smíði stærsta skóla Grænlands „Þetta setur okkur í erfiða stöðu nú þegar við erum að fara að senda mannskap og búnað af stað en það eru þó allir að reyna að leysa þetta með okkur,“ segir Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks. „Ef ferðahömlur dragast á langinn þá hefur það náttúrlega mikil áhrif á starfsemi okkar, bæði hér heima og á Grænlandi. Við þurfum sífellt að skoða breyttar sviðsmyndir, eins og flest fyrirtæki nú á dögum,“ segir Karl. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Fyrsta skip með búnað á að leggja að í Nuuk um páskana og strax eftir páska ætluðum við að fara að byrja með jarðvinnu og niðurrekstur steyptra staura með sérhæfðum búnaði sem þarf þá að vera með þessu skipi.“ Air Iceland Connect hefur gefið það út á heimasíðu sinni að allt flug til Grænlands fram til 13. apríl, annars dags páska, hafi verið fellt úr áætlun. Annar möguleiki fyrir Ístaksmenn til að komast til Grænlands, en þá á undanþágu, væri að fljúga um Kaupmannahöfn þaðan sem Air Greenland heldur uppi áætlunarflugi til Kangerlussuaq. Skólabyggingin verður samtals sextán þúsund fermetrar að stærð.Teikning/Ístak „Við eigum að getað fengið leyfi til að senda sérhæft fólk af stað í gegnum Danmörku en það lendir þó alltaf í að fara í tveggja vikna sóttkví í báðum endum ferða. Þetta er því mikið púsluspil en það er bara að vinna að lausnum og sjá hvað hægt er að gera. Þetta breytist einnig dag frá degi en við erum í góðu sambandi við verkkaupa varðandi þessar óvæntu áskoranir,“ segir framkvæmdastjóri Ístaks. Sjá einnig hér: Mikil tækifæri framundan á Grænlandi fyrir verktaka
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurslóðir Fréttir af flugi Danmörk Tengdar fréttir Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent