LeBron vill vera hluti af Lakers það sem eftir er Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. mars 2020 10:45 LeBron hefur verið frábær í liði Lakers í vetur. Nú svarar hann spurningum aðdáenda til að drepa tímann. Chris Elise/NBAE/Getty Images LeBron James þarf vart að kynna fyrir almenningi, hann er einn ótrúlegasti körfuboltamaður allra tíma og einn albesti íþróttamaður samtímans. Hann er sem stendur leikmaður Los Angeles Lakers og stefnir á að vera það þangað til ferlinum lýkur. LeBron, líkt og aðrir leikmenn NBA-deildarinnar, er í fríi frá æfingum sem og leikjum vegna COVID-19. Nýtir hann tímann til að svara spurningum aðdáanda á samfélagsmiðlum. Þar ræddi hann uppáhalds knattspyrnumenn sína, með hvaða liði í NBA deildinni hann myndi aldrei spila og margt fleira. Vefmiðillinn Clutch Points tók saman svörin en þau má sjá hér að neðan. Ljóst er að það er nóg um að vera á heimili hins 35 ára gamla LeBron en í myndböndunum má heyra tónlist óma sem og í krökkunum hans öskrandi í bakgrunn en LeBron er þriggja barna faðir. LeBron segir að allir leikmenn Liverpool séu í uppáhaldi en hann á hlut í félaginu svo það kom ekki á óvart. Þá nefnir hann Kylian Mbappé og Neymar [leikmenn Paris Saint-Germain] og Cristiano Ronaldo [leikmann Juventus]. Það er ekki fyrr en Savannah Brinsin, eiginkona LeBron, nefnir Lionel Messi [leikmann Barcelona] sem hann nefnir Argentínumanninn knáa. Þegar kemur að því að svara hvaða liði hann myndi aldrei spila með þá hugsar LeBron sig um áður en hann svarar. Aðdáendur Lakers eru eflaust himinlifandi með svarið sem hann gaf en eftir erfið ár virðist LeBron loks hafa rifið liðið upp í hæstu hæðir, þar sem það á að vera. „Ég er enn að spila og verð að halda öllum möguleikum opnum, en ég get sagt ykkur það að ég vill ekki fara neitt. Ég vill vera Laker það sem eftir lifir.“ LeBron reacts to question on 'NBA team he'd never play for' pic.twitter.com/IgpOhRQjSE— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) March 20, 2020 Þegar stöðva þurfti NBA-deildina vegna COVID-19 var Los Angeles Lakers í efsta sæti Vesturdeildarinnar með 49 sigra og 14 töp. LeBron fór fyrir liðinu en hann var að meðaltali með 25.7 stig í leik ásamt því að gefa 10.6 stoðsendingar og taka 7.9 fráköst. Körfubolti NBA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Sjá meira
LeBron James þarf vart að kynna fyrir almenningi, hann er einn ótrúlegasti körfuboltamaður allra tíma og einn albesti íþróttamaður samtímans. Hann er sem stendur leikmaður Los Angeles Lakers og stefnir á að vera það þangað til ferlinum lýkur. LeBron, líkt og aðrir leikmenn NBA-deildarinnar, er í fríi frá æfingum sem og leikjum vegna COVID-19. Nýtir hann tímann til að svara spurningum aðdáanda á samfélagsmiðlum. Þar ræddi hann uppáhalds knattspyrnumenn sína, með hvaða liði í NBA deildinni hann myndi aldrei spila og margt fleira. Vefmiðillinn Clutch Points tók saman svörin en þau má sjá hér að neðan. Ljóst er að það er nóg um að vera á heimili hins 35 ára gamla LeBron en í myndböndunum má heyra tónlist óma sem og í krökkunum hans öskrandi í bakgrunn en LeBron er þriggja barna faðir. LeBron segir að allir leikmenn Liverpool séu í uppáhaldi en hann á hlut í félaginu svo það kom ekki á óvart. Þá nefnir hann Kylian Mbappé og Neymar [leikmenn Paris Saint-Germain] og Cristiano Ronaldo [leikmann Juventus]. Það er ekki fyrr en Savannah Brinsin, eiginkona LeBron, nefnir Lionel Messi [leikmann Barcelona] sem hann nefnir Argentínumanninn knáa. Þegar kemur að því að svara hvaða liði hann myndi aldrei spila með þá hugsar LeBron sig um áður en hann svarar. Aðdáendur Lakers eru eflaust himinlifandi með svarið sem hann gaf en eftir erfið ár virðist LeBron loks hafa rifið liðið upp í hæstu hæðir, þar sem það á að vera. „Ég er enn að spila og verð að halda öllum möguleikum opnum, en ég get sagt ykkur það að ég vill ekki fara neitt. Ég vill vera Laker það sem eftir lifir.“ LeBron reacts to question on 'NBA team he'd never play for' pic.twitter.com/IgpOhRQjSE— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) March 20, 2020 Þegar stöðva þurfti NBA-deildina vegna COVID-19 var Los Angeles Lakers í efsta sæti Vesturdeildarinnar með 49 sigra og 14 töp. LeBron fór fyrir liðinu en hann var að meðaltali með 25.7 stig í leik ásamt því að gefa 10.6 stoðsendingar og taka 7.9 fráköst.
Körfubolti NBA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Sjá meira