Júlían með höfuðið í bleyti en á erfitt með að skipuleggja sig Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2020 18:31 Júlían J. K. Jóhannsson varð í lok síðasta árs þriðji kraftlyftingamaðurinn sem var valinn íþróttamaður ársins á Íslandi. VÍSIR/SIGURBJÖRN ÓSKARSSON Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins, glímir við flókið verkefni í undirbúningi sínum fyrir næsta stórmót í kraftlyftingum því það er einfaldlega alveg óljóst hvenær það fer fram. Kórónuveiran hefur sett allt íþróttalíf úr skorðum og þó að Júlían leggi áherslu á að á tímum sem þessum skipti heilsa fólks mestu máli þá viðurkennir hann að það sé erfitt að vera afreksíþróttamaður þegar allt er í lamasessi. Hann ræddi málin við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld en innslagið má sjá hér neðst í greininni. „Þetta hefur gjörbreytt öllu keppnisskipulagi þennan fyrsta hluta árs hið minnsta. Ég stefndi á Evrópumeistaramótið sem átti að vera haldið í byrjun maí í Danmörku. Fljótlega eftir að uppgangur kórónuveirunnar fór að aukast þá dró hvert landsliðið sig á fætur öðru út úr mótinu. Ítalska liðið fyrst, svo það austurríska og það sænska, og fyrir tveimur vikum var mótinu svo frestað eða aflýst. Það á eftir að taka lokaákvörðun um hvort verður. Og það sama gildir um öll mót frá mars og fram í júní,“ sagði Júlían. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir íþróttamanninn? „Að tala um mikið áfall fyrir mig… Auðvitað er þetta lítilvægt í stóra samhenginu. Það sem skiptir máli er að sem flestir komist á heilu og höldnu út úr þessum óförum. En fyrir mig persónulega þá skipuleggur maður sig ár fram í tímann að lágmarki, og er búinn að undirbúa alla æfingarútínu og skipulag, og þetta setur það allt í uppnám. Undanfarnar vikur hef ég bara verið með höfuðið í bleyti, undir feldi, og verið að sjá til hvað ég geri næst. Helsta hindrunin í þessu öllu er að maður veit ekki neitt. Maður veit ekki hvenær næsta mót er. Ég var nú búinn að lofa Evrópumeistaratitli en ég veit ekki hvenær eða hvort mótið verður haldið. Það er erfitt að skipuleggja æfingauppkeyrslu fram að einhverjum degi sem maður veit ekki hvenær er. Í augnablikinu er ég bara sem íþróttamaður að fara aftur í grunninn og búa til „off season“-tímabil. Ég skipulegg það í stuttum 4-5 vikna bút,“ segir Júlían, og tekur undir að staðan sé snúin: „Já, þetta er það, en ég vil ekki gera of mikið úr þessu í samanburði við allt annað. Auðvitað er fólk sem á um sárt að binda og þetta er alvarlegt mál. Það að ég komist ekki að sækja Evróputitilinn minn er ekki það stærsta í þessu, þó að það sé rosastórt fyrir mig. Maður hugsar auðvitað um heildina.“ Klippa: Júlían leitar í grunninn á óvissutímum Kraftlyftingar Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Sjá meira
Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins, glímir við flókið verkefni í undirbúningi sínum fyrir næsta stórmót í kraftlyftingum því það er einfaldlega alveg óljóst hvenær það fer fram. Kórónuveiran hefur sett allt íþróttalíf úr skorðum og þó að Júlían leggi áherslu á að á tímum sem þessum skipti heilsa fólks mestu máli þá viðurkennir hann að það sé erfitt að vera afreksíþróttamaður þegar allt er í lamasessi. Hann ræddi málin við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld en innslagið má sjá hér neðst í greininni. „Þetta hefur gjörbreytt öllu keppnisskipulagi þennan fyrsta hluta árs hið minnsta. Ég stefndi á Evrópumeistaramótið sem átti að vera haldið í byrjun maí í Danmörku. Fljótlega eftir að uppgangur kórónuveirunnar fór að aukast þá dró hvert landsliðið sig á fætur öðru út úr mótinu. Ítalska liðið fyrst, svo það austurríska og það sænska, og fyrir tveimur vikum var mótinu svo frestað eða aflýst. Það á eftir að taka lokaákvörðun um hvort verður. Og það sama gildir um öll mót frá mars og fram í júní,“ sagði Júlían. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir íþróttamanninn? „Að tala um mikið áfall fyrir mig… Auðvitað er þetta lítilvægt í stóra samhenginu. Það sem skiptir máli er að sem flestir komist á heilu og höldnu út úr þessum óförum. En fyrir mig persónulega þá skipuleggur maður sig ár fram í tímann að lágmarki, og er búinn að undirbúa alla æfingarútínu og skipulag, og þetta setur það allt í uppnám. Undanfarnar vikur hef ég bara verið með höfuðið í bleyti, undir feldi, og verið að sjá til hvað ég geri næst. Helsta hindrunin í þessu öllu er að maður veit ekki neitt. Maður veit ekki hvenær næsta mót er. Ég var nú búinn að lofa Evrópumeistaratitli en ég veit ekki hvenær eða hvort mótið verður haldið. Það er erfitt að skipuleggja æfingauppkeyrslu fram að einhverjum degi sem maður veit ekki hvenær er. Í augnablikinu er ég bara sem íþróttamaður að fara aftur í grunninn og búa til „off season“-tímabil. Ég skipulegg það í stuttum 4-5 vikna bút,“ segir Júlían, og tekur undir að staðan sé snúin: „Já, þetta er það, en ég vil ekki gera of mikið úr þessu í samanburði við allt annað. Auðvitað er fólk sem á um sárt að binda og þetta er alvarlegt mál. Það að ég komist ekki að sækja Evróputitilinn minn er ekki það stærsta í þessu, þó að það sé rosastórt fyrir mig. Maður hugsar auðvitað um heildina.“ Klippa: Júlían leitar í grunninn á óvissutímum
Kraftlyftingar Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti