Andri Rúnar og Arnór Smára rétta fram hjálparhönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. mars 2020 15:00 Andri Rúnar í treyju Helsingborg. MYND/FACEBOOK-SÍÐA HELSINGBORGAR Sænska úrvalsdeildarfélagið Helsingborg er í miklum fjárhagsvandræðum og ekki er ástandið vegna kórónuveirunnar að hjálpa til. Þeir Andri Rúnar Bjarnason og Arnór Smárason, tveir fyrrum leikmenn liðsins, hafa nú báðir lagt sitt af mörkum til að hjálpa félaginu á þessum erfiðu tímum. Þannig er mál með vexti að félagið stefnir á að leika æfingaleik þar sem leikmannahópi liðsins verður skipt upp í tvö lið og keppt innbyrðis. Er þetta gert til að reyna fá auknar tekjur inn í félagið sem hefur líkt og önnur íþróttafélög orðið af miklum tekjum sökum þess að leikjum liðsins hefur verið frestað ótímabundið. Samkomubannið í Svíþjóð þýðir að liðið má tæknilega séð spila innbyrðis en gæti það breyst fljótlega ákveði sænska ríkið að herða aðgerðir sínar til að hindra útbreiðslu veirunnar. Stefnt er að því að selja í öll 16 þúsund sæti Ólympíuleikvangsins í Helsingborg þar sem liðið leikur heimaleiki sína. Það er þó ekki reiknað með neinum áhorfendum og kostar hver miði undir þúsund krónur íslenskar. Leiknum verður hins vegar sjónvarpað fyrir þá stuðningsmenn sem vilja fylgjast með. Andri Rúnar og Arnór Smárason hafa báðir keypt fimm miða hvor en Andri leikur nú með Kaiserslautern í þýsku C-deildinni en þetta fornfrægafélag lék lengi vel í efstu deild. Arnór leikur í norsku úrvalsdeildinni með Lillestrøm. Självklart! Lycka till pic.twitter.com/L18CcKpwyO— Arnór Smárason (@arnorsmaRa) March 22, 2020 Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Sjá meira
Sænska úrvalsdeildarfélagið Helsingborg er í miklum fjárhagsvandræðum og ekki er ástandið vegna kórónuveirunnar að hjálpa til. Þeir Andri Rúnar Bjarnason og Arnór Smárason, tveir fyrrum leikmenn liðsins, hafa nú báðir lagt sitt af mörkum til að hjálpa félaginu á þessum erfiðu tímum. Þannig er mál með vexti að félagið stefnir á að leika æfingaleik þar sem leikmannahópi liðsins verður skipt upp í tvö lið og keppt innbyrðis. Er þetta gert til að reyna fá auknar tekjur inn í félagið sem hefur líkt og önnur íþróttafélög orðið af miklum tekjum sökum þess að leikjum liðsins hefur verið frestað ótímabundið. Samkomubannið í Svíþjóð þýðir að liðið má tæknilega séð spila innbyrðis en gæti það breyst fljótlega ákveði sænska ríkið að herða aðgerðir sínar til að hindra útbreiðslu veirunnar. Stefnt er að því að selja í öll 16 þúsund sæti Ólympíuleikvangsins í Helsingborg þar sem liðið leikur heimaleiki sína. Það er þó ekki reiknað með neinum áhorfendum og kostar hver miði undir þúsund krónur íslenskar. Leiknum verður hins vegar sjónvarpað fyrir þá stuðningsmenn sem vilja fylgjast með. Andri Rúnar og Arnór Smárason hafa báðir keypt fimm miða hvor en Andri leikur nú með Kaiserslautern í þýsku C-deildinni en þetta fornfrægafélag lék lengi vel í efstu deild. Arnór leikur í norsku úrvalsdeildinni með Lillestrøm. Självklart! Lycka till pic.twitter.com/L18CcKpwyO— Arnór Smárason (@arnorsmaRa) March 22, 2020
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Sjá meira