Ha . . . er það?! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. mars 2020 13:00 Það var undarleg tilfinning að fá Covid símtalið. Allt í einu snarsnerist líf mitt við. Mitt eigið. Ég kom inn á hlaupum eftir annasaman dag, síminn hringdi og allt er breytt. Ég hafði fylgst grannt með þróun mála frá því að fyrsta smitið barst til Íslands og fannst ég einmitt svo furðu heppin að hafa ekki sjálf verið í einni af þessum skíðaferðum þar sem allir virtust vera að smitast. Frá fyrsta skipti urðu fundirnir með Ölmu, Víði og Þórólfi eitthvað sem ég gat ómögulega misst af. Ég fylgdist með stíganda, fjölgun smita og ákvörðunum sem teknar voru og áhrifum þeirra. Ég fagnaði þátttöku Kára Stef og skráði mig strax í tékk því mér fannst einhvern veginn svo mikilvægt að taka þátt, stækka þýðið og sýna samfélagslega ábyrgð. Áfram gakk. Gerum þetta saman. Svo breyttist allt. Tilfinningin að lenda í lyftu með fullt af fólki varð undarleg, hurðarhúna hætti ég ósjálfrátt að snerta og mig langaði einhvern veginn bara að vera um kyrrt. Svo kom veiran og allt mitt fólk komið í sóttkví. Þá voru þetta mín eigin örlög. Ég var ekki lengur áhorfandi úr fjarlægð. Heldur var mér kippt inn í Covid veröldina sjálfa með fjölda manns í eftirdragi. 158 staðfest smit og mitt var eitt af þeim. Tilfinningin var vond. Hvað gerði ég rangt? Hafði ég ekki tekið tilmælunum nógu alvarlega? Var ég búin að vera svona kærulaus eftir allt saman? Hvers konar ábyrgðarleysi er þetta? Hvernig gat ég verið komin með þessa veirulufsu? Ég?! Ég veit að þetta eru spurningar og tilfinningar sem fleiri eru að kljást við. Því finnst mér mjög mikilvægt að segja frá, vera opin og deila þessari upplifun. Því við ætlum að fara í gegnum þetta saman. Og það eiga svo ótal margir eftir að koma á eftir mér og okkur sem nú erum með veiruna. Burt með samviskubitið og deilum reynslunni. Hún er einstök í sögunni. Við sem samfélag erum að fást við að allt er gjörbreytt. Hegðunarmynstur okkar er breytt þar sem nálægðin við fólkið okkar er skert. En einhvern veginn aðlögumst við breyttum aðstæðum á ógnarhraða. Rafræn veröld er orðin veröldin okkar allra. Hálf þjóðin farin að nota Teams-samskiptaforritið til þess að geta einfaldlega haldið áfram á meðan þessi holskefla gengur yfir. Við erum öll sem eitt að bregðast við, bjarga okkur og leysa úr málum. Saman. Og það er svo magnað, mikilvægt og gott. Gott fyrir sálina og okkur sem samfélag. Hlúum vel að hvert öðru, við erum misviðkvæm fyrir þessu ástandi, veirunni og því sem henni fylgir. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það var undarleg tilfinning að fá Covid símtalið. Allt í einu snarsnerist líf mitt við. Mitt eigið. Ég kom inn á hlaupum eftir annasaman dag, síminn hringdi og allt er breytt. Ég hafði fylgst grannt með þróun mála frá því að fyrsta smitið barst til Íslands og fannst ég einmitt svo furðu heppin að hafa ekki sjálf verið í einni af þessum skíðaferðum þar sem allir virtust vera að smitast. Frá fyrsta skipti urðu fundirnir með Ölmu, Víði og Þórólfi eitthvað sem ég gat ómögulega misst af. Ég fylgdist með stíganda, fjölgun smita og ákvörðunum sem teknar voru og áhrifum þeirra. Ég fagnaði þátttöku Kára Stef og skráði mig strax í tékk því mér fannst einhvern veginn svo mikilvægt að taka þátt, stækka þýðið og sýna samfélagslega ábyrgð. Áfram gakk. Gerum þetta saman. Svo breyttist allt. Tilfinningin að lenda í lyftu með fullt af fólki varð undarleg, hurðarhúna hætti ég ósjálfrátt að snerta og mig langaði einhvern veginn bara að vera um kyrrt. Svo kom veiran og allt mitt fólk komið í sóttkví. Þá voru þetta mín eigin örlög. Ég var ekki lengur áhorfandi úr fjarlægð. Heldur var mér kippt inn í Covid veröldina sjálfa með fjölda manns í eftirdragi. 158 staðfest smit og mitt var eitt af þeim. Tilfinningin var vond. Hvað gerði ég rangt? Hafði ég ekki tekið tilmælunum nógu alvarlega? Var ég búin að vera svona kærulaus eftir allt saman? Hvers konar ábyrgðarleysi er þetta? Hvernig gat ég verið komin með þessa veirulufsu? Ég?! Ég veit að þetta eru spurningar og tilfinningar sem fleiri eru að kljást við. Því finnst mér mjög mikilvægt að segja frá, vera opin og deila þessari upplifun. Því við ætlum að fara í gegnum þetta saman. Og það eiga svo ótal margir eftir að koma á eftir mér og okkur sem nú erum með veiruna. Burt með samviskubitið og deilum reynslunni. Hún er einstök í sögunni. Við sem samfélag erum að fást við að allt er gjörbreytt. Hegðunarmynstur okkar er breytt þar sem nálægðin við fólkið okkar er skert. En einhvern veginn aðlögumst við breyttum aðstæðum á ógnarhraða. Rafræn veröld er orðin veröldin okkar allra. Hálf þjóðin farin að nota Teams-samskiptaforritið til þess að geta einfaldlega haldið áfram á meðan þessi holskefla gengur yfir. Við erum öll sem eitt að bregðast við, bjarga okkur og leysa úr málum. Saman. Og það er svo magnað, mikilvægt og gott. Gott fyrir sálina og okkur sem samfélag. Hlúum vel að hvert öðru, við erum misviðkvæm fyrir þessu ástandi, veirunni og því sem henni fylgir. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun