Gefa sér fjórar vikur til að ákveða hvort Ólympíuleikunum verði frestað Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2020 19:00 Ólymíueldurinn er kominn til Tókýó en kórónuveiran gæti mjög sennilega orðið til þess að Ólympíuleikunum verði frestað. VÍSIR/GETTY Alþjóða ólympíunefndin, IOC, ætlar að gefa sér fjórar vikur til viðbótar til þess að ákveða hvort að Ólympíuleikunum í Tókýó, sem eiga að hefjast 24. júlí, verði frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Á fundi framkvæmdastjórnar IOC í dag var ákveðið að fresta ekki leikunum að svo stöddu. Samkvæmt Dan Roan, blaðamanni BBC, eru þrír möguleikar í stöðunni. Að leikarnir fari fram á þeim tíma sem áætlað var, en verði minni í sniðum, að þeim verði frestað um nokkra mánuði, eða að þeim verði frestað um eitt ár og fari fram sumarið 2021. Íslenskt íþróttafólk er á meðal þeirra fjölmörgu sem gagnrýnt hafa að ekki sé búið að fresta leikunum, nú þegar til að mynda búið er að fresta flestum mótum sem gefa íþróttafólkinu tækifæri á að vinna sig inn á leikana. Og IOC er nú opinberlega búið að opna á þann möguleika að fresta leikunum, en forseti nefndarinnar Thomas Bach sagði við The New York Times að verið væri að skoða mismunandi sviðsmyndir. Í bréfi hans til íþróttafólks í dag segir: „Við hófum ítarlegar umræður til að klára að meta þær öru breytingar sem verið hafa á stöðu heilbrigðismála í heiminum og áhrif þeirra á Ólympíuleikana, með möguleika á frestun. Við erum viss um að þessum umræðum verður lokið innan fjögurra vikna.“ Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Tengdar fréttir Hilmar með langt kast í snjónum Það er lítið um íþróttamót þessa dagana vegna aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar en þó fór fram vetrarkastmót í Laugardalnum í gær þar sem keppt var í kringlukasti og sleggjukasti. 22. mars 2020 08:00 Kára bíður erfið ákvörðun ef ÓL verður frestað Draumur Kára Gunnarssonar um að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar er úti eftir að öllum mótum þar sem honum gafst kostur á að vinna sér inn stig á heimslista var frestað vegna kórónuveirunnar. 21. mars 2020 22:00 Ekkert mót í boði fyrir ÓL? | „Reyni að vera jákvæð“ Mikil óvissa ríkir hjá afreksíþróttafólki sem stefnt hefur á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fresta leikunum en erfiðlega gengur fyrir íþróttafólk að komast á mót til þess að tryggja sig inn á leikana. 21. mars 2020 20:00 Gætu frestað Ólympíuleikunum um eitt eða tvö ár Ólympíuleikarnir eiga að fara fram í Tókýó í sumar en nú eru alltaf meiri og meiri líkur á því að það þurfi að fresta þeim. Útbreiðsla kórónuveirunnar um heiminn er slík að allir íþróttaviðburðir heimsins eru nú í uppnámi. 11. mars 2020 08:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Sjá meira
Alþjóða ólympíunefndin, IOC, ætlar að gefa sér fjórar vikur til viðbótar til þess að ákveða hvort að Ólympíuleikunum í Tókýó, sem eiga að hefjast 24. júlí, verði frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Á fundi framkvæmdastjórnar IOC í dag var ákveðið að fresta ekki leikunum að svo stöddu. Samkvæmt Dan Roan, blaðamanni BBC, eru þrír möguleikar í stöðunni. Að leikarnir fari fram á þeim tíma sem áætlað var, en verði minni í sniðum, að þeim verði frestað um nokkra mánuði, eða að þeim verði frestað um eitt ár og fari fram sumarið 2021. Íslenskt íþróttafólk er á meðal þeirra fjölmörgu sem gagnrýnt hafa að ekki sé búið að fresta leikunum, nú þegar til að mynda búið er að fresta flestum mótum sem gefa íþróttafólkinu tækifæri á að vinna sig inn á leikana. Og IOC er nú opinberlega búið að opna á þann möguleika að fresta leikunum, en forseti nefndarinnar Thomas Bach sagði við The New York Times að verið væri að skoða mismunandi sviðsmyndir. Í bréfi hans til íþróttafólks í dag segir: „Við hófum ítarlegar umræður til að klára að meta þær öru breytingar sem verið hafa á stöðu heilbrigðismála í heiminum og áhrif þeirra á Ólympíuleikana, með möguleika á frestun. Við erum viss um að þessum umræðum verður lokið innan fjögurra vikna.“
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Tengdar fréttir Hilmar með langt kast í snjónum Það er lítið um íþróttamót þessa dagana vegna aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar en þó fór fram vetrarkastmót í Laugardalnum í gær þar sem keppt var í kringlukasti og sleggjukasti. 22. mars 2020 08:00 Kára bíður erfið ákvörðun ef ÓL verður frestað Draumur Kára Gunnarssonar um að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar er úti eftir að öllum mótum þar sem honum gafst kostur á að vinna sér inn stig á heimslista var frestað vegna kórónuveirunnar. 21. mars 2020 22:00 Ekkert mót í boði fyrir ÓL? | „Reyni að vera jákvæð“ Mikil óvissa ríkir hjá afreksíþróttafólki sem stefnt hefur á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fresta leikunum en erfiðlega gengur fyrir íþróttafólk að komast á mót til þess að tryggja sig inn á leikana. 21. mars 2020 20:00 Gætu frestað Ólympíuleikunum um eitt eða tvö ár Ólympíuleikarnir eiga að fara fram í Tókýó í sumar en nú eru alltaf meiri og meiri líkur á því að það þurfi að fresta þeim. Útbreiðsla kórónuveirunnar um heiminn er slík að allir íþróttaviðburðir heimsins eru nú í uppnámi. 11. mars 2020 08:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Sjá meira
Hilmar með langt kast í snjónum Það er lítið um íþróttamót þessa dagana vegna aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar en þó fór fram vetrarkastmót í Laugardalnum í gær þar sem keppt var í kringlukasti og sleggjukasti. 22. mars 2020 08:00
Kára bíður erfið ákvörðun ef ÓL verður frestað Draumur Kára Gunnarssonar um að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar er úti eftir að öllum mótum þar sem honum gafst kostur á að vinna sér inn stig á heimslista var frestað vegna kórónuveirunnar. 21. mars 2020 22:00
Ekkert mót í boði fyrir ÓL? | „Reyni að vera jákvæð“ Mikil óvissa ríkir hjá afreksíþróttafólki sem stefnt hefur á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fresta leikunum en erfiðlega gengur fyrir íþróttafólk að komast á mót til þess að tryggja sig inn á leikana. 21. mars 2020 20:00
Gætu frestað Ólympíuleikunum um eitt eða tvö ár Ólympíuleikarnir eiga að fara fram í Tókýó í sumar en nú eru alltaf meiri og meiri líkur á því að það þurfi að fresta þeim. Útbreiðsla kórónuveirunnar um heiminn er slík að allir íþróttaviðburðir heimsins eru nú í uppnámi. 11. mars 2020 08:00