Segir af og frá að Persónuvernd hafi setið aðgerðalaus um helgina Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2020 12:06 Kári ber Persónuvernd þungum sökum en þar er Helga Þórisdóttir forstjóri. Vísir/Samsett Forstjóri Persónuverndar segir stofnunina hafa unnið hörðum höndum að umsókn íslenskrar erfðagreiningar alla helgina og niðurstöðu að vænta í dag. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gangrýndi Persónuvernd harðlega í pistli sem hann birti á Facebook í gær. Þar sakaði hann stofnunina um að draga fæturna við afgreiðslu á umsókn fyrirtækisins um að birta niðurstöður úr skimun fyrirtækisins fyrir kórónuveiru í samfélaginu í vísindagrein. Hann sagði vísindaráð hafa samþykkt umsóknina á nokkrum klukkutímum. Hann segir svörin frá Persónuvernd hafa verið á þá leið að umsóknin yrði afgreidd eftir helgi. Vildi Kári meina að það þýddi að starfsfólk Persónuverndar ynni ekki um helgar þrátt fyrir neyðarástand. Forstjóri Persónuverndar segir það af og frá. „Á föstudaginn, klukkan nákvæmlega 12:45, fengum við erindi frá Vísindasiðanefnd þar sem okkur var tilkynnt að fram væri komin beiðni um umsögn um vísindarannsókn frá Íslenskri erfðagreiningu. Það sem er óheppilegt í þessu ferli sem viðtók er að við vissum ekki að við ættum von á þessari umsókn á þessum degi. Hún hitti okkur fyrir í miðjum klíðum á þeim verkefnum sem við vorum að sinna. Sama dag bættust áfram við brýn verkefni, meðal annars frá sóttvarnalækni og almannavörnum. Mitt fólk vann fram eftir á föstudegi og um helgina þurfti líka að sinna þessu verkefni. Það lá alveg ljóst fyrir strax þegar við fengum þetta í hendurnar, sérstaklega eftir því sem leið á föstudaginn og fleiri verkefni bættust við, að við myndum ekki ná að ljúka afgreiðslu samdægurs og það var alveg ljóst að við myndum þurfa helgina til að ná að vinna áfram í þessu. Sem var gert þannig að öll helgina var undir. Svona er staðan, nú erum við á mánudegi og sjáum fram á að ef allt gengur að óskum náum við að koma þessu frá okkur í dag,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Persónuvernd þarf að ganga úr skugga að niðurstöðurnar sem Íslensk erfðagreining ætlar sér að birta brjóti ekki persónuverndarlög. „Það sem hefur verið gæfa Persónuverndar í gegnum árin er að við höfum náð að vinna eftir þeim lögum sem okkur ber að vinna eftir. Þetta hafa verið ótrúlegir tímar hjá Persónuvernd, alveg frá því undirbúningur nýju persónuverndarlöggjafarinnar tók við og allt sem hefur fylgt á eftir. Með fámennan mannskap hafa ótrúlegir hlutir náðst í gegn. Við höfum náð að fylgja lögunum á þeim mikla hraða og í því mikla ati sem við erum í. Ef við klikkum og er til dæmis að leyfa, hvort sem það eru vísindarannsóknir eða annað, getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir einstaklinga í landinu. Ef öryggi persónuverndarupplýsinga er ekki nægjanlega tryggt geta óviðkomandi komist í slíkar upplýsingar. Það skiptir máli að allt sé í lagi þegar verið er að höndla erfðaupplýsingar. Þannig að þrátt fyrir að hafa alvarlega undir mönnuð í alltof langan tíma höfum við náð að tryggja eins vel og okkur hefur verið frekast unnt faglegt starf og afleiðingar þess að misfarið sé með persónuverndarupplýsingar, það ættu mörg nýleg dæmi að sýna fram á það þegar fólk og fyrirtæki þurfa að þola margra milljarða króna sektir þegar ekki er rétt farið með persónuverndarupplýsingar,“ segir Helga. Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir stofnunina hafa unnið hörðum höndum að umsókn íslenskrar erfðagreiningar alla helgina og niðurstöðu að vænta í dag. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gangrýndi Persónuvernd harðlega í pistli sem hann birti á Facebook í gær. Þar sakaði hann stofnunina um að draga fæturna við afgreiðslu á umsókn fyrirtækisins um að birta niðurstöður úr skimun fyrirtækisins fyrir kórónuveiru í samfélaginu í vísindagrein. Hann sagði vísindaráð hafa samþykkt umsóknina á nokkrum klukkutímum. Hann segir svörin frá Persónuvernd hafa verið á þá leið að umsóknin yrði afgreidd eftir helgi. Vildi Kári meina að það þýddi að starfsfólk Persónuverndar ynni ekki um helgar þrátt fyrir neyðarástand. Forstjóri Persónuverndar segir það af og frá. „Á föstudaginn, klukkan nákvæmlega 12:45, fengum við erindi frá Vísindasiðanefnd þar sem okkur var tilkynnt að fram væri komin beiðni um umsögn um vísindarannsókn frá Íslenskri erfðagreiningu. Það sem er óheppilegt í þessu ferli sem viðtók er að við vissum ekki að við ættum von á þessari umsókn á þessum degi. Hún hitti okkur fyrir í miðjum klíðum á þeim verkefnum sem við vorum að sinna. Sama dag bættust áfram við brýn verkefni, meðal annars frá sóttvarnalækni og almannavörnum. Mitt fólk vann fram eftir á föstudegi og um helgina þurfti líka að sinna þessu verkefni. Það lá alveg ljóst fyrir strax þegar við fengum þetta í hendurnar, sérstaklega eftir því sem leið á föstudaginn og fleiri verkefni bættust við, að við myndum ekki ná að ljúka afgreiðslu samdægurs og það var alveg ljóst að við myndum þurfa helgina til að ná að vinna áfram í þessu. Sem var gert þannig að öll helgina var undir. Svona er staðan, nú erum við á mánudegi og sjáum fram á að ef allt gengur að óskum náum við að koma þessu frá okkur í dag,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Persónuvernd þarf að ganga úr skugga að niðurstöðurnar sem Íslensk erfðagreining ætlar sér að birta brjóti ekki persónuverndarlög. „Það sem hefur verið gæfa Persónuverndar í gegnum árin er að við höfum náð að vinna eftir þeim lögum sem okkur ber að vinna eftir. Þetta hafa verið ótrúlegir tímar hjá Persónuvernd, alveg frá því undirbúningur nýju persónuverndarlöggjafarinnar tók við og allt sem hefur fylgt á eftir. Með fámennan mannskap hafa ótrúlegir hlutir náðst í gegn. Við höfum náð að fylgja lögunum á þeim mikla hraða og í því mikla ati sem við erum í. Ef við klikkum og er til dæmis að leyfa, hvort sem það eru vísindarannsóknir eða annað, getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir einstaklinga í landinu. Ef öryggi persónuverndarupplýsinga er ekki nægjanlega tryggt geta óviðkomandi komist í slíkar upplýsingar. Það skiptir máli að allt sé í lagi þegar verið er að höndla erfðaupplýsingar. Þannig að þrátt fyrir að hafa alvarlega undir mönnuð í alltof langan tíma höfum við náð að tryggja eins vel og okkur hefur verið frekast unnt faglegt starf og afleiðingar þess að misfarið sé með persónuverndarupplýsingar, það ættu mörg nýleg dæmi að sýna fram á það þegar fólk og fyrirtæki þurfa að þola margra milljarða króna sektir þegar ekki er rétt farið með persónuverndarupplýsingar,“ segir Helga.
Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira