Júlían með höfuðið í bleyti en á erfitt með að skipuleggja sig Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2020 18:31 Júlían J. K. Jóhannsson varð í lok síðasta árs þriðji kraftlyftingamaðurinn sem var valinn íþróttamaður ársins á Íslandi. VÍSIR/SIGURBJÖRN ÓSKARSSON Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins, glímir við flókið verkefni í undirbúningi sínum fyrir næsta stórmót í kraftlyftingum því það er einfaldlega alveg óljóst hvenær það fer fram. Kórónuveiran hefur sett allt íþróttalíf úr skorðum og þó að Júlían leggi áherslu á að á tímum sem þessum skipti heilsa fólks mestu máli þá viðurkennir hann að það sé erfitt að vera afreksíþróttamaður þegar allt er í lamasessi. Hann ræddi málin við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld en innslagið má sjá hér neðst í greininni. „Þetta hefur gjörbreytt öllu keppnisskipulagi þennan fyrsta hluta árs hið minnsta. Ég stefndi á Evrópumeistaramótið sem átti að vera haldið í byrjun maí í Danmörku. Fljótlega eftir að uppgangur kórónuveirunnar fór að aukast þá dró hvert landsliðið sig á fætur öðru út úr mótinu. Ítalska liðið fyrst, svo það austurríska og það sænska, og fyrir tveimur vikum var mótinu svo frestað eða aflýst. Það á eftir að taka lokaákvörðun um hvort verður. Og það sama gildir um öll mót frá mars og fram í júní,“ sagði Júlían. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir íþróttamanninn? „Að tala um mikið áfall fyrir mig… Auðvitað er þetta lítilvægt í stóra samhenginu. Það sem skiptir máli er að sem flestir komist á heilu og höldnu út úr þessum óförum. En fyrir mig persónulega þá skipuleggur maður sig ár fram í tímann að lágmarki, og er búinn að undirbúa alla æfingarútínu og skipulag, og þetta setur það allt í uppnám. Undanfarnar vikur hef ég bara verið með höfuðið í bleyti, undir feldi, og verið að sjá til hvað ég geri næst. Helsta hindrunin í þessu öllu er að maður veit ekki neitt. Maður veit ekki hvenær næsta mót er. Ég var nú búinn að lofa Evrópumeistaratitli en ég veit ekki hvenær eða hvort mótið verður haldið. Það er erfitt að skipuleggja æfingauppkeyrslu fram að einhverjum degi sem maður veit ekki hvenær er. Í augnablikinu er ég bara sem íþróttamaður að fara aftur í grunninn og búa til „off season“-tímabil. Ég skipulegg það í stuttum 4-5 vikna bút,“ segir Júlían, og tekur undir að staðan sé snúin: „Já, þetta er það, en ég vil ekki gera of mikið úr þessu í samanburði við allt annað. Auðvitað er fólk sem á um sárt að binda og þetta er alvarlegt mál. Það að ég komist ekki að sækja Evróputitilinn minn er ekki það stærsta í þessu, þó að það sé rosastórt fyrir mig. Maður hugsar auðvitað um heildina.“ Klippa: Júlían leitar í grunninn á óvissutímum Kraftlyftingar Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins, glímir við flókið verkefni í undirbúningi sínum fyrir næsta stórmót í kraftlyftingum því það er einfaldlega alveg óljóst hvenær það fer fram. Kórónuveiran hefur sett allt íþróttalíf úr skorðum og þó að Júlían leggi áherslu á að á tímum sem þessum skipti heilsa fólks mestu máli þá viðurkennir hann að það sé erfitt að vera afreksíþróttamaður þegar allt er í lamasessi. Hann ræddi málin við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld en innslagið má sjá hér neðst í greininni. „Þetta hefur gjörbreytt öllu keppnisskipulagi þennan fyrsta hluta árs hið minnsta. Ég stefndi á Evrópumeistaramótið sem átti að vera haldið í byrjun maí í Danmörku. Fljótlega eftir að uppgangur kórónuveirunnar fór að aukast þá dró hvert landsliðið sig á fætur öðru út úr mótinu. Ítalska liðið fyrst, svo það austurríska og það sænska, og fyrir tveimur vikum var mótinu svo frestað eða aflýst. Það á eftir að taka lokaákvörðun um hvort verður. Og það sama gildir um öll mót frá mars og fram í júní,“ sagði Júlían. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir íþróttamanninn? „Að tala um mikið áfall fyrir mig… Auðvitað er þetta lítilvægt í stóra samhenginu. Það sem skiptir máli er að sem flestir komist á heilu og höldnu út úr þessum óförum. En fyrir mig persónulega þá skipuleggur maður sig ár fram í tímann að lágmarki, og er búinn að undirbúa alla æfingarútínu og skipulag, og þetta setur það allt í uppnám. Undanfarnar vikur hef ég bara verið með höfuðið í bleyti, undir feldi, og verið að sjá til hvað ég geri næst. Helsta hindrunin í þessu öllu er að maður veit ekki neitt. Maður veit ekki hvenær næsta mót er. Ég var nú búinn að lofa Evrópumeistaratitli en ég veit ekki hvenær eða hvort mótið verður haldið. Það er erfitt að skipuleggja æfingauppkeyrslu fram að einhverjum degi sem maður veit ekki hvenær er. Í augnablikinu er ég bara sem íþróttamaður að fara aftur í grunninn og búa til „off season“-tímabil. Ég skipulegg það í stuttum 4-5 vikna bút,“ segir Júlían, og tekur undir að staðan sé snúin: „Já, þetta er það, en ég vil ekki gera of mikið úr þessu í samanburði við allt annað. Auðvitað er fólk sem á um sárt að binda og þetta er alvarlegt mál. Það að ég komist ekki að sækja Evróputitilinn minn er ekki það stærsta í þessu, þó að það sé rosastórt fyrir mig. Maður hugsar auðvitað um heildina.“ Klippa: Júlían leitar í grunninn á óvissutímum
Kraftlyftingar Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira